Þetta verður helg stund Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 14. nóvember 2013 13:00 Fjölskylda tónskáldsins John Tavener ætlar öll að mæta á tónleika Kammerkórs Suðurlands í Southwark. „Við munum flytja prógrammið okkar en flutningurinn verður dýpri vegna andláts okkar kæra Johns Tavener,“ segir Hilmar Örn Agnarsson, stjórnandi Kammerkórs Suðurlands, um tónleika kórsins í dómkirkjunni í Southwark í London á föstudag. Þar frumflytur kórinn meðal annars Three Shakespeare Sonnets eftir sir John Tavener, eitt fremsta tónskáld Breta sem lést í fyrradag 69 ára að aldri. „Við Tavener vorum miklir vinir og hann samdi fyrir okkur sérstaklega,“ heldur Hilmar Örn áfram. „Við buðumst til að fresta tónleikunum en vorum hvött til að halda áfram með þá og fengum bréf í kjölfarið þess efnis að fjölskyldan ætlaði öll að mæta. Þetta verður helg stund og það er svo merkilegt að allt sem valið var fyrir þessa tónleika er líkast sálumessu.“ Samstarf Tavener við Kammerkór Suðurlands hefur staðið í um áratug eða frá 2004. Verkið Three Shakespeare Sonnets samdi hann þegar hann dvaldi hér á landi í kjölfar veikinda. Fleiri verk eftir hann verða flutt á tónleikunum í London. Nokkur íslensk verk verða á tónleikunum, þar á meðal kórverk eftir Kjartan Sveinsson, kenndan við Sigur Rós, einnig Báru Grímsdóttur, Völu Gestsdóttur og Örlyg Benediktsson. Einnig er á efnisskránni nýtt lag eftir Jack White, eitt efnilegasta ungtónskáld Breta í dag. Hluti textans er byggður á ljóði eftir Sjón. Það er viðeigandi að frumflytja Three Shakespeare Sonnets í sóknarkirkju Shakespears í Southwark sem skartar kirkjuglugga eftir Leif Breiðfjörð, sá gluggi var vígður á 50 ára krýningarafmæli Elísabetar drottningar á síðasta ári. Menning Mest lesið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
„Við munum flytja prógrammið okkar en flutningurinn verður dýpri vegna andláts okkar kæra Johns Tavener,“ segir Hilmar Örn Agnarsson, stjórnandi Kammerkórs Suðurlands, um tónleika kórsins í dómkirkjunni í Southwark í London á föstudag. Þar frumflytur kórinn meðal annars Three Shakespeare Sonnets eftir sir John Tavener, eitt fremsta tónskáld Breta sem lést í fyrradag 69 ára að aldri. „Við Tavener vorum miklir vinir og hann samdi fyrir okkur sérstaklega,“ heldur Hilmar Örn áfram. „Við buðumst til að fresta tónleikunum en vorum hvött til að halda áfram með þá og fengum bréf í kjölfarið þess efnis að fjölskyldan ætlaði öll að mæta. Þetta verður helg stund og það er svo merkilegt að allt sem valið var fyrir þessa tónleika er líkast sálumessu.“ Samstarf Tavener við Kammerkór Suðurlands hefur staðið í um áratug eða frá 2004. Verkið Three Shakespeare Sonnets samdi hann þegar hann dvaldi hér á landi í kjölfar veikinda. Fleiri verk eftir hann verða flutt á tónleikunum í London. Nokkur íslensk verk verða á tónleikunum, þar á meðal kórverk eftir Kjartan Sveinsson, kenndan við Sigur Rós, einnig Báru Grímsdóttur, Völu Gestsdóttur og Örlyg Benediktsson. Einnig er á efnisskránni nýtt lag eftir Jack White, eitt efnilegasta ungtónskáld Breta í dag. Hluti textans er byggður á ljóði eftir Sjón. Það er viðeigandi að frumflytja Three Shakespeare Sonnets í sóknarkirkju Shakespears í Southwark sem skartar kirkjuglugga eftir Leif Breiðfjörð, sá gluggi var vígður á 50 ára krýningarafmæli Elísabetar drottningar á síðasta ári.
Menning Mest lesið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira