Telur tilfinningar vanmetnar í sagnfræði Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 17. október 2013 12:00 "Ég segi stundum að mesta framför sögunnar sé sú að við höfum fengið aukinn rétt til að njóta ástar en minni rétt til að fá útrás fyrir reiði okkar,“ segir Gunnar.Fréttablaðið/GVA Fréttablaðið/GVA Ást Hjörleifs á Helgu Arnardóttur, systur Ingólfs landnámsmanns, varð til þess að þeir fóstbræður fóru frá Noregi í leit að nýjum tækifærum. Því má segja að Ísland hafi byggst af ást, ef frásögn Landnámabókar er trúað. Þetta bendir Gunnar Karlsson á í nýrri bók sinni Ástarsögu Íslendinga – að fornu – sem nýkomin er út á vegum Forlagsins. Þar fjallar hann um ástir Íslendinga á tímabilinu 870-1300. Hvað skyldi hafa komið honum til að einbeita huga sínum að því efni? „Það fór að renna upp fyrir mér þegar ég var við kennslu í Háskólanum að tilfinningar væru vanmetnar í sagnfræði yfirleitt. Að of lítið væri fjallað um gildi þess að njóta tilfinninga sinna í samanburði við það sem er skrifað um völd og auð,“ svarar hann og heldur áfram: „Smátt og smátt fór ég að lesa mig inn í fræði um eðli og sögu tilfinninga og hélt námskeið um það efni. Þar talaði ég um tilfinningarétt og var þar að reyna að búa til nýtt, fræðilegt hugtak. Eftir að ég hætti að kenna sneri ég mér svo að því að búa til bók um sögu ástarinnar á fyrsta skeiði Íslandssögunnar.“ Gunnar telur mikinn misbrest á því að fólk til forna hafi búið við tilfinningarétt, einkum rétt til að njóta ástar. Þar hafi kaþólska miðaldakirkjan, sem taldi kynlíf syndsamlegt, umfram það sem nauðsyn krefði til viðhalds stofninum, haft sín áhrif. Margt bendi til að ásatrúin hafi verið heldur frjálslegri hvað þetta varðar, þó hömlur hafi verið miklar. „Ég segi stundum að mesta framför sögunnar sé sú að við höfum fengið aukinn rétt til að njóta ástar en minni rétt til að fá útrás fyrir reiði okkar. Ef maður varð ósáttur við annan mann að fornu þá drap hann hann, en nú erum við langflest hætt því og langar ekki einu sinni til þess. Þannig hefur orðið til ástarréttur og hefndaróréttur.“ Um samkynhneigð kveðst Gunnar hafa grafið upp vísbendingar í sögunum og nefnir tvo karla. Annar þeirra er Guðmundur ríki á Möðruvöllum í Eyjafirði. „Guðmundur var giftur og eitt sinn var nefnt við konu hans í veislu að hann væri ekki alls kostar snjall, þar var átt við kynhneigð,“ segir Gunnar. „Þetta var afskaplega mikið áfall fyrir konuna. Hún varð bara veik og hvarf úr veislunni án þess að njóta veitinganna.“ En hvað með hjónaskilnaði? Þekktust þeir til forna? „Já. Þeir voru þó eitt af því sem kirkjan bannaði en sífelldar undanþágur voru veittar frá því banni. „Auðvitað voru skilnaðir mjög sjaldgæfir miðað við nútímann, en þeir eru líka sérkenni á okkar auðugu vestrænu samfélögum. Alveg fram á 20. öld voru þeir fátíðir alls staðar.“ Þótt hjón skildu sjaldan á fyrstu öldum byggðar segir Gunnar frillulíf hafa verið mikið. „Karlmenn gátu verið mjög taumlausir og leyfðu sér mikið en til kvenna voru gerðar mun strangari kröfur.“ Menning Mest lesið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Ást Hjörleifs á Helgu Arnardóttur, systur Ingólfs landnámsmanns, varð til þess að þeir fóstbræður fóru frá Noregi í leit að nýjum tækifærum. Því má segja að Ísland hafi byggst af ást, ef frásögn Landnámabókar er trúað. Þetta bendir Gunnar Karlsson á í nýrri bók sinni Ástarsögu Íslendinga – að fornu – sem nýkomin er út á vegum Forlagsins. Þar fjallar hann um ástir Íslendinga á tímabilinu 870-1300. Hvað skyldi hafa komið honum til að einbeita huga sínum að því efni? „Það fór að renna upp fyrir mér þegar ég var við kennslu í Háskólanum að tilfinningar væru vanmetnar í sagnfræði yfirleitt. Að of lítið væri fjallað um gildi þess að njóta tilfinninga sinna í samanburði við það sem er skrifað um völd og auð,“ svarar hann og heldur áfram: „Smátt og smátt fór ég að lesa mig inn í fræði um eðli og sögu tilfinninga og hélt námskeið um það efni. Þar talaði ég um tilfinningarétt og var þar að reyna að búa til nýtt, fræðilegt hugtak. Eftir að ég hætti að kenna sneri ég mér svo að því að búa til bók um sögu ástarinnar á fyrsta skeiði Íslandssögunnar.“ Gunnar telur mikinn misbrest á því að fólk til forna hafi búið við tilfinningarétt, einkum rétt til að njóta ástar. Þar hafi kaþólska miðaldakirkjan, sem taldi kynlíf syndsamlegt, umfram það sem nauðsyn krefði til viðhalds stofninum, haft sín áhrif. Margt bendi til að ásatrúin hafi verið heldur frjálslegri hvað þetta varðar, þó hömlur hafi verið miklar. „Ég segi stundum að mesta framför sögunnar sé sú að við höfum fengið aukinn rétt til að njóta ástar en minni rétt til að fá útrás fyrir reiði okkar. Ef maður varð ósáttur við annan mann að fornu þá drap hann hann, en nú erum við langflest hætt því og langar ekki einu sinni til þess. Þannig hefur orðið til ástarréttur og hefndaróréttur.“ Um samkynhneigð kveðst Gunnar hafa grafið upp vísbendingar í sögunum og nefnir tvo karla. Annar þeirra er Guðmundur ríki á Möðruvöllum í Eyjafirði. „Guðmundur var giftur og eitt sinn var nefnt við konu hans í veislu að hann væri ekki alls kostar snjall, þar var átt við kynhneigð,“ segir Gunnar. „Þetta var afskaplega mikið áfall fyrir konuna. Hún varð bara veik og hvarf úr veislunni án þess að njóta veitinganna.“ En hvað með hjónaskilnaði? Þekktust þeir til forna? „Já. Þeir voru þó eitt af því sem kirkjan bannaði en sífelldar undanþágur voru veittar frá því banni. „Auðvitað voru skilnaðir mjög sjaldgæfir miðað við nútímann, en þeir eru líka sérkenni á okkar auðugu vestrænu samfélögum. Alveg fram á 20. öld voru þeir fátíðir alls staðar.“ Þótt hjón skildu sjaldan á fyrstu öldum byggðar segir Gunnar frillulíf hafa verið mikið. „Karlmenn gátu verið mjög taumlausir og leyfðu sér mikið en til kvenna voru gerðar mun strangari kröfur.“
Menning Mest lesið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira