Maður gengur inn á lögreglustöð Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 16. október 2013 08:51 Hvað segirðu? Varstu rændur?! Hljóp burt með peningana? Hver? Stúlka? Tuttugu þúsund? Hvaða peningar voru þetta? Bíddu nú aðeins hægur, ég skal nóta þetta niður hjá mér, andaðu rólega og byrjaðu á byrjuninni. Viltu kaffi? Vatn? Te? Jæja þekktirðu þessa stúlku eitthvað? Ekki neitt? En þið höfðuð sem sagt mælt ykkur mót þarna segirðu? Gott og vel. Af hverju þarna? Til hvers? Bíddu aðeins svo ég nái að skrifa þetta allt saman niður, fáðu þér bara sopa af kaffinu á meðan… Allt í lagi, þú og þessi stúlka ætluðuð sem sagt að hafa mök þarna í bílnum? En þú réttir henni peninga út um bílgluggann? Af hverju? Hvað meinarðu með „umsamin upphæð“, til hvers voru þessir peningar? Nú, já. Ég skil. Þú ætlaðir að borga stúlkunni fyrir kynmökin! Augnablik, (leggur frá sér pennann og klórar sér í kollinum) það er eins og mig rámi í einhver lög – vændiskaup eitthvað…(fær sér snöggan sopa af kaffinu og tautar fyrir munni sér) vændiskaup, vændiskaup, æ, ég man þetta ekki í svipinn. Ég fletti þessu upp á eftir ef ég man. Ef mér finnst það skipta máli. Haltu áfram. Umsamin viðskipti ykkar stúlkunnar höfðu sem sagt ekki farið fram segirðu? En hún tekur peningana samt sem áður og hleypur! Ég á ekki eitt einasta orð! Þetta er náttúrulega ekki hægt! Ungdómurinn nú til dags. Hafðu engar áhyggjur vinur, við göngum í málið fyrir þig. Þessa stúlku verður að draga fyrir dóm! Ofanrituð skýrslutaka er uppspuni, hreinn uppspuni frá rótum. Tilbúningur og algjört bull. Vitleysa. Vitleysa sem gæti allt eins hafa verið tekin beint upp úr brandarabók: „Maður gengur inn á lögreglustöð…“ Þá bráðfyndnu brandarabók væri kannski að finna í hillu við hliðina á annarri brandarabók: „Kona gengur inn á lögreglustöð til að kæra…“ En sú bók ætti reyndar ekki heima innan um brandarabækur. Hún er ekkert fyndin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnheiður Tryggvadóttir Mest lesið Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun
Hvað segirðu? Varstu rændur?! Hljóp burt með peningana? Hver? Stúlka? Tuttugu þúsund? Hvaða peningar voru þetta? Bíddu nú aðeins hægur, ég skal nóta þetta niður hjá mér, andaðu rólega og byrjaðu á byrjuninni. Viltu kaffi? Vatn? Te? Jæja þekktirðu þessa stúlku eitthvað? Ekki neitt? En þið höfðuð sem sagt mælt ykkur mót þarna segirðu? Gott og vel. Af hverju þarna? Til hvers? Bíddu aðeins svo ég nái að skrifa þetta allt saman niður, fáðu þér bara sopa af kaffinu á meðan… Allt í lagi, þú og þessi stúlka ætluðuð sem sagt að hafa mök þarna í bílnum? En þú réttir henni peninga út um bílgluggann? Af hverju? Hvað meinarðu með „umsamin upphæð“, til hvers voru þessir peningar? Nú, já. Ég skil. Þú ætlaðir að borga stúlkunni fyrir kynmökin! Augnablik, (leggur frá sér pennann og klórar sér í kollinum) það er eins og mig rámi í einhver lög – vændiskaup eitthvað…(fær sér snöggan sopa af kaffinu og tautar fyrir munni sér) vændiskaup, vændiskaup, æ, ég man þetta ekki í svipinn. Ég fletti þessu upp á eftir ef ég man. Ef mér finnst það skipta máli. Haltu áfram. Umsamin viðskipti ykkar stúlkunnar höfðu sem sagt ekki farið fram segirðu? En hún tekur peningana samt sem áður og hleypur! Ég á ekki eitt einasta orð! Þetta er náttúrulega ekki hægt! Ungdómurinn nú til dags. Hafðu engar áhyggjur vinur, við göngum í málið fyrir þig. Þessa stúlku verður að draga fyrir dóm! Ofanrituð skýrslutaka er uppspuni, hreinn uppspuni frá rótum. Tilbúningur og algjört bull. Vitleysa. Vitleysa sem gæti allt eins hafa verið tekin beint upp úr brandarabók: „Maður gengur inn á lögreglustöð…“ Þá bráðfyndnu brandarabók væri kannski að finna í hillu við hliðina á annarri brandarabók: „Kona gengur inn á lögreglustöð til að kæra…“ En sú bók ætti reyndar ekki heima innan um brandarabækur. Hún er ekkert fyndin.
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun