Enn í okkar höndum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. október 2013 07:00 Gylfi Þór Sigurðsson fagnar hér seinna marki Íslands í sigrinum á Kýpur í gær. Mynd/Vilhelm Karlalandslið Íslands hefur örlög sín í eigin höndum eftir frammistöðu gegn Kýpverjum sem full ástæða er til að kenna við fagmennsku. Þjálfararnir, Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson, höfðu predikað að menn mættu ekki fara á taugum. Viðbúið væri að okkar menn myndu hafa yfirburði, sækja linnulítið en það væri ekki ávísun á mark. Þeir félagar mega vel kenna sig við Nostradamus enda spilaðist leikurinn í gær nákvæmlega á þann hátt. Íslensku strákarnir sköpuðu sér fín skotfæri en tókst aldrei að toga almennilega í gikkinn. Fyrir vikið gátu leikmenn Kýpur andað léttar þegar gengið var til búningsherbergja. Einn þeirra virtist meira upptekinn af því að biðja Eið Smára Guðjohnsen um að skipta við sig um treyju á hlaupabrautinni. Eflaust greip um sig einhver örvænting hjá stuðningsmönnum Íslands framan af síðari hálfleik. Takturinn úr fyrri hálfleik virtist týndur en hann fannst fljótlega og í kjölfarið kom markið. Það var við hæfi að Kolbeinn Sigþórsson batt enda á markaleysið. Framherjinn hafði skoraði lykilmark í þremur síðustu leikjum og enn gerði hann gæfumuninn. Tólf mörk í átján landsleikjum er markahlutfall sem enginn af stærstu framherjum álfunnar getur státað af. Aldrei kom til þess að áhorfendur tækju andköf í Laugardalnum af ótta við jöfnunarmark. Stundarfjórðungi síðar skoraði Gylfi Þór Sigurðsson eftir stórsókn og sigurinn var í höfn. Strákarnir okkar hafa spilað betur en í gærkvöldi en sjaldan verið jafnþéttir. Leiknir Kýpverjar sköpuðu sér ekki færi í níutíu mínútur og hefur bleik markmannstreyja Hannesar Þórs Halldórssonar líklega verið óvenjuhrein í leikslok. Með sigrinum eru okkar menn í bílstjórasætinu um annað sæti riðilsins. Sigur í Noregi á þriðjudag tryggir umspilsleiki í nóvember og það gæti jafntefli og jafnvel tap gert líka. Okkar strákar munu þó vafalítið spila til sigurs í Ósló enda með miklu betra lið en Norðmenn sem munu þó vafalítið selja sig dýrt gegn litla frænda. Fótbolti Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Fleiri fréttir Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Sjá meira
Karlalandslið Íslands hefur örlög sín í eigin höndum eftir frammistöðu gegn Kýpverjum sem full ástæða er til að kenna við fagmennsku. Þjálfararnir, Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson, höfðu predikað að menn mættu ekki fara á taugum. Viðbúið væri að okkar menn myndu hafa yfirburði, sækja linnulítið en það væri ekki ávísun á mark. Þeir félagar mega vel kenna sig við Nostradamus enda spilaðist leikurinn í gær nákvæmlega á þann hátt. Íslensku strákarnir sköpuðu sér fín skotfæri en tókst aldrei að toga almennilega í gikkinn. Fyrir vikið gátu leikmenn Kýpur andað léttar þegar gengið var til búningsherbergja. Einn þeirra virtist meira upptekinn af því að biðja Eið Smára Guðjohnsen um að skipta við sig um treyju á hlaupabrautinni. Eflaust greip um sig einhver örvænting hjá stuðningsmönnum Íslands framan af síðari hálfleik. Takturinn úr fyrri hálfleik virtist týndur en hann fannst fljótlega og í kjölfarið kom markið. Það var við hæfi að Kolbeinn Sigþórsson batt enda á markaleysið. Framherjinn hafði skoraði lykilmark í þremur síðustu leikjum og enn gerði hann gæfumuninn. Tólf mörk í átján landsleikjum er markahlutfall sem enginn af stærstu framherjum álfunnar getur státað af. Aldrei kom til þess að áhorfendur tækju andköf í Laugardalnum af ótta við jöfnunarmark. Stundarfjórðungi síðar skoraði Gylfi Þór Sigurðsson eftir stórsókn og sigurinn var í höfn. Strákarnir okkar hafa spilað betur en í gærkvöldi en sjaldan verið jafnþéttir. Leiknir Kýpverjar sköpuðu sér ekki færi í níutíu mínútur og hefur bleik markmannstreyja Hannesar Þórs Halldórssonar líklega verið óvenjuhrein í leikslok. Með sigrinum eru okkar menn í bílstjórasætinu um annað sæti riðilsins. Sigur í Noregi á þriðjudag tryggir umspilsleiki í nóvember og það gæti jafntefli og jafnvel tap gert líka. Okkar strákar munu þó vafalítið spila til sigurs í Ósló enda með miklu betra lið en Norðmenn sem munu þó vafalítið selja sig dýrt gegn litla frænda.
Fótbolti Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Fleiri fréttir Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Sjá meira