Skrifuðu niður lítrafjöldann 23. október 2013 09:00 Björgvin Sigurðsson (til vinstri) og Snæbjörn Ragnarsson á tónleikaferðalaginu um Evrópu. „Þetta var geðveikt en svolítið strembið,“ segir Snæbjörn Ragnarsson, liðsmaður Skálmaldar. Þungarokkararnir eru nýkomnir heim af sex vikna tónleikaferðalagi um Evrópu með hljómsveitunum Finntroll og Tý. Þetta var stærsta tónleikaferð Skálmaldar til þessa. Eins og Fréttablaðið greindi frá tók hljómsveitin með sér pissuflöskur til að nota í rútunni á meðan á ferðalaginu stóð og komu þær að góðum notum. „Það var pissað í lifandi ósköp margar flöskur. Við tókum saman lítrafjöldann hjá hverjum og einum og skrifuðum á bloggsíðuna okkar,“ segir Snæbjörn og á þar við Skalmold.wordpress.com. Aðspurður segir hann skemmtilegast hafa verið að spila í Frakklandi og í Austur-Evrópu. „Það kom mér á óvart að bestu áhorfendurnir virtust vera í Frakklandi. Maður hefur þá tilfinningu fyrir Frökkum að þeir séu aðeins til baka og kannski góðir með sig en það var alls ekki þarna. Að spila í Rúmeníu var líka alveg sturlað. Maður finnur að maður er kominn aðeins frá vestrænu menningunni. Allt verður blóðheitara og menn sleppa sér frekar því það eru færri hljómsveitir sem leggja leið sína svona langt austur.“ Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
„Þetta var geðveikt en svolítið strembið,“ segir Snæbjörn Ragnarsson, liðsmaður Skálmaldar. Þungarokkararnir eru nýkomnir heim af sex vikna tónleikaferðalagi um Evrópu með hljómsveitunum Finntroll og Tý. Þetta var stærsta tónleikaferð Skálmaldar til þessa. Eins og Fréttablaðið greindi frá tók hljómsveitin með sér pissuflöskur til að nota í rútunni á meðan á ferðalaginu stóð og komu þær að góðum notum. „Það var pissað í lifandi ósköp margar flöskur. Við tókum saman lítrafjöldann hjá hverjum og einum og skrifuðum á bloggsíðuna okkar,“ segir Snæbjörn og á þar við Skalmold.wordpress.com. Aðspurður segir hann skemmtilegast hafa verið að spila í Frakklandi og í Austur-Evrópu. „Það kom mér á óvart að bestu áhorfendurnir virtust vera í Frakklandi. Maður hefur þá tilfinningu fyrir Frökkum að þeir séu aðeins til baka og kannski góðir með sig en það var alls ekki þarna. Að spila í Rúmeníu var líka alveg sturlað. Maður finnur að maður er kominn aðeins frá vestrænu menningunni. Allt verður blóðheitara og menn sleppa sér frekar því það eru færri hljómsveitir sem leggja leið sína svona langt austur.“
Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira