Le Monde prísar íslenskar söguhetjur 26. október 2013 08:00 Bergsveinn Birgisson Svar við bréfi Helgu. Íslenskir rithöfundar halda áfram að gera það gott í Frakklandi. Nú eru tuttugu þúsund eintök seld þarlendis af bók Bergsveins Birgissonar Svar við bréfi Helgu og bók Hallgríms Helgasonar Konan við 1000° hefur einnig hrifið Frakka. Stórblaðið Le Monde birti nýverið grein eftir Catherine Simon sem gerir báðar bækurnar að umtalsefni, auk einnar bókar frá Quebec. Söguhetjur allra bókanna eru vel við aldur og veltir greinarhöfundur því fyrir sér hvort kuldinn varðveiti söguhetjur svona vel og því komi aldraðar hetjur úr norðrinu. Simon er yfir sig hrifin af Bjarna, söguhetjunni í Svar við bréfi Helgu, segir að hann sé í senn feiminn og stórfenglegur og að hann verði að fá að eiga það, að þó hann hafi svarað of seint þá hafi hann samt svarað. Hún segir skáldskap Hallgríms sveiflast á milli pönks og ljóðrænu og kallar bókina „roman-fleuve“ eða skáldsögu-fljót. Einnig dáist hún að því að skáldin gætu verið börn söguhetjanna – sem kuldinn hefur varðveitt svo vel. Menning Mest lesið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Íslenskir rithöfundar halda áfram að gera það gott í Frakklandi. Nú eru tuttugu þúsund eintök seld þarlendis af bók Bergsveins Birgissonar Svar við bréfi Helgu og bók Hallgríms Helgasonar Konan við 1000° hefur einnig hrifið Frakka. Stórblaðið Le Monde birti nýverið grein eftir Catherine Simon sem gerir báðar bækurnar að umtalsefni, auk einnar bókar frá Quebec. Söguhetjur allra bókanna eru vel við aldur og veltir greinarhöfundur því fyrir sér hvort kuldinn varðveiti söguhetjur svona vel og því komi aldraðar hetjur úr norðrinu. Simon er yfir sig hrifin af Bjarna, söguhetjunni í Svar við bréfi Helgu, segir að hann sé í senn feiminn og stórfenglegur og að hann verði að fá að eiga það, að þó hann hafi svarað of seint þá hafi hann samt svarað. Hún segir skáldskap Hallgríms sveiflast á milli pönks og ljóðrænu og kallar bókina „roman-fleuve“ eða skáldsögu-fljót. Einnig dáist hún að því að skáldin gætu verið börn söguhetjanna – sem kuldinn hefur varðveitt svo vel.
Menning Mest lesið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira