Fæ að gera það sem ég hef gaman af Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 1. nóvember 2013 11:00 Hér er Rúna við refilsaumsveggteppi sem Anna Höskuldsdóttir saumaði að beiðni Íslensks heimilisiðnaðar, eftir teikningu Rúnu. Fréttablaðið/Pjetur Sigrún Guðjónsdóttir, Rúna, opnar sýningu á morgun, laugardag í Hafnarborg, sem nefnist Dvalið hjá djúpu vatni. Þar eru verk frá fjölbreyttum listferli hennar sem nær allt aftur til ársins 1947, og enn er hún að, áttatíu og sjö ára að aldri. Vasar, veggplattar, mósaíkborð, myndverk og borðbúnaður er meðal þess sem getur að líta á sýningunni. Þar er fylgt 66 ára listferli hennar til dagsins í dag, því hún er hvergi nærri hætt þótt æviárin nálgist 90. Mjúkar línur eru áberandi í mynstrum hennar, kvenfígúrur, fiskar, fuglar og óræð form. Rúna lauk prófi árið 1945 frá Handíða-og myndlistarskólanum og ári síðar hélt hún ásamt manni sínum, Gesti Þorgrímssyni, til Kaupmannahafnar þar sem bæði hófu nám við Konunglegu listaakademíuna, hún í málaralist og hann í myndmótun. Þau voru alla tíð samhent og hófu ferilinn á að stofna fyrirtækið Laugarnesleir.Eitt verkanna á sýningunni Málað með acryl á steinleirsflísar.Rúna lýsir því ævintýri þar sem við röltum um sýninguna hennar og byrjum hjá litlum leirskúlptúrum og vösum. „Þegar við Gestur komum heim frá Kaupmannahöfn brutum við heilann um á hverju við ættum að lifa. Leirlist var mikið á uppleið þá, við fylltumst fítonskrafti og fórum að framleiða muni úr íslenskum rauðleir sem við grófum upp. Gestur byggði ofn þar sem við brenndum leirmuni og seldum í blómabúð og úra- og skartgripaverslun. Við héldum sýningu 1950 og seldum þar allt sem við höfðum gert. Svo breyttust tímarnir og farið var að flytja mikið inn af dóti. Þá versnuðu möguleikar okkar og við hvíldum leirinn en tókum aftur upp þráðinn sextán árum seinna.“ Eitt af því sem liggur eftir Rúnu eru þjóðhátíðarplattar sem seldir voru fyrir 1100 ára afmæli Íslandsbyggðar 1974. Þeir voru unnir í danska postulínsfyrirtækinu Bing og Gröndal. Því komst fólk þar á snoðir um hæfileika hennar og hún teiknaði fyrir Bing og Gröndal í nokkur ár. Í Hafnarborg eru bakkar, plattar og silkiprentaðar myndir úr þeirri framleiðslu. Síðustu verk Rúnu gefa öðrum ekkert eftir. Þau eru að mestu unnin á japanskan pappír og enn er hún að gera tilraunir bæði með myndmál og aðferðir. Þegar undrast er hversu ungleg hún sé í útliti og hugsun stendur ekki á skýringunni: „Það er af því að ég hef alla ævi fengið að gera það sem ég hef gaman af.“ Menning Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Arnar og Sara gáfu syninum nafn Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Sigrún Guðjónsdóttir, Rúna, opnar sýningu á morgun, laugardag í Hafnarborg, sem nefnist Dvalið hjá djúpu vatni. Þar eru verk frá fjölbreyttum listferli hennar sem nær allt aftur til ársins 1947, og enn er hún að, áttatíu og sjö ára að aldri. Vasar, veggplattar, mósaíkborð, myndverk og borðbúnaður er meðal þess sem getur að líta á sýningunni. Þar er fylgt 66 ára listferli hennar til dagsins í dag, því hún er hvergi nærri hætt þótt æviárin nálgist 90. Mjúkar línur eru áberandi í mynstrum hennar, kvenfígúrur, fiskar, fuglar og óræð form. Rúna lauk prófi árið 1945 frá Handíða-og myndlistarskólanum og ári síðar hélt hún ásamt manni sínum, Gesti Þorgrímssyni, til Kaupmannahafnar þar sem bæði hófu nám við Konunglegu listaakademíuna, hún í málaralist og hann í myndmótun. Þau voru alla tíð samhent og hófu ferilinn á að stofna fyrirtækið Laugarnesleir.Eitt verkanna á sýningunni Málað með acryl á steinleirsflísar.Rúna lýsir því ævintýri þar sem við röltum um sýninguna hennar og byrjum hjá litlum leirskúlptúrum og vösum. „Þegar við Gestur komum heim frá Kaupmannahöfn brutum við heilann um á hverju við ættum að lifa. Leirlist var mikið á uppleið þá, við fylltumst fítonskrafti og fórum að framleiða muni úr íslenskum rauðleir sem við grófum upp. Gestur byggði ofn þar sem við brenndum leirmuni og seldum í blómabúð og úra- og skartgripaverslun. Við héldum sýningu 1950 og seldum þar allt sem við höfðum gert. Svo breyttust tímarnir og farið var að flytja mikið inn af dóti. Þá versnuðu möguleikar okkar og við hvíldum leirinn en tókum aftur upp þráðinn sextán árum seinna.“ Eitt af því sem liggur eftir Rúnu eru þjóðhátíðarplattar sem seldir voru fyrir 1100 ára afmæli Íslandsbyggðar 1974. Þeir voru unnir í danska postulínsfyrirtækinu Bing og Gröndal. Því komst fólk þar á snoðir um hæfileika hennar og hún teiknaði fyrir Bing og Gröndal í nokkur ár. Í Hafnarborg eru bakkar, plattar og silkiprentaðar myndir úr þeirri framleiðslu. Síðustu verk Rúnu gefa öðrum ekkert eftir. Þau eru að mestu unnin á japanskan pappír og enn er hún að gera tilraunir bæði með myndmál og aðferðir. Þegar undrast er hversu ungleg hún sé í útliti og hugsun stendur ekki á skýringunni: „Það er af því að ég hef alla ævi fengið að gera það sem ég hef gaman af.“
Menning Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Arnar og Sara gáfu syninum nafn Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira