Nína Dögg leikkona í mögnuðu verki Marín Manda skrifar 25. október 2013 16:00 Nína Dögg Filippusdóttir Nína Dögg Filippusdóttir leikur eina af dætrunum í verkinu Hús Bernhörðu Alba. „Ég leik næstyngstu systurina, Martirio sem er hálfgerð martröð. Þetta verk er bara svo magnað og fullt af sterkum og stórum tilfinningum og hver einasti karakter þarna er fullur af sorg, þrá og vilja,“ segir Nína Dögg Filippusdóttir leikkona, sem fer með eitt af hlutverkunum í Húsi Bernhörðu Alba. Verkið er eitt þekktasta verkið eftir Federico García Lorca og var frumsýnt í Gamla bíói síðastliðinn föstudag í leikstjórn Kristínar Jóhannesdóttur. Sagan fjallar um ekkjuna Bernhörðu Alba sem fyrirskipar að dætur hennar fimm verði lokaðar inni í átta ár ásamt þjónustustúlkum án samskipta við umheiminn til að syrgja fráfall föður þeirra. „Þetta fjallar um kúgun en hún Kristín er stórkostlegur listamaður og það er búið að vera algjört ævintýri og unun að vinna með henni. Hún er með svo sterka sýn og tekur inn fullt af baráttukonum úr samtímanum sem eru að berjast fyrir frelsi og jafnrétti sem innskot í sýninguna svo hún fer ansi djarfa leið.“ Fram undan hjá Nínu Dögg eru ýmis spennandi sjónvarps-og kvikmyndaverkefni en jafnframt mun hún leika í sýningu Borgarleikhússins Furðulegt háttalag hunds um nótt. Menning Mest lesið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Nígerskt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Nína Dögg Filippusdóttir leikur eina af dætrunum í verkinu Hús Bernhörðu Alba. „Ég leik næstyngstu systurina, Martirio sem er hálfgerð martröð. Þetta verk er bara svo magnað og fullt af sterkum og stórum tilfinningum og hver einasti karakter þarna er fullur af sorg, þrá og vilja,“ segir Nína Dögg Filippusdóttir leikkona, sem fer með eitt af hlutverkunum í Húsi Bernhörðu Alba. Verkið er eitt þekktasta verkið eftir Federico García Lorca og var frumsýnt í Gamla bíói síðastliðinn föstudag í leikstjórn Kristínar Jóhannesdóttur. Sagan fjallar um ekkjuna Bernhörðu Alba sem fyrirskipar að dætur hennar fimm verði lokaðar inni í átta ár ásamt þjónustustúlkum án samskipta við umheiminn til að syrgja fráfall föður þeirra. „Þetta fjallar um kúgun en hún Kristín er stórkostlegur listamaður og það er búið að vera algjört ævintýri og unun að vinna með henni. Hún er með svo sterka sýn og tekur inn fullt af baráttukonum úr samtímanum sem eru að berjast fyrir frelsi og jafnrétti sem innskot í sýninguna svo hún fer ansi djarfa leið.“ Fram undan hjá Nínu Dögg eru ýmis spennandi sjónvarps-og kvikmyndaverkefni en jafnframt mun hún leika í sýningu Borgarleikhússins Furðulegt háttalag hunds um nótt.
Menning Mest lesið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Nígerskt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira