„Frussaði næstum pulsunni“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. nóvember 2013 09:00 Guðjón L. stóð fastur á sínu í Austurberginu. fréttablaðið/stefán „Mér fannst þetta óíþróttamannsleg framkoma gagnvart gestaliðinu,“ segir Guðjón L. Sigurðsson, eftirlitsdómari á viðureign ÍR og HK í efstu deild karla á fimmtudaginn. Heimamenn unnu 36-30 sigur en í leiknum vígðu þeir nýjan varamannabekk sem vakti mikla athygli. Síðari bekkurinn er í smíðum en var ekki klár á fimmtudagskvöldið. ÍR-ingar sátu á bekknum í fyrri hálfleik og létu fara vel um sig. Lið í handbolta hafa sætaskipti í hálfleik og ákváðu ÍR-ingar að nýta tækifærið og víxla á bekkjum. Guðjón tók það ekki í mál. „Ég var búinn að nefna þetta við þá fyrir leik. Mér fannst í góðu lagi að nota bekkina en það þýddi ekkert að víxla þeim í hálfleik,“ segir Guðjón. Hann nýtti tækifærið eins og fleiri í hálfleik, fór fram í veitingasöluna og fékk sér pylsu.„Ég var næstum því búinn að frussa henni út úr mér þegar ég sá þetta,“ segir Guðjón sem var ekki sáttur þegar hann sá að ÍR-ingar voru búnir að víxla bekkjunum eftir allt saman í hálfleik. Hann segir vissulega ekkert í reglum að bekkir þurfi að vera eins beggja vegna. Í hans huga snúist þetta einfaldlega um heilbrigða skynsemi. „Það hefur ekki reynt á þetta áður,“ segir Guðjón sem trúir ekki að aðrir eftirlitsmenn hefðu leyft ÍR-ingum að víxla bekkjum. Honum finnst hins vegar framtak ÍR-inga til fyrirmyndar enda kominn tími til að félög hugsi sinn gang varðandi varamannabekki sína.„Ég hef verið að hnýta aðeins í félögin varðandi þessa trébekki. Þeir eru ekki bjóðandi íþróttamönnum í heilan leik og eru hreinlega dónaskapur,“ segir Guðjón. Bekkirnir séu alltof lágir og veiti engan stuðning. Guðjón er reyndur á alþjóðavettvangi þar sem allajafna er boðið upp á sæti, ýmist með örmum eða ekki. Guðjón segir ÍR-inga þó aðeins þurfa að laga bekkina sína til. Þannig þurfi að vera fjórtán sæti á hvorum bekk en voru ellefu á fimmtudaginn. „Ég hrósa þeim fyrir framtakið. Þetta var flott hjá þeim.“ Handbolti Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Fleiri fréttir Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Sjá meira
„Mér fannst þetta óíþróttamannsleg framkoma gagnvart gestaliðinu,“ segir Guðjón L. Sigurðsson, eftirlitsdómari á viðureign ÍR og HK í efstu deild karla á fimmtudaginn. Heimamenn unnu 36-30 sigur en í leiknum vígðu þeir nýjan varamannabekk sem vakti mikla athygli. Síðari bekkurinn er í smíðum en var ekki klár á fimmtudagskvöldið. ÍR-ingar sátu á bekknum í fyrri hálfleik og létu fara vel um sig. Lið í handbolta hafa sætaskipti í hálfleik og ákváðu ÍR-ingar að nýta tækifærið og víxla á bekkjum. Guðjón tók það ekki í mál. „Ég var búinn að nefna þetta við þá fyrir leik. Mér fannst í góðu lagi að nota bekkina en það þýddi ekkert að víxla þeim í hálfleik,“ segir Guðjón. Hann nýtti tækifærið eins og fleiri í hálfleik, fór fram í veitingasöluna og fékk sér pylsu.„Ég var næstum því búinn að frussa henni út úr mér þegar ég sá þetta,“ segir Guðjón sem var ekki sáttur þegar hann sá að ÍR-ingar voru búnir að víxla bekkjunum eftir allt saman í hálfleik. Hann segir vissulega ekkert í reglum að bekkir þurfi að vera eins beggja vegna. Í hans huga snúist þetta einfaldlega um heilbrigða skynsemi. „Það hefur ekki reynt á þetta áður,“ segir Guðjón sem trúir ekki að aðrir eftirlitsmenn hefðu leyft ÍR-ingum að víxla bekkjum. Honum finnst hins vegar framtak ÍR-inga til fyrirmyndar enda kominn tími til að félög hugsi sinn gang varðandi varamannabekki sína.„Ég hef verið að hnýta aðeins í félögin varðandi þessa trébekki. Þeir eru ekki bjóðandi íþróttamönnum í heilan leik og eru hreinlega dónaskapur,“ segir Guðjón. Bekkirnir séu alltof lágir og veiti engan stuðning. Guðjón er reyndur á alþjóðavettvangi þar sem allajafna er boðið upp á sæti, ýmist með örmum eða ekki. Guðjón segir ÍR-inga þó aðeins þurfa að laga bekkina sína til. Þannig þurfi að vera fjórtán sæti á hvorum bekk en voru ellefu á fimmtudaginn. „Ég hrósa þeim fyrir framtakið. Þetta var flott hjá þeim.“
Handbolti Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Fleiri fréttir Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Sjá meira
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti