Á rennandi blautum ullarsokkunum Friðrika Benónýsdóttir skrifar 2. nóvember 2013 13:00 Flest stærstu fyrirtæki landsins nýttu sér þjónustu Rafskinnu, enda nutu auglýsingasýningarnar gríðarlegra vinsælda. Sýning á gömlum auglýsingum úr Rafskinnu var opnuð í Galleríi Fold í gær. Rafskinna setti mikinn svip á bæjarlífið um miðbi k síðustu aldar, en hún var alfarið hugmynd Gunnars Bachmann sem fékk innblástur að henni í París og lét smíða bókina hér heima. Tvisvar á ári var Rafskinna sett niður við hlið Hressingarskálans í miðbæ Reykjavíkur og þar gat fólk séð auglýsingar flettast sjálfkrafa í þessari rafknúnu bók sem kölluð var töfrabókin,“ útskýrir Hrefna Bachmann, barnabarn Gunnars Bachmann, sem var eigandi, hugmynda- og textasmiður Rafskinnu. „Afi fór til Parísar árið 1932 og sá þar svipaða bók, kom heim og lét smíða þessa hjá blikksmiðju í Reykjavík,“ heldur Hrefna áfram. „Þetta var algjör nýjung í bæjarlífinu á þessum tíma og fólk kom bara „á rennandi blautum ullarsokkunum“, eins og var sagt í einhverri blaðagrein frá þessum tíma, til að skoða dýrðina. Mamma man eftir því að hafa verið þarna uppáklædd að skoða auglýsingarnar og svo var farið á eftir og keyptur ís, þetta var hálfgerð hátíð.“ Teiknarar Rafskinnu voru þeir Tryggvi Magnússon, sem teiknaði frá 1933-1943 og Jón Kristinsson, Jóndi í Lambey, sem tók við af Tryggva og teiknaði þar til Rafskinna var tekin niður í síðasta sinn árið 1957. „Bókin var sett upp tvisvar á ári, fyrir jól og páska, alveg frá 1933 til 1957,“ segir Hrefna. „Afi dó svo 1957 og eftir það lögðust sýningarnar niður.“ Auk sýningarinnar í Galleríi Fold verða myndirnar til sýnis á hundrað strætóskýlum víðs vegar um bæinn frá og með næsta þriðjudegi. Í tilefni af sýningunni hafa verið gerðar eftirprentanir af völdum myndum úr Rafskinnu auk þess sem hægt verður að festa kaup á póstkortum með myndum úr henni. Menning Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Arnar og Sara gáfu syninum nafn Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Sýning á gömlum auglýsingum úr Rafskinnu var opnuð í Galleríi Fold í gær. Rafskinna setti mikinn svip á bæjarlífið um miðbi k síðustu aldar, en hún var alfarið hugmynd Gunnars Bachmann sem fékk innblástur að henni í París og lét smíða bókina hér heima. Tvisvar á ári var Rafskinna sett niður við hlið Hressingarskálans í miðbæ Reykjavíkur og þar gat fólk séð auglýsingar flettast sjálfkrafa í þessari rafknúnu bók sem kölluð var töfrabókin,“ útskýrir Hrefna Bachmann, barnabarn Gunnars Bachmann, sem var eigandi, hugmynda- og textasmiður Rafskinnu. „Afi fór til Parísar árið 1932 og sá þar svipaða bók, kom heim og lét smíða þessa hjá blikksmiðju í Reykjavík,“ heldur Hrefna áfram. „Þetta var algjör nýjung í bæjarlífinu á þessum tíma og fólk kom bara „á rennandi blautum ullarsokkunum“, eins og var sagt í einhverri blaðagrein frá þessum tíma, til að skoða dýrðina. Mamma man eftir því að hafa verið þarna uppáklædd að skoða auglýsingarnar og svo var farið á eftir og keyptur ís, þetta var hálfgerð hátíð.“ Teiknarar Rafskinnu voru þeir Tryggvi Magnússon, sem teiknaði frá 1933-1943 og Jón Kristinsson, Jóndi í Lambey, sem tók við af Tryggva og teiknaði þar til Rafskinna var tekin niður í síðasta sinn árið 1957. „Bókin var sett upp tvisvar á ári, fyrir jól og páska, alveg frá 1933 til 1957,“ segir Hrefna. „Afi dó svo 1957 og eftir það lögðust sýningarnar niður.“ Auk sýningarinnar í Galleríi Fold verða myndirnar til sýnis á hundrað strætóskýlum víðs vegar um bæinn frá og með næsta þriðjudegi. Í tilefni af sýningunni hafa verið gerðar eftirprentanir af völdum myndum úr Rafskinnu auk þess sem hægt verður að festa kaup á póstkortum með myndum úr henni.
Menning Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Arnar og Sara gáfu syninum nafn Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira