Lauk tveggja ára herskyldu Ólöf Skaftadóttir skrifar 10. október 2013 11:00 Shani Boianjiu skrifaði bókina Fólkið frá Öndverðu óttast ekki. AFP/NordicPhotos AFP/NordicPhotos Shani Boianjiu er fædd árið 1987 í smábæ í Galíleu. Hún var leiðbeinandi í vopnaburði bardagahermanna á meðan hún gegndi herþjónustu í Ísrael. Hún gaf út sína fyrstu skáldsögu nýlega, Fólkið frá Öndverðu óttast ekki, sem hefur vakið heimsathygli. Bókin fjallar um þrjár vinkonur, Avishag, Leu og Yael, sem alast upp í smábæ í Ísrael. Hugðarefni þeirra eru ekki frábrugðin annarra ungmenna frá öðrum heimshlutum en hættan er aldrei langt undan. Aðspurð segir Shani bókina ekki byggða á eigin lífi. Það er samt ekki hjá því komist að velta fyrir sér líkindum söguhetjunnar og höfundar. „Sumt fólk í Ísrael býr við stöðuga ógn, aðrir ekki. Það fer eftir því hvar í Ísrael þú býrð, af hvaða stétt þú ert, kynþætti og þar fram eftir götunum,“ segir Shani. „Ég var ekki ánægð með að vera kvödd í herinn en það hefði ekki verið í lagi siðferðislega að fara ekki en horfa á eftir öðrum fara,“ útskýrir Shani. Hún segir gríðarlegan mun á því hvernig komið er fram við konur og karla í hernum. „En það er komið fram við karla og konur á ólíkan hátt alls staðar í heiminum – hvar og hvenær sem er. Alltaf,“ bætir Shani við. Bók Shani hefur verið þýdd á fjölda tungumála. „Ég hef ekki kynnst neinum út á velgengnina. Enginn höfundur eða listamaður hefur reynt að nálgast mig vegna bókarinnar. Ég bý í sama þorpi og ég ólst upp í. Ekkert í mínu lífi hefur breyst og skrifin ekki heldur,“ segir Shani. Hún bætir við að hún sé að vinna að nýrri bók en vill lítið gefa upp um innihaldið. Shani segist ekki upplifa pressu sem höfundur um að skrifa um ástandið í Ísrael. „Ég vel ekki um hvað ég skrifa, það bara kemur til mín. Höfuðmarkmið mitt með skrifunum er að hjálpa mannfólkinu að verða aðeins minna sorglegt. Ég hef ekki enn þá gert upp við mig hvort það sé hreinlega hægt,“ segir Shani að lokum. Menning Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Arnar og Sara gáfu syninum nafn Lífið Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Shani Boianjiu er fædd árið 1987 í smábæ í Galíleu. Hún var leiðbeinandi í vopnaburði bardagahermanna á meðan hún gegndi herþjónustu í Ísrael. Hún gaf út sína fyrstu skáldsögu nýlega, Fólkið frá Öndverðu óttast ekki, sem hefur vakið heimsathygli. Bókin fjallar um þrjár vinkonur, Avishag, Leu og Yael, sem alast upp í smábæ í Ísrael. Hugðarefni þeirra eru ekki frábrugðin annarra ungmenna frá öðrum heimshlutum en hættan er aldrei langt undan. Aðspurð segir Shani bókina ekki byggða á eigin lífi. Það er samt ekki hjá því komist að velta fyrir sér líkindum söguhetjunnar og höfundar. „Sumt fólk í Ísrael býr við stöðuga ógn, aðrir ekki. Það fer eftir því hvar í Ísrael þú býrð, af hvaða stétt þú ert, kynþætti og þar fram eftir götunum,“ segir Shani. „Ég var ekki ánægð með að vera kvödd í herinn en það hefði ekki verið í lagi siðferðislega að fara ekki en horfa á eftir öðrum fara,“ útskýrir Shani. Hún segir gríðarlegan mun á því hvernig komið er fram við konur og karla í hernum. „En það er komið fram við karla og konur á ólíkan hátt alls staðar í heiminum – hvar og hvenær sem er. Alltaf,“ bætir Shani við. Bók Shani hefur verið þýdd á fjölda tungumála. „Ég hef ekki kynnst neinum út á velgengnina. Enginn höfundur eða listamaður hefur reynt að nálgast mig vegna bókarinnar. Ég bý í sama þorpi og ég ólst upp í. Ekkert í mínu lífi hefur breyst og skrifin ekki heldur,“ segir Shani. Hún bætir við að hún sé að vinna að nýrri bók en vill lítið gefa upp um innihaldið. Shani segist ekki upplifa pressu sem höfundur um að skrifa um ástandið í Ísrael. „Ég vel ekki um hvað ég skrifa, það bara kemur til mín. Höfuðmarkmið mitt með skrifunum er að hjálpa mannfólkinu að verða aðeins minna sorglegt. Ég hef ekki enn þá gert upp við mig hvort það sé hreinlega hægt,“ segir Shani að lokum.
Menning Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Arnar og Sara gáfu syninum nafn Lífið Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira