Svar við eftirspurn eftir brassgrúppu sem spilar klassík Friðrika Benónýsdóttir skrifar 17. október 2013 13:00 Hljómsveitin er skipuð sex ungum tónlistarmönnum sem nýlega útskrifuðust úr námi á brasshljóðfæri. Ísafoldarbrass er ný íslensk brasshljómsveit sem kemur fram í fyrsta sinn í Háteigskirkju á föstudaginn. Meðlimir hennar eru nýútskrifaðir úr tónlistarnámi. „Ísafoldarbrass er svar við eftirspurn eftir virkri brassgrúppu á klassísku tónlistarsenunni,“ segir Ari Hróðmarsson básúnuleikari, sem er stjórnandi hljómsveitarinnar Ísafoldarbrass. „Við erum nokkrir strákar sem erum tiltölulega nýbúnir að ljúka námi á brasshljóðfæri sem langaði að spila saman og flytja brasstónlist sem er ekki mikið flutt á Íslandi.“ Meðlimir Ísafoldarbrass eru auk Ara trompetleikarinn Vilhjálmur Ingi Sigurðsson, Óðinn Melsteð á trompet, Guðmundur Andri Ólafsson á horn, Carlos Caro Aguilera á básúnu og Nimrod Ron á túbu. Á fyrstu tónleikum hljómsveitarinnar er litið til íslenskra tónverka fyrir brass eftir tónskáldin Pál Pampichler Pálsson, Úlfar Inga Haraldsson og Guðnýju Valborgu Guðmundsdóttur í bland við útsetningar Össurar Geirssonar á völdum íslenskum dægurlögum. Tónleikarnir eru eins og áður segir næstkomandi föstudag klukkan 12 í Háteigskirkju. Hljómsveitin hefur þegar bókað aðra tónleika í kirkjunni í nóvember og að sögn Ara er hér ekki um stundarfyrirbæri að ræða heldur hljómsveit sem er komin til að vera. Menning Mest lesið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Ísafoldarbrass er ný íslensk brasshljómsveit sem kemur fram í fyrsta sinn í Háteigskirkju á föstudaginn. Meðlimir hennar eru nýútskrifaðir úr tónlistarnámi. „Ísafoldarbrass er svar við eftirspurn eftir virkri brassgrúppu á klassísku tónlistarsenunni,“ segir Ari Hróðmarsson básúnuleikari, sem er stjórnandi hljómsveitarinnar Ísafoldarbrass. „Við erum nokkrir strákar sem erum tiltölulega nýbúnir að ljúka námi á brasshljóðfæri sem langaði að spila saman og flytja brasstónlist sem er ekki mikið flutt á Íslandi.“ Meðlimir Ísafoldarbrass eru auk Ara trompetleikarinn Vilhjálmur Ingi Sigurðsson, Óðinn Melsteð á trompet, Guðmundur Andri Ólafsson á horn, Carlos Caro Aguilera á básúnu og Nimrod Ron á túbu. Á fyrstu tónleikum hljómsveitarinnar er litið til íslenskra tónverka fyrir brass eftir tónskáldin Pál Pampichler Pálsson, Úlfar Inga Haraldsson og Guðnýju Valborgu Guðmundsdóttur í bland við útsetningar Össurar Geirssonar á völdum íslenskum dægurlögum. Tónleikarnir eru eins og áður segir næstkomandi föstudag klukkan 12 í Háteigskirkju. Hljómsveitin hefur þegar bókað aðra tónleika í kirkjunni í nóvember og að sögn Ara er hér ekki um stundarfyrirbæri að ræða heldur hljómsveit sem er komin til að vera.
Menning Mest lesið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira