Engar ofurhetjur, bara fólk eins og þú og ég Friðrika Benónýsdóttir skrifar 23. október 2013 11:00 „Í þessari bók er ég að þróa sagnaheiminn betur og koma meira upp um það sem að baki liggur,“ segir Elí Freysson um nýjustu bók sína, Kallið. Mynd: Auðunn Níelsson Elí Freysson hefur vakið athygli fyrir bækur sínar sem fjalla um Þögla stríðið og nú er þriðja bókin í seríunni, Kallið, komin út. Elí er þó engan veginn búinn að afgreiða þann heim sem hann skapar í sögunum og er að ljúka við þá fimmtu. „Þessi heimur varð bara til í höfðinu á mér,“ segir Elí Freysson, sem á dögunum sendi frá sér þriðju bókina í bókaflokknum um Þögla stríðið, spurður hver sé fyrirmyndin að þeim heimi sem hann skapar í bókunum. „Ég vildi segja ákveðna sögu, með ákveðnum stíl og ákveðnum karakterum og þessi heimur varð til í kringum það,“ útskýrir Elí. Bókin heitir Kallið og þar er í forgrunni ný söguhetja, Katja að nafni. Fyrri bækurnar eru Meistari hinna blindu og Ógnarmáni, en Elí segir enga af sögupersónum þeirra bóka vera með í þeirri nýju. „Bækurnar eiga þennan heim sameiginlegan en ég skrifa þær með það í huga að nýir lesendur geti gengið að hverri bók fyrir sig vandræðalaust,“ segir Elí. „Í þessari bók er ég að þróa sagnaheiminn betur og koma meira upp um það sem að baki liggur.“ Hvers vegna heitir þetta Þögla stríðið? „Vegna þess að það er ekki raunverulegt stríð í gangi,“ segir Elí. „Það eru dulin öfl í skuggunum sem brugga sín launráð og svo fólk sem berst gegn þessum öflum. Áður höfðu þessar fylkingar átt í heljarinnar styrjöldum en nú eru rósturnar meira í laumi og þess vegna er þetta kallað Þögla stríðið. Ég held þó alltaf fókusnum á karakterunum og því sem þeir ganga í gegnum, heimurinn er meira bara svið fyrir það sem kemur fyrir þá.“ Elí segir persónur sínar vera venjulegt fólk eins og þig og mig, engar goðsagnahetjur. „Þær eru bara manneskjur sem glíma við alls konar erfiðleika eins og allir.“ Bækurnar eru, eins og ljóst ætti að vera að framansögðu, fantasíubókmenntir, hefur sú bókmenntagrein lengi verið í uppáhaldi hjá þér? „Já, ég hef lesið mikið af þeim. Ég hef ansi þröngan bókmenntasmekk og fantasíurnar eru það sem ég hef leitað mest í.“ Elí segist þó aldrei hafa lesið Game of Thrones, sem sumir halda að sé fyrirmynd hans, áhugi hans á fantasíum hafi hafist með lestri á Lord of the Rings, haldið áfram við að lesa alls kyns fantasíur eftir mismunandi höfunda og núorðið sé Brandon Sanderson í mestu uppáhaldi. Þótt Kallið sé nýkomin út er Elí þó kominn mun lengra með sögurnar úr Þögla stríðinu, er að klára fimmtu bókina og á von á að þær verði tíu til tólf þegar upp er staðið. „En ég er kominn með hugmynd að nýrri seríu sem ég mun taka til við þegar þessari er lokið. Ég er ekkert að fara að hætta að skrifa á næstunni.“ Game of Thrones Menning Mest lesið „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Lífið Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Gagnrýni Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið Ástfangin á ný Lífið Fleiri fréttir Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Elí Freysson hefur vakið athygli fyrir bækur sínar sem fjalla um Þögla stríðið og nú er þriðja bókin í seríunni, Kallið, komin út. Elí er þó engan veginn búinn að afgreiða þann heim sem hann skapar í sögunum og er að ljúka við þá fimmtu. „Þessi heimur varð bara til í höfðinu á mér,“ segir Elí Freysson, sem á dögunum sendi frá sér þriðju bókina í bókaflokknum um Þögla stríðið, spurður hver sé fyrirmyndin að þeim heimi sem hann skapar í bókunum. „Ég vildi segja ákveðna sögu, með ákveðnum stíl og ákveðnum karakterum og þessi heimur varð til í kringum það,“ útskýrir Elí. Bókin heitir Kallið og þar er í forgrunni ný söguhetja, Katja að nafni. Fyrri bækurnar eru Meistari hinna blindu og Ógnarmáni, en Elí segir enga af sögupersónum þeirra bóka vera með í þeirri nýju. „Bækurnar eiga þennan heim sameiginlegan en ég skrifa þær með það í huga að nýir lesendur geti gengið að hverri bók fyrir sig vandræðalaust,“ segir Elí. „Í þessari bók er ég að þróa sagnaheiminn betur og koma meira upp um það sem að baki liggur.“ Hvers vegna heitir þetta Þögla stríðið? „Vegna þess að það er ekki raunverulegt stríð í gangi,“ segir Elí. „Það eru dulin öfl í skuggunum sem brugga sín launráð og svo fólk sem berst gegn þessum öflum. Áður höfðu þessar fylkingar átt í heljarinnar styrjöldum en nú eru rósturnar meira í laumi og þess vegna er þetta kallað Þögla stríðið. Ég held þó alltaf fókusnum á karakterunum og því sem þeir ganga í gegnum, heimurinn er meira bara svið fyrir það sem kemur fyrir þá.“ Elí segir persónur sínar vera venjulegt fólk eins og þig og mig, engar goðsagnahetjur. „Þær eru bara manneskjur sem glíma við alls konar erfiðleika eins og allir.“ Bækurnar eru, eins og ljóst ætti að vera að framansögðu, fantasíubókmenntir, hefur sú bókmenntagrein lengi verið í uppáhaldi hjá þér? „Já, ég hef lesið mikið af þeim. Ég hef ansi þröngan bókmenntasmekk og fantasíurnar eru það sem ég hef leitað mest í.“ Elí segist þó aldrei hafa lesið Game of Thrones, sem sumir halda að sé fyrirmynd hans, áhugi hans á fantasíum hafi hafist með lestri á Lord of the Rings, haldið áfram við að lesa alls kyns fantasíur eftir mismunandi höfunda og núorðið sé Brandon Sanderson í mestu uppáhaldi. Þótt Kallið sé nýkomin út er Elí þó kominn mun lengra með sögurnar úr Þögla stríðinu, er að klára fimmtu bókina og á von á að þær verði tíu til tólf þegar upp er staðið. „En ég er kominn með hugmynd að nýrri seríu sem ég mun taka til við þegar þessari er lokið. Ég er ekkert að fara að hætta að skrifa á næstunni.“
Game of Thrones Menning Mest lesið „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Lífið Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Gagnrýni Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið Ástfangin á ný Lífið Fleiri fréttir Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira