Hryllingsmyndin Frost seld til 56 landa Freyr Bjarnason skrifar 22. október 2013 09:30 Hryllingsmyndin hefur verið seld til 56 landa. Mynd/bjarni gríms „Það er búið að selja myndina til 56 landa. Það er með því meira sem gerist með íslenskar bíómyndir,“ segir Ingvar Þórðarson, annar af framleiðendum Frosts. Hryllingsmyndin tók þátt í hinni árlegu hryllingsmyndahátíð Screamfest sem var haldin í Los Angeles en tókst ekki að hreppa sigurlaunin sem kallast Gyllta hauskúpan. „Ég var að koma þarna í annað sinn og það er mjög ánægjulegt að vera þarna. Þarna eru allir hryllingsmeistararnir í heiminum,“ segir Ingvar, sem ræddi við ýmsa aðila varðandi Frost. Hann er mjög ánægður með hversu mörg lönd hafa keypt sýningarréttinn á myndinni. „Sci-fi hryllingsmyndageirinn er mjög sérhæfður en hann er risastór. Það er líka alþjóðlegur áhugi fyrir íslenskum myndum varðandi sölu á þeim erlendis.“ Viðræður hafa verið uppi í eitt ár um bandaríska endurgerð á Frosti. Fari svo að ráðist verði í það verkefni er ætlunin að gera nokkrar myndir. „Það er hugmyndin og þeim líst vel á það þarna úti.“ Mest lesið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti Lífið Fleiri fréttir Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
„Það er búið að selja myndina til 56 landa. Það er með því meira sem gerist með íslenskar bíómyndir,“ segir Ingvar Þórðarson, annar af framleiðendum Frosts. Hryllingsmyndin tók þátt í hinni árlegu hryllingsmyndahátíð Screamfest sem var haldin í Los Angeles en tókst ekki að hreppa sigurlaunin sem kallast Gyllta hauskúpan. „Ég var að koma þarna í annað sinn og það er mjög ánægjulegt að vera þarna. Þarna eru allir hryllingsmeistararnir í heiminum,“ segir Ingvar, sem ræddi við ýmsa aðila varðandi Frost. Hann er mjög ánægður með hversu mörg lönd hafa keypt sýningarréttinn á myndinni. „Sci-fi hryllingsmyndageirinn er mjög sérhæfður en hann er risastór. Það er líka alþjóðlegur áhugi fyrir íslenskum myndum varðandi sölu á þeim erlendis.“ Viðræður hafa verið uppi í eitt ár um bandaríska endurgerð á Frosti. Fari svo að ráðist verði í það verkefni er ætlunin að gera nokkrar myndir. „Það er hugmyndin og þeim líst vel á það þarna úti.“
Mest lesið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti Lífið Fleiri fréttir Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira