Havnakórið flytur Messías eftir Händel Friðrika Benónýsdóttir skrifar 29. nóvember 2013 11:00 Havnakórið sækir Ísland heim og flytur Messías Händels í Langholtskirkju á sunnudaginn. Havnakórið frá Færeyjum ásamt Sinfóníuhljómsveit áhugamanna flytur óratoríuna Messías í Langholtskirkju sunnudaginn 1. desember klukkan 16. Stjórnandi er Ólavur Hátún. Einsöngvarar eru Hallveig Rúnarsdóttir, Sesselja Kristjánsdóttir, Eyjólfur Eyjólfsson og Ágúst Ólafsson. „Ólavur Hátún, sem er þessi stóri karakter í tónlistarlífinu í Færeyjum, hefur í tugi ára látið flytja til skiptis Jólaóratoríuna eftir Bach og Messías eftir Händel í Þórshöfn fyrir jólin,“ segir Hallveig Rúnarsdóttir spurð hvernig samstarf hennar og Havnakórsins hafi komið til. „Hann hefur alltaf fengið íslenska söngvara til liðs við sig og fyrir tveimur árum hafði hann samband við mig og bað mig að koma og syngja með kórnum í Messíasi. Ég tók því boði fagnandi og fór svo aftur í fyrra og söng með þeim í Jólaóratoríunni.“ Hallveig segir samstarfið við Havnakórið hafa verið hreint út sagt stórkostlegt. „Fólkið í þessum kór er alveg meiriháttar og alltaf mikil stemning. Ólavur ákvað síðan að heiðra þetta samstarf við íslenska söngvara með því að flytja kórinn hingað og halda eina tónleika hér í ár. Hann lítur á það sem sitt grand finale.“Ólavur Hátún og Hallveig Ragnarsdóttir.Jón Stefánsson, organisti og kórstjóri í Langholtskirkju, fagnar þessari heimsókn mjög. „Ekki er fjarri lagi að segja að Ólavur Hátún sé faðir færeyskrar tónlistarmenningar. Hann hefur stjórnað kórum, lengst af Havnarkórnum, staðið fyrir kóramótum árlega með þekktum stjórnendum víðs vegar að úr heiminum, staðið fyrir stofnun tónlistarskóla um allar byggðir Færeyja og verið óþreytandi að efla tónlistarmenningu í Færeyjum. Hinn rúmlega áttræði eldhugi er ekki á því að leggja árar í bát og nú hefur hann stefnt kór sínum til Íslands til að flytja Messías.“Einungis verður um þessa einu tónleika að ræða hérlendis, en Messías verður síðan fluttur í Þórshöfn með sömu söngvurum seinna í desember. Menning Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Arnar og Sara gáfu syninum nafn Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Havnakórið frá Færeyjum ásamt Sinfóníuhljómsveit áhugamanna flytur óratoríuna Messías í Langholtskirkju sunnudaginn 1. desember klukkan 16. Stjórnandi er Ólavur Hátún. Einsöngvarar eru Hallveig Rúnarsdóttir, Sesselja Kristjánsdóttir, Eyjólfur Eyjólfsson og Ágúst Ólafsson. „Ólavur Hátún, sem er þessi stóri karakter í tónlistarlífinu í Færeyjum, hefur í tugi ára látið flytja til skiptis Jólaóratoríuna eftir Bach og Messías eftir Händel í Þórshöfn fyrir jólin,“ segir Hallveig Rúnarsdóttir spurð hvernig samstarf hennar og Havnakórsins hafi komið til. „Hann hefur alltaf fengið íslenska söngvara til liðs við sig og fyrir tveimur árum hafði hann samband við mig og bað mig að koma og syngja með kórnum í Messíasi. Ég tók því boði fagnandi og fór svo aftur í fyrra og söng með þeim í Jólaóratoríunni.“ Hallveig segir samstarfið við Havnakórið hafa verið hreint út sagt stórkostlegt. „Fólkið í þessum kór er alveg meiriháttar og alltaf mikil stemning. Ólavur ákvað síðan að heiðra þetta samstarf við íslenska söngvara með því að flytja kórinn hingað og halda eina tónleika hér í ár. Hann lítur á það sem sitt grand finale.“Ólavur Hátún og Hallveig Ragnarsdóttir.Jón Stefánsson, organisti og kórstjóri í Langholtskirkju, fagnar þessari heimsókn mjög. „Ekki er fjarri lagi að segja að Ólavur Hátún sé faðir færeyskrar tónlistarmenningar. Hann hefur stjórnað kórum, lengst af Havnarkórnum, staðið fyrir kóramótum árlega með þekktum stjórnendum víðs vegar að úr heiminum, staðið fyrir stofnun tónlistarskóla um allar byggðir Færeyja og verið óþreytandi að efla tónlistarmenningu í Færeyjum. Hinn rúmlega áttræði eldhugi er ekki á því að leggja árar í bát og nú hefur hann stefnt kór sínum til Íslands til að flytja Messías.“Einungis verður um þessa einu tónleika að ræða hérlendis, en Messías verður síðan fluttur í Þórshöfn með sömu söngvurum seinna í desember.
Menning Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Arnar og Sara gáfu syninum nafn Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira