Fleiri orð og meira majónes Freyr Bjarnason skrifar 18. október 2013 09:15 Hljómsveitin Ojba Rasta gefur út sína aðra plötu í dag. fréttablaðið/valli Önnur plata reggíhljómsveitarinnar Ojba Rasta, Friður, kemur út í dag. Hún fylgir eftir plötu sveitarinnar, Ojba Rasta, sem vakti mikla athygli í fyrra. Arnljótur Sigurðsson og Teitur Magnússon eru aðallagahöfundar þessarar níu manna sveitar. Arnljótur segir nýju plötuna öðruvísi en þá síðustu. „Hún er lengri, með fleiri lögum, fleiri orðum og meira majónesi,“ segir hann. „Núna er meira farið um víðan völl og platan er kannski beittari en sú síðasta.“ Spurður út í nafnið Friður segir Arnljótur alls konar frið vera að finna á plötunni. „Það er bæði friður í hjartanu og svo er verið að ræða um utanáliggjandi frið. Það má túlka þetta á ýmsa vegu. Það er líka merkilegt að enginn hafi gefið út plötu sem heitir Friður áður.“ Þrátt fyrir að stuttur tími sé liðinn frá því að Ojba Rasta kom út segir Arnljótur hljómsveitina ekkert afkastameiri en gengur og gerist. „Við erum búin að vera starfandi í um það bil þrjú ár og þetta eru orðin ein átján lög sem við höfum gefið út. Það er ekki mikið á þremur árum.“ Sveitin spilar næst á Airwaves-hátíðinni. Útgáfutónleikar verða haldnir í nóvember eftir að Friður kemur út á vínyl. Mest lesið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Lífið Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Lífið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Önnur plata reggíhljómsveitarinnar Ojba Rasta, Friður, kemur út í dag. Hún fylgir eftir plötu sveitarinnar, Ojba Rasta, sem vakti mikla athygli í fyrra. Arnljótur Sigurðsson og Teitur Magnússon eru aðallagahöfundar þessarar níu manna sveitar. Arnljótur segir nýju plötuna öðruvísi en þá síðustu. „Hún er lengri, með fleiri lögum, fleiri orðum og meira majónesi,“ segir hann. „Núna er meira farið um víðan völl og platan er kannski beittari en sú síðasta.“ Spurður út í nafnið Friður segir Arnljótur alls konar frið vera að finna á plötunni. „Það er bæði friður í hjartanu og svo er verið að ræða um utanáliggjandi frið. Það má túlka þetta á ýmsa vegu. Það er líka merkilegt að enginn hafi gefið út plötu sem heitir Friður áður.“ Þrátt fyrir að stuttur tími sé liðinn frá því að Ojba Rasta kom út segir Arnljótur hljómsveitina ekkert afkastameiri en gengur og gerist. „Við erum búin að vera starfandi í um það bil þrjú ár og þetta eru orðin ein átján lög sem við höfum gefið út. Það er ekki mikið á þremur árum.“ Sveitin spilar næst á Airwaves-hátíðinni. Útgáfutónleikar verða haldnir í nóvember eftir að Friður kemur út á vínyl.
Mest lesið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Lífið Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Lífið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira