Kom lítið á óvart að fáir hefðu trú á okkur Stefán Árni Pálsson skrifar 11. október 2013 06:30 Framarar hafa spilað frábærlega í Olís-deildinni en liðið hefur unnið þrjá leiki í röð eftir tap í fyrstu umferð. Guðlaugur Arnarsson hefur mikla trú á ungum og efnilegum Safamýrapiltum. Fréttablaðið/daníel Framarar hafa farið vel af stað í Olís-deild karla í handknattleik en liðið hefur nú unnið þrjá leiki í röð eftir tap í fyrstu umferð gegn Akureyri. Íslandsmeistararnir misstu gríðarlega stóran hluta liðsins fyrir tímabilið og er liðið mikið til byggt upp af ungum og efnilegum heimastrákum. „Þessi árangur kemur mér í raun ekki mikið á óvart, við höfum mikla trú á því sem við erum að gera,“ segir Guðlaugur Arnarsson, þjálfari Fram. Guðlaugur tók við liðinu fyrir tímabilið af Einari Jónssyni. Hann var með kvennalið KA/Þórs í N1-deild á síðustu leiktíð. Fyrir mótið var Fram spáð næstneðsta sæti deildarinnar af fyrirliðum, þjálfurum og forráðamönnum félaganna.Enginn hafði trú á okkur „Það kom manni lítið á óvart að fáir hefðu trú á þessu liði. Við misstum átta leikmenn fyrir þetta tímabil,“ segir Guðlaugur, en Fram varð Íslandsmeistari á síðasta tímabili eftir einvígi gegn Haukum. Liðin mættust á ný á miðvikudagskvöldið og þá hafði Fram betur, 18-17, í óvæntum heimasigri. „Það er mikil uppbygging í gangi í Safamýri sem er að byrja alveg frá grunni. Eftir að hafa kynnst strákunum undanfarna mánuði þá veit ég hvað í þeim býr og get alveg farið óhræddur inn í hvern einasta leik til þess að vinna.“ Fyrir tímabilið kom Sveinn Þorgeirsson til Framara frá Haukum og auk hans komu tveir markverðir. Daninn Stephen Nielsen kom til liðsins en hann hefur farið á kostum milli stanganna. Nielsen hefur meðal annars leikið fyrir Drott Halmstad, FCK og Flensburg og er því mikill fengur fyrir þá bláklæddu. „Við spiluðum saman hjá FCK og þá var hann þriðji markmaður liðsins,“ sagði Guðlaugur um Nielsen, en þjálfarinn lék með danska liðinu tímabilið 2008-09.Elti íslenska kærustu „Hann fór ungur út á sínum tíma til Flensburg sem efnilegur markmaður og fékk aldrei tækifæri með aðalliðinu. Hann hefur síðan verið að spila virkilega vel í Svíþjóð og því mikill fengur fyrir okkur. Ástæðan fyrir því að hann er kominn til okkar er sú að hann á íslenska kærustu. Hún er að klára sitt nám hér á landi og þau ákváðu að flytja til landsins.“ Framarar hafa litið vel út á tímabilinu en liðið er nokkuð vel skipað þar sem ungir og graðir leikmenn fá að njóta sín. Olís-deild karla Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Draumabyrjun hjá Carrick Enski boltinn EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Handbolti „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Fótbolti Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Handbolti Fleiri fréttir Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Sjá meira
Framarar hafa farið vel af stað í Olís-deild karla í handknattleik en liðið hefur nú unnið þrjá leiki í röð eftir tap í fyrstu umferð gegn Akureyri. Íslandsmeistararnir misstu gríðarlega stóran hluta liðsins fyrir tímabilið og er liðið mikið til byggt upp af ungum og efnilegum heimastrákum. „Þessi árangur kemur mér í raun ekki mikið á óvart, við höfum mikla trú á því sem við erum að gera,“ segir Guðlaugur Arnarsson, þjálfari Fram. Guðlaugur tók við liðinu fyrir tímabilið af Einari Jónssyni. Hann var með kvennalið KA/Þórs í N1-deild á síðustu leiktíð. Fyrir mótið var Fram spáð næstneðsta sæti deildarinnar af fyrirliðum, þjálfurum og forráðamönnum félaganna.Enginn hafði trú á okkur „Það kom manni lítið á óvart að fáir hefðu trú á þessu liði. Við misstum átta leikmenn fyrir þetta tímabil,“ segir Guðlaugur, en Fram varð Íslandsmeistari á síðasta tímabili eftir einvígi gegn Haukum. Liðin mættust á ný á miðvikudagskvöldið og þá hafði Fram betur, 18-17, í óvæntum heimasigri. „Það er mikil uppbygging í gangi í Safamýri sem er að byrja alveg frá grunni. Eftir að hafa kynnst strákunum undanfarna mánuði þá veit ég hvað í þeim býr og get alveg farið óhræddur inn í hvern einasta leik til þess að vinna.“ Fyrir tímabilið kom Sveinn Þorgeirsson til Framara frá Haukum og auk hans komu tveir markverðir. Daninn Stephen Nielsen kom til liðsins en hann hefur farið á kostum milli stanganna. Nielsen hefur meðal annars leikið fyrir Drott Halmstad, FCK og Flensburg og er því mikill fengur fyrir þá bláklæddu. „Við spiluðum saman hjá FCK og þá var hann þriðji markmaður liðsins,“ sagði Guðlaugur um Nielsen, en þjálfarinn lék með danska liðinu tímabilið 2008-09.Elti íslenska kærustu „Hann fór ungur út á sínum tíma til Flensburg sem efnilegur markmaður og fékk aldrei tækifæri með aðalliðinu. Hann hefur síðan verið að spila virkilega vel í Svíþjóð og því mikill fengur fyrir okkur. Ástæðan fyrir því að hann er kominn til okkar er sú að hann á íslenska kærustu. Hún er að klára sitt nám hér á landi og þau ákváðu að flytja til landsins.“ Framarar hafa litið vel út á tímabilinu en liðið er nokkuð vel skipað þar sem ungir og graðir leikmenn fá að njóta sín.
Olís-deild karla Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Draumabyrjun hjá Carrick Enski boltinn EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Handbolti „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Fótbolti Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Handbolti Fleiri fréttir Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Sjá meira