Freistar þess að finna lík í listaverk í Mexíkó Ólöf Skaftadóttir skrifar 26. október 2013 09:00 Snorri Ásmundsson auglýsti eftir líki í myndbandsverk í Fréttablaðinu fyrir nokkrum árum. Uppátækið olli miklu fjaðrafoki. MYND/SPESSI „Við Auður fengum boð um að koma á listahátíðina La Calaca Festival í ár,” segir listamaðurinn Snorri Ásmundsson, sem heldur til Mexíkó í næstu viku, ásamt Auði Ómarsdóttur, til að taka þátt í La Calaca hátíðinni sem haldin er í kringum Dag hinna dauðu, eða día de los muertos. „Þetta er þjóðhátíð Mexíkóa. Á þessum dögum koma vinir og fjölskyldur saman og biðja fyrir látnum vinum og fjölskyldumeðlimum,” útskýrir Snorri. Dauðinn er þeim Snorra og Auði hugleikið fyrirbæri. „Dauðinn er sannarlega tíður gestur í okkar lífi. En það sem við viljum skoða er ólík nálgun Íslendinga og Mexíkóa á dauðann. Við sem íslenskir listamenn höfum mikinn áhuga á að rannsaka þessar framandi hefðir,” segir Snorri. Verkið sem listamennirnir ætla að sýna á La Calaca ber heitið Dauðadansinn. „Verkið er dramatískur gjörningur þar sem við leitumst við að persónugera dauðann útfrá upplifun okkar á mexíkóskri nálgun á dauðanum,” segir Snorri. Listaverk verða sýnd samhliða gjörningnum. Fyrir nokkrum árum auglýsti Snorri eftir líki í myndbandsverk í Fréttablaðinu. „Það vakti strax upp deilur og óhreinar hugsanir hjá nokkrum prestum sem gagnrýndu verkið í fréttum RÚV. Þeir gerðu ráð fyrir að ég væri að fara að gera eitthvað ósiðlegt við líkamsleifarnar, en því var fjarri,” segir Snorri. „Ég hef ekki einu sinni hugmyndaflug í það. Ég ætlaði að vinna verkið í samráði við deyjandi manneskju og dokjúmentera samvinnuna og samtalið,” bætir hann við. Snorri freistar þess að finna líkamann í verkið í Mexíkó. Menning Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Arnar og Sara gáfu syninum nafn Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
„Við Auður fengum boð um að koma á listahátíðina La Calaca Festival í ár,” segir listamaðurinn Snorri Ásmundsson, sem heldur til Mexíkó í næstu viku, ásamt Auði Ómarsdóttur, til að taka þátt í La Calaca hátíðinni sem haldin er í kringum Dag hinna dauðu, eða día de los muertos. „Þetta er þjóðhátíð Mexíkóa. Á þessum dögum koma vinir og fjölskyldur saman og biðja fyrir látnum vinum og fjölskyldumeðlimum,” útskýrir Snorri. Dauðinn er þeim Snorra og Auði hugleikið fyrirbæri. „Dauðinn er sannarlega tíður gestur í okkar lífi. En það sem við viljum skoða er ólík nálgun Íslendinga og Mexíkóa á dauðann. Við sem íslenskir listamenn höfum mikinn áhuga á að rannsaka þessar framandi hefðir,” segir Snorri. Verkið sem listamennirnir ætla að sýna á La Calaca ber heitið Dauðadansinn. „Verkið er dramatískur gjörningur þar sem við leitumst við að persónugera dauðann útfrá upplifun okkar á mexíkóskri nálgun á dauðanum,” segir Snorri. Listaverk verða sýnd samhliða gjörningnum. Fyrir nokkrum árum auglýsti Snorri eftir líki í myndbandsverk í Fréttablaðinu. „Það vakti strax upp deilur og óhreinar hugsanir hjá nokkrum prestum sem gagnrýndu verkið í fréttum RÚV. Þeir gerðu ráð fyrir að ég væri að fara að gera eitthvað ósiðlegt við líkamsleifarnar, en því var fjarri,” segir Snorri. „Ég hef ekki einu sinni hugmyndaflug í það. Ég ætlaði að vinna verkið í samráði við deyjandi manneskju og dokjúmentera samvinnuna og samtalið,” bætir hann við. Snorri freistar þess að finna líkamann í verkið í Mexíkó.
Menning Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Arnar og Sara gáfu syninum nafn Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira