Skapað undir arabískum áhrifum Starri Freyr Jónsson skrifar 11. nóvember 2013 14:30 Myndlistarmaðurinn Huginn Þór Arason á vegglistaverk í Hugsmiðjunni. Guðfinna Mjöll Magnúsdóttir hönnuður er hugmyndasmiður Hugsmiðjunnar. Mynd/Úr einkasafni Ný og spennandi Hugmyndasmiðja fyrir börn var opnuð á Kjarvalsstöðum síðasta fimmtudag. Safnið hefur í nokkur ár haft smiðju fyrir yngstu gesti sína en nýja Hugmyndasmiðjan er algjörlega endurbætt og sérhönnuð, að sögn Guðfinnu Mjallar Magnúsdóttur, hönnuðar og hugmyndasmiðs smiðjunnar. „Helsta markmið hennar er að undirstrika áherslu safnsins á yngstu gesti sína og gera safnið um leið að áhugaverðum stað fyrir börn og unglinga þar sem ímyndunaraflið er örvað. Það er búið að leggja mikla vinnu í að endurhanna smiðjuna og margir hafa lagt hönd á plóg.“ Guðfinna segist hafa lagt mikla áherslu á að skapa ævintýralega upplifun fyrir krakkana. „Þetta verður ekki eins og að koma inn í skólastofu. Hér verður skapandi rými fyrir börnin þar sem vinnan snýst ekki um hver er bestur að teikna heldur að uppgötva og gera tilraunir.“Hugmyndasmiður Guðfinna Mjöll Magnúsdóttir er hönnuður hugmyndasmiðju á Kjar- valsstöðum sem ætluð er börnum. Mynd/GVAÍ Hugmyndasmiðjunni verður meðal annars boðið upp á innblástursbókasafn sem býr yfir úrvali forvitnilegra bóka. „Við leituðum til listamanna og skapandi fólks og spurðum hvaðan innblástur nýrra hugmynda þeirra kæmi. Þannig getum við vonandi sýnt börnum að innblástur til sköpunar getur komið hvaðan sem er.“ Hugmyndasmiðjan er einnig vettvangur fyrir eigin sköpun þar sem gestir geta nálgast blöð, blýanta, reglustikur og skæri til að vinna eigin hugmyndir og vangaveltur. „Hönnun smiðjunnar er innblásin af arabískum setustofum sem innihalda alltaf lága bekki og engin borð. Það er mjög spennandi fyrir börnin að hafa engin borð heldur notum við spjöld sem þjóna sama tilgangi. Þannig geta þau setið, legið eða unnið eins og þeim finnst best.“ Í Hugmyndasmiðjunni er vegglistaverk eftir myndlistarmanninn Hugin Þór Arason sem á stóran þátt í að skapa þann ævintýraheim sem Hugmyndasmiðjan á að vera í hugum barna og annarra gesta. Þægileg aðstaða er í Hugsmiðjunni fyrir fólk á öllum aldri.Mynd/Úr einkasafniHugmyndasmiðjan er á Kjarvalsstöðum og er opin alla daga vikunnar milli kl. 10-17. Ekkert kostar inn í hana. Menning Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Arnar og Sara gáfu syninum nafn Lífið Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Ný og spennandi Hugmyndasmiðja fyrir börn var opnuð á Kjarvalsstöðum síðasta fimmtudag. Safnið hefur í nokkur ár haft smiðju fyrir yngstu gesti sína en nýja Hugmyndasmiðjan er algjörlega endurbætt og sérhönnuð, að sögn Guðfinnu Mjallar Magnúsdóttur, hönnuðar og hugmyndasmiðs smiðjunnar. „Helsta markmið hennar er að undirstrika áherslu safnsins á yngstu gesti sína og gera safnið um leið að áhugaverðum stað fyrir börn og unglinga þar sem ímyndunaraflið er örvað. Það er búið að leggja mikla vinnu í að endurhanna smiðjuna og margir hafa lagt hönd á plóg.“ Guðfinna segist hafa lagt mikla áherslu á að skapa ævintýralega upplifun fyrir krakkana. „Þetta verður ekki eins og að koma inn í skólastofu. Hér verður skapandi rými fyrir börnin þar sem vinnan snýst ekki um hver er bestur að teikna heldur að uppgötva og gera tilraunir.“Hugmyndasmiður Guðfinna Mjöll Magnúsdóttir er hönnuður hugmyndasmiðju á Kjar- valsstöðum sem ætluð er börnum. Mynd/GVAÍ Hugmyndasmiðjunni verður meðal annars boðið upp á innblástursbókasafn sem býr yfir úrvali forvitnilegra bóka. „Við leituðum til listamanna og skapandi fólks og spurðum hvaðan innblástur nýrra hugmynda þeirra kæmi. Þannig getum við vonandi sýnt börnum að innblástur til sköpunar getur komið hvaðan sem er.“ Hugmyndasmiðjan er einnig vettvangur fyrir eigin sköpun þar sem gestir geta nálgast blöð, blýanta, reglustikur og skæri til að vinna eigin hugmyndir og vangaveltur. „Hönnun smiðjunnar er innblásin af arabískum setustofum sem innihalda alltaf lága bekki og engin borð. Það er mjög spennandi fyrir börnin að hafa engin borð heldur notum við spjöld sem þjóna sama tilgangi. Þannig geta þau setið, legið eða unnið eins og þeim finnst best.“ Í Hugmyndasmiðjunni er vegglistaverk eftir myndlistarmanninn Hugin Þór Arason sem á stóran þátt í að skapa þann ævintýraheim sem Hugmyndasmiðjan á að vera í hugum barna og annarra gesta. Þægileg aðstaða er í Hugsmiðjunni fyrir fólk á öllum aldri.Mynd/Úr einkasafniHugmyndasmiðjan er á Kjarvalsstöðum og er opin alla daga vikunnar milli kl. 10-17. Ekkert kostar inn í hana.
Menning Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Arnar og Sara gáfu syninum nafn Lífið Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira