Íslenskt fóstur á svið í Finnlandi Friðrika Benónýsdóttir skrifar 16. október 2013 11:00 Bergþóra Snæbjörnsdóttir skáld og Rakel McMahon myndlistarkona áttu sér þann draum að skapa eitthvað saman og útkoman varð Betus the Fetus. Fréttablaðið/GVA Verkið The Days of the Child Prodigy Are Over eftir Bergþóru Snæbjörnsdóttur og Rakel McMahon verður sýnt á föstudaginn í Pluckhouse í Helsinki, einu þekktasta tilraunaleikhúsi Finna. Þetta er í raun og veru gjörningaröð sem við höfum verið að vinna í síðan 2011, með öðru,“ segir Bergþóra Snæbjörnsdóttir, skáld og annar höfunda gjörningaverksins The Days of the Child Prodigy Are Over. Hinn höfundurinn er Rakel McMahon myndlistarkona. „Okkur langaði að skapa eitthvað saman og fórum að spinna sögu. Ég samdi texta og Rakel teiknaði myndir og svo hentum við hugmyndunum á milli okkar. Þegar verkið fór að taka á sig mynd langaði okkur að setja það upp í þrívídd þannig að áhorfendur gætu gengið inn í þennan heim sem við vorum búnar að skapa,“ segir Bergþóra.Bergþóra í hlutverki móður hins ófædda barns sem er aðal-persónan í verkinu.The Days of the Child Prodigy Are Over er röð gjörninga á jaðri tilraunaleikhúss þar sem fléttað er saman ljóðlist og myndlist í brotakenndri frásögn af undrabarninu Betus og baráttu hans við að að finna tilgang í veröld sem hann er ekki enn fæddur í. „Raunveruleikinn hefur aðeins verið uppfærður í þessum heimi,“ útskýrir Bergþóra. Betus hefur áður verið sýnt í Nýlistasafninu í Reykjavík, á Art in Translation í Norræna húsinu og Gruentaler9 í Berlín. Aðrir listamenn sem hafa komið að vinnslu verksins eru Saga Sigurðardóttir, dansari og danshöfundur, Eva Berger, búninga-og leikmyndahönnuður, Einar Tönsberg tónlistarmaður, Yair Vardi gjörningalistamaður og Anat Eisenberg, leikstjóri og danshöfundur. Sýningin í Helsinki er hluti af Dimanche Rouge, alþjóðlegri gjörningahátíð sem fer fram í þremur löndum, Finnlandi, Frakklandi og Eistlandi, frá 17. til 20. október. Menning Mest lesið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Verkið The Days of the Child Prodigy Are Over eftir Bergþóru Snæbjörnsdóttur og Rakel McMahon verður sýnt á föstudaginn í Pluckhouse í Helsinki, einu þekktasta tilraunaleikhúsi Finna. Þetta er í raun og veru gjörningaröð sem við höfum verið að vinna í síðan 2011, með öðru,“ segir Bergþóra Snæbjörnsdóttir, skáld og annar höfunda gjörningaverksins The Days of the Child Prodigy Are Over. Hinn höfundurinn er Rakel McMahon myndlistarkona. „Okkur langaði að skapa eitthvað saman og fórum að spinna sögu. Ég samdi texta og Rakel teiknaði myndir og svo hentum við hugmyndunum á milli okkar. Þegar verkið fór að taka á sig mynd langaði okkur að setja það upp í þrívídd þannig að áhorfendur gætu gengið inn í þennan heim sem við vorum búnar að skapa,“ segir Bergþóra.Bergþóra í hlutverki móður hins ófædda barns sem er aðal-persónan í verkinu.The Days of the Child Prodigy Are Over er röð gjörninga á jaðri tilraunaleikhúss þar sem fléttað er saman ljóðlist og myndlist í brotakenndri frásögn af undrabarninu Betus og baráttu hans við að að finna tilgang í veröld sem hann er ekki enn fæddur í. „Raunveruleikinn hefur aðeins verið uppfærður í þessum heimi,“ útskýrir Bergþóra. Betus hefur áður verið sýnt í Nýlistasafninu í Reykjavík, á Art in Translation í Norræna húsinu og Gruentaler9 í Berlín. Aðrir listamenn sem hafa komið að vinnslu verksins eru Saga Sigurðardóttir, dansari og danshöfundur, Eva Berger, búninga-og leikmyndahönnuður, Einar Tönsberg tónlistarmaður, Yair Vardi gjörningalistamaður og Anat Eisenberg, leikstjóri og danshöfundur. Sýningin í Helsinki er hluti af Dimanche Rouge, alþjóðlegri gjörningahátíð sem fer fram í þremur löndum, Finnlandi, Frakklandi og Eistlandi, frá 17. til 20. október.
Menning Mest lesið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira