Whovians keyptu upp miða á tveimur tímum Ólöf Skaftadóttir skrifar 23. nóvember 2013 09:00 Gunnella Þorgeirsdóttir, þjóðfræðingur, er mikill aðdáandi Dr. Who þáttanna og hyggst mæta í búning í Bíó Paradís í kvöld. Hún segir mikla leynd ríkja yfir efni þáttarins. Aðsend MYND/Elena Þorbjörg Bjarnadóttir „Þetta er fimmtíu ára sýningarafmæli hinnar frægu þáttaseríu Dr. Who,“ segir Gunnella Þorgeirsdóttir þjóðfræðingur, einn af mörgum aðdáendum þáttanna á Íslandi, en Bíó Paradís heldur sýningarafmælið hátíðlegt í kvöld klukkan 22:30. Sýningin er jafnframt fyrsta þrívíddarsýning kvikmyndahússins. Milljónir aðdáenda Doctor Who munu njóta 50 ára afmælisþáttar Doctor Who víða um heiminn meðal annars í Þýskalandi, Noregi, Rússlandi, Ástralíu, Kazakhstan, Bandaríkjunum, Kanada, Svíþjóð, á Spáni, Bretlandi og Írlandi, en þátturinn er sýndur sama kvöld á yfir 1000 stöðum í heiminum. Uppselt var á sýninguna á Íslandi á einungis tveimur tímum. „Við köllum okkur Whovians og er um afa fjölmennan hóp að ræða. Meðal frægra Whovians eru Bob Dylan og Douglas Adams,“ segir Gunnella jafnframt. „Þáttaröðin hefur lifað síðan 1963 og í rauninni merkilegt hvað hún hefur ílengst. Hún hefur þó tekið einhverjar pásur en var endurglædd 2006 og flestir af nýja skólanum, eru að aðhyllast nýju seríurnar frekar en gömlu. Ég hef heyrt að stór hluti af æskuminningum Breta sé að fela sig bakvið sófann þegar þættirnir voru í gangi,“ segir hún. Þættirnir hafa notið stöðugt vaxandi fylgis síðan 2006. „Áhangendur sem kalla sig whovians hefur farið fjölgandi um allan heim og eru á öllum aldri, þar að auki á Íslandi – sem er sérstakt að því leytinu til að þættirnar hafa aldrei verið sýndir hér á landi – fólk hefur séð þetta í útlöndum eða á netinu og fundið samkennd með doktornum,“ útskýrir Gunnella. „Planið er að sanka saman whovians á Íslandi, fá sem flesta í búningum, og horfa á þáttinn saman,“ útskýrir Gunnella. „Það er búið að sýna glefsur úr þættinum nú þegar en það ríkir mikil leynd yfir efni þáttarins og hvernig það kemur til að fleiri en einn verði á sama stað á sömu stundu. Doktorinn er þeirri gáfu gæddur að hann endurholdgast reglulega – og nýr leikari fenginn til þess að leika doktorinn. Í nýjasta þættinum verða allavega þrír doktorar sem birtast,“ útskýrir hún. Sökum eftirspurnar verða aukasýningar á þættinum daglega fram til mánaðarmóta. Einnig hefur sérstakt kassmerki verið búið til fyrir sýninguna sem er #SaveTheDay. Stiklu úr þættinum er hægt að sjá hér að neðan. Mest lesið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
„Þetta er fimmtíu ára sýningarafmæli hinnar frægu þáttaseríu Dr. Who,“ segir Gunnella Þorgeirsdóttir þjóðfræðingur, einn af mörgum aðdáendum þáttanna á Íslandi, en Bíó Paradís heldur sýningarafmælið hátíðlegt í kvöld klukkan 22:30. Sýningin er jafnframt fyrsta þrívíddarsýning kvikmyndahússins. Milljónir aðdáenda Doctor Who munu njóta 50 ára afmælisþáttar Doctor Who víða um heiminn meðal annars í Þýskalandi, Noregi, Rússlandi, Ástralíu, Kazakhstan, Bandaríkjunum, Kanada, Svíþjóð, á Spáni, Bretlandi og Írlandi, en þátturinn er sýndur sama kvöld á yfir 1000 stöðum í heiminum. Uppselt var á sýninguna á Íslandi á einungis tveimur tímum. „Við köllum okkur Whovians og er um afa fjölmennan hóp að ræða. Meðal frægra Whovians eru Bob Dylan og Douglas Adams,“ segir Gunnella jafnframt. „Þáttaröðin hefur lifað síðan 1963 og í rauninni merkilegt hvað hún hefur ílengst. Hún hefur þó tekið einhverjar pásur en var endurglædd 2006 og flestir af nýja skólanum, eru að aðhyllast nýju seríurnar frekar en gömlu. Ég hef heyrt að stór hluti af æskuminningum Breta sé að fela sig bakvið sófann þegar þættirnir voru í gangi,“ segir hún. Þættirnir hafa notið stöðugt vaxandi fylgis síðan 2006. „Áhangendur sem kalla sig whovians hefur farið fjölgandi um allan heim og eru á öllum aldri, þar að auki á Íslandi – sem er sérstakt að því leytinu til að þættirnar hafa aldrei verið sýndir hér á landi – fólk hefur séð þetta í útlöndum eða á netinu og fundið samkennd með doktornum,“ útskýrir Gunnella. „Planið er að sanka saman whovians á Íslandi, fá sem flesta í búningum, og horfa á þáttinn saman,“ útskýrir Gunnella. „Það er búið að sýna glefsur úr þættinum nú þegar en það ríkir mikil leynd yfir efni þáttarins og hvernig það kemur til að fleiri en einn verði á sama stað á sömu stundu. Doktorinn er þeirri gáfu gæddur að hann endurholdgast reglulega – og nýr leikari fenginn til þess að leika doktorinn. Í nýjasta þættinum verða allavega þrír doktorar sem birtast,“ útskýrir hún. Sökum eftirspurnar verða aukasýningar á þættinum daglega fram til mánaðarmóta. Einnig hefur sérstakt kassmerki verið búið til fyrir sýninguna sem er #SaveTheDay. Stiklu úr þættinum er hægt að sjá hér að neðan.
Mest lesið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira