Tekur aðeins upp á fullu tungli Freyr Bjarnason skrifar 18. október 2013 08:00 Steinunn Harðardóttir hefur stofnað útgáfufyrirtækið Eldflaug records. fréttablaðið/valli Steinunn Harðardóttir hefur stofnað útgáfufyrirtækið Eldflaug records. Það gefur einungis út tónlist til heiðurs geimferðum. „Mér finnst gaman að hafa aðrar áherslur en hjá stóru útgáfunum. Mér fyndist gaman ef fólk færi að búa til tónlist til að falla inn í þessa „kategoríu“ og það kæmi út fullt af geimtónlist á Íslandi,“ segir Steinunn, sem hvetur tónlistarfólk til að senda til sín geimtónlist. Hún er sjálf undir áhrifum frá Joe Meek sem gaf út geimtónlist á sjötta og sjöunda áratugnum. Fyrsta plata útgáfunnar nefnist Glamúr í geimnum og er sú fimmta frá hljómsveit Steinunnar, dj. flugvél og geimskip. Hún kemur út í tilefni af komu halastjörnunnar ISON. Myndband við titillag plötunnar er komið út. Það gerist í geimfari og var í tvo mánuði í framleiðslu. Sveitin dj. flugvél og geimskip tekur bara upp tónlist á fullu tungli og það tók því tvö ár að ljúka við plötuna. Útgáfutónleikar verða á laugardagskvöld klukkan 21 á Kexi hosteli, daginn eftir fullt tungl. Fyrst verður sýnd furðuleg kvikmynd og boðið upp á sykurull. Eftir það hitar Arnljótur Sigurðsson úr Ojba Rasta upp með óvenjulegri tónlist og að lokum spilar dj. flugvél og geimskip. Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Steinunn Harðardóttir hefur stofnað útgáfufyrirtækið Eldflaug records. Það gefur einungis út tónlist til heiðurs geimferðum. „Mér finnst gaman að hafa aðrar áherslur en hjá stóru útgáfunum. Mér fyndist gaman ef fólk færi að búa til tónlist til að falla inn í þessa „kategoríu“ og það kæmi út fullt af geimtónlist á Íslandi,“ segir Steinunn, sem hvetur tónlistarfólk til að senda til sín geimtónlist. Hún er sjálf undir áhrifum frá Joe Meek sem gaf út geimtónlist á sjötta og sjöunda áratugnum. Fyrsta plata útgáfunnar nefnist Glamúr í geimnum og er sú fimmta frá hljómsveit Steinunnar, dj. flugvél og geimskip. Hún kemur út í tilefni af komu halastjörnunnar ISON. Myndband við titillag plötunnar er komið út. Það gerist í geimfari og var í tvo mánuði í framleiðslu. Sveitin dj. flugvél og geimskip tekur bara upp tónlist á fullu tungli og það tók því tvö ár að ljúka við plötuna. Útgáfutónleikar verða á laugardagskvöld klukkan 21 á Kexi hosteli, daginn eftir fullt tungl. Fyrst verður sýnd furðuleg kvikmynd og boðið upp á sykurull. Eftir það hitar Arnljótur Sigurðsson úr Ojba Rasta upp með óvenjulegri tónlist og að lokum spilar dj. flugvél og geimskip.
Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira