Tónleikar til heiðurs Britten hundrað ára Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 21. nóvember 2013 14:00 "Tónleikarnir snúast dálítið um samstarf þeirra tveggja, Brittens og ljóðskáldsins W.H. Audens, en Auden kom tvívegis til Íslands og heillaðist af landinu,“ segir Hlín. Fréttablaðið/Arnþór „Það eru hundrað ár frá því Britten fæddist og okkur langar að minnast hans með viðeigandi hætti,“ segir Hlín Pétursdóttir Behrens sópransöngkona sem heldur tónleika á föstudagskvöld í Hannesarholti á Grundarstíg 10 ásamt Gerrit Schuil píanóleikara. Efnisskráin endurspeglar sérstaklega samstarf Benjamíns Britten og ljóðskáldsins Wystans Hugh Auden, meðal annars með ljóðaflokkunum On this Island og Cabaret Songs. Hlín kveðst hafa kynnst tónlist Brittens snemma á sínum ferli. „Það vildi þannig til að tvö fyrstu hlutverkin sem ég söng í óperudeild tónlistarháskólans í Hamborg á sínum tíma voru í óperum eftir Britten. Ég fékk að syngja álf í Draumi á Jónsmessunótt og síðan söng ég Miss Jessel í uppfærslu á Turn of the Screw. Þetta voru mín fyrstu kynni af Britten og mér féll strax vel við hann. Hann er svo mikið 20. aldar tónskáld að því leyti að hann setti tónlist sína alltaf í samhengi við tíðarandann. Sum af tónverkum hans bera þess merki að hann var ungur maður eftir fyrri heimsstyrjöldina. Hann var alla tíð mikill friðarsinni.“ Í desember í fyrra bauð tónleikahaldari í Hamborg Hlín að syngja á tónleikum helguðum Britten áður en afmælisárið byrjaði og hún fékk undirleikara þar á staðnum. Þá einbeitti hún sér að tónlist Brittens við ljóð W.H. Audens. „Tónleikarnir hétu Eyjarskeggjar við arineldinn, með vísun til þess að ég er eyjarskeggi og Britten og Auden voru báðir Bretar. Á tónleikunum í Hamborg var ég með verk eftir Jórunni Viðar og Tryggva M. Baldvinsson í farteskinu, til að kynna eyjuna okkar.“ Á föstudagskvöldið verður hreint Britten-prógramm, að sögn Hlínar. „Við Gerrit Schuil byrjum klukkan 21 á afmælisdaginn sjálfan og gefum fólki þannig nægan tíma til að klára vinnudaginn og borða áður en það kemur, eða að fá sér að borða í Hannesarholti. Svo endurtökum við tónleikana á sunnudaginn, 24. nóvember, klukkan ellefu árdegis.“ Menning Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Arnar og Sara gáfu syninum nafn Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
„Það eru hundrað ár frá því Britten fæddist og okkur langar að minnast hans með viðeigandi hætti,“ segir Hlín Pétursdóttir Behrens sópransöngkona sem heldur tónleika á föstudagskvöld í Hannesarholti á Grundarstíg 10 ásamt Gerrit Schuil píanóleikara. Efnisskráin endurspeglar sérstaklega samstarf Benjamíns Britten og ljóðskáldsins Wystans Hugh Auden, meðal annars með ljóðaflokkunum On this Island og Cabaret Songs. Hlín kveðst hafa kynnst tónlist Brittens snemma á sínum ferli. „Það vildi þannig til að tvö fyrstu hlutverkin sem ég söng í óperudeild tónlistarháskólans í Hamborg á sínum tíma voru í óperum eftir Britten. Ég fékk að syngja álf í Draumi á Jónsmessunótt og síðan söng ég Miss Jessel í uppfærslu á Turn of the Screw. Þetta voru mín fyrstu kynni af Britten og mér féll strax vel við hann. Hann er svo mikið 20. aldar tónskáld að því leyti að hann setti tónlist sína alltaf í samhengi við tíðarandann. Sum af tónverkum hans bera þess merki að hann var ungur maður eftir fyrri heimsstyrjöldina. Hann var alla tíð mikill friðarsinni.“ Í desember í fyrra bauð tónleikahaldari í Hamborg Hlín að syngja á tónleikum helguðum Britten áður en afmælisárið byrjaði og hún fékk undirleikara þar á staðnum. Þá einbeitti hún sér að tónlist Brittens við ljóð W.H. Audens. „Tónleikarnir hétu Eyjarskeggjar við arineldinn, með vísun til þess að ég er eyjarskeggi og Britten og Auden voru báðir Bretar. Á tónleikunum í Hamborg var ég með verk eftir Jórunni Viðar og Tryggva M. Baldvinsson í farteskinu, til að kynna eyjuna okkar.“ Á föstudagskvöldið verður hreint Britten-prógramm, að sögn Hlínar. „Við Gerrit Schuil byrjum klukkan 21 á afmælisdaginn sjálfan og gefum fólki þannig nægan tíma til að klára vinnudaginn og borða áður en það kemur, eða að fá sér að borða í Hannesarholti. Svo endurtökum við tónleikana á sunnudaginn, 24. nóvember, klukkan ellefu árdegis.“
Menning Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Arnar og Sara gáfu syninum nafn Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira