Þarf að bæta mig um tíu sekúndur Stefán Árni Pálsson skrifar 6. nóvember 2013 06:30 Brynjar Leó Kristinsson ætlar sér að ná lágmarkinu fyrir Sochi-leikana og hefur næstu vikur til stefnu. Það er bara spurning hvort það dugi honum. mynd/sigmar „Ég var að koma af æfingu hér í Hlíðarfjalli og þetta gengur bara vonum framar, enda frábær aðstaða hér á Akureyri um þessar mundir,“ segir hinn 25 ára Brynjar Leó Kristinsson, skíðagöngukappi, sem hefur næstu tvo mánuði til þess að ná lágmarkinu á Vetrarólympíuleikana í Sochi í Rússlandi en leikarnir fara fram í febrúar. Æfingafélagarnir Brynjar Leó og Sævar Birgisson æfa þessa dagana af kappi á Akureyri og framundan eru mót til að ná lágmarkinu. Sævar stendur betur að vígi en hann hefur nú þegar náð lágmarkinu í sprettgöngu og 15 kílómetra göngu með hefðbundinni aðferð. Eins og staðan er núna fer aðeins einn skíðagöngumaður á leikana en takist öðrum hvorum þeirra að komast á topp 300 á heimslistanum gefur það sjálfkrafa keppnisrétt í Sochi. Það er því möguleiki fyrir þá báða að komast á þetta stærsta skíðagöngumót í heiminum. „Næsta mót hjá mér fer fram í Svíþjóð og hefst 22. nóvember en framundan eru níu eða tíu mót hjá mér til að ná lágmarkinu. Þetta lítur vel út en ég þarf bæta mig um tíu sekúndur sem ætti í raun að vera formsatriði.“ Brynjar hefur áður náð tímalágmarkinu á æfingum og það er því ljóst að hann hefur alla burði til þess að standast prófið. „Sævar er kominn inn á leikana í sprettgöngu en ég stefni á lengri göngu, þar liggur minn styrkleiki. Vonandi fer það svo að við komumst báðir á Ólympíuleikana en síðast kepptu tveir skíðagöngukappar fyrir Íslands hönd á Ólympíuleikunum í Lillehammer árið 1994.“ Brynjar byrjaði að æfa skíði þegar hann var fjögurra ára en eftir rúmlega áratug í íþróttinni lagði hann skíðin á hilluna 16 ára. „Ég var kominn með þó nokkurn leiða á göngunni og þar sem flestallir vinir mínir voru að hætta ákvað ég að fara sömu leið.“ Þá tók við tími þar sem Brynjar ákvað að leggja sund fyrir sig og æfði hann íþróttina næstu þrjú árin. „Sundið átti nokkuð vel við mig. Félagsskapurinn var góður en minn besti árangur í sundinu var áttunda sæti á Íslandsmeistaramótinu í 1.500 metra skriðsundi.“ 19 ára ákvað Brynjar að taka þátt á skíðalandsmótinu sem þá var haldið á Akureyri. „Ég var farinn að sakna göngunnar og skráði mig til leiks í flokki 17-19 ára. Það fór betur en á horfðist og ég vann sprettgönguna. Þá varð í raun ekki aftur snúið og ég sá mig knúinn til að fara aftur á fullt í sportið.“ Möguleikar Brynjars á að komast á topp 300 á heimslistanum eru að sögn Ólafsfirðingsins ekki svo miklir en Sævar gæti hins vegar náð því. „Ég næ líklega ekki þeim árangri á næstu vikum en Sævar er í góðri stöðu og ef allt fer vel gætum við báðir komist til Sochi.“ Brynjar Leó og Sævar búa báðir í Svíþjóð þar sem þeir æfa með Ulricehamns IF en þeir gerðu eins árs samning við klúbbinn. Innlendar Mest lesið Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Íslenski boltinn Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti Fleiri fréttir Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ „Er miklu minni fiskur í stærri tjörn þarna úti“ Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Sindri fjarri sínu besta á HM í Tókýó Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Bann bitvargsins stytt Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Linsan datt út en varði samt tvö víti Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Hefur bætt heimsmetið um þrettán sentímetra á fimm árum Emil leggur skóna á hilluna Sjá meira
„Ég var að koma af æfingu hér í Hlíðarfjalli og þetta gengur bara vonum framar, enda frábær aðstaða hér á Akureyri um þessar mundir,“ segir hinn 25 ára Brynjar Leó Kristinsson, skíðagöngukappi, sem hefur næstu tvo mánuði til þess að ná lágmarkinu á Vetrarólympíuleikana í Sochi í Rússlandi en leikarnir fara fram í febrúar. Æfingafélagarnir Brynjar Leó og Sævar Birgisson æfa þessa dagana af kappi á Akureyri og framundan eru mót til að ná lágmarkinu. Sævar stendur betur að vígi en hann hefur nú þegar náð lágmarkinu í sprettgöngu og 15 kílómetra göngu með hefðbundinni aðferð. Eins og staðan er núna fer aðeins einn skíðagöngumaður á leikana en takist öðrum hvorum þeirra að komast á topp 300 á heimslistanum gefur það sjálfkrafa keppnisrétt í Sochi. Það er því möguleiki fyrir þá báða að komast á þetta stærsta skíðagöngumót í heiminum. „Næsta mót hjá mér fer fram í Svíþjóð og hefst 22. nóvember en framundan eru níu eða tíu mót hjá mér til að ná lágmarkinu. Þetta lítur vel út en ég þarf bæta mig um tíu sekúndur sem ætti í raun að vera formsatriði.“ Brynjar hefur áður náð tímalágmarkinu á æfingum og það er því ljóst að hann hefur alla burði til þess að standast prófið. „Sævar er kominn inn á leikana í sprettgöngu en ég stefni á lengri göngu, þar liggur minn styrkleiki. Vonandi fer það svo að við komumst báðir á Ólympíuleikana en síðast kepptu tveir skíðagöngukappar fyrir Íslands hönd á Ólympíuleikunum í Lillehammer árið 1994.“ Brynjar byrjaði að æfa skíði þegar hann var fjögurra ára en eftir rúmlega áratug í íþróttinni lagði hann skíðin á hilluna 16 ára. „Ég var kominn með þó nokkurn leiða á göngunni og þar sem flestallir vinir mínir voru að hætta ákvað ég að fara sömu leið.“ Þá tók við tími þar sem Brynjar ákvað að leggja sund fyrir sig og æfði hann íþróttina næstu þrjú árin. „Sundið átti nokkuð vel við mig. Félagsskapurinn var góður en minn besti árangur í sundinu var áttunda sæti á Íslandsmeistaramótinu í 1.500 metra skriðsundi.“ 19 ára ákvað Brynjar að taka þátt á skíðalandsmótinu sem þá var haldið á Akureyri. „Ég var farinn að sakna göngunnar og skráði mig til leiks í flokki 17-19 ára. Það fór betur en á horfðist og ég vann sprettgönguna. Þá varð í raun ekki aftur snúið og ég sá mig knúinn til að fara aftur á fullt í sportið.“ Möguleikar Brynjars á að komast á topp 300 á heimslistanum eru að sögn Ólafsfirðingsins ekki svo miklir en Sævar gæti hins vegar náð því. „Ég næ líklega ekki þeim árangri á næstu vikum en Sævar er í góðri stöðu og ef allt fer vel gætum við báðir komist til Sochi.“ Brynjar Leó og Sævar búa báðir í Svíþjóð þar sem þeir æfa með Ulricehamns IF en þeir gerðu eins árs samning við klúbbinn.
Innlendar Mest lesið Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Íslenski boltinn Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti Fleiri fréttir Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ „Er miklu minni fiskur í stærri tjörn þarna úti“ Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Sindri fjarri sínu besta á HM í Tókýó Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Bann bitvargsins stytt Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Linsan datt út en varði samt tvö víti Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Hefur bætt heimsmetið um þrettán sentímetra á fimm árum Emil leggur skóna á hilluna Sjá meira