Hvað vill nýi sjávarútvegurinn? Ólafur Þ. Stephensen skrifar 10. október 2013 09:30 Íslenzkur sjávarútvegur mun að líkindum taka miklum breytingum á næstu árum. Í viðtali í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti, í gær lýsti Þór Sigfússon, framkvæmdastjóri Sjávarklasans, því hvernig sjávarútvegurinn væri að breytast úr frumframleiðslugrein í þekkingargrein. Þór bendir á að vöxtur í fullvinnslu aukaafurða, líftækni og tæknifyrirtækjum sem framleiða tækni- eða hugbúnað fyrir sjávarútveg hafi verið á bilinu 13 til 17 prósent undanfarin tvö ár. Það geti þýtt að „innan fimmtán ára verði útflutningsverðmæti þekkingar frá þessum fyrirtækjum orðið svipað og útflutningsverðmæti hefðbundinna sjávarafurða“. Framkvæmdastjóri Sjávarklasans spáir því að innan áratugar verði stóru útgerðarfyrirtækin orðin öflugir aðilar á heilsu- og lyfjamarkaði. „Stjórnendur íslenskra útgerðarfyrirtækja geta orðið forystumenn í nýjum sjávarútvegi þar sem aukaafurðir verða að heilsubótarefnum eða lyfjum. Ég er sannfærður um að nýi sjávarútvegurinn sé að ná fótfestu og það sést í öllum tölum.“ Þetta er spennandi framtíðarsýn og alls ekki ólíkleg. Vaxtarmöguleikar sjávarútvegsins liggja ekki í því að veiða meira – þar erum við að öllum líkindum komin að endamörkum – heldur að nýta auðlindina betur með rannsóknum og vöruþróun. Til þess að það gangi eftir munu sjávarútvegsfyrirtækin ekki gera eingöngu út á sjávarauðlindina, heldur í hraðvaxandi mæli á mannauðinn, sem verður forsenda árangurs í þessari nýju verðmætasköpun. Nýi sjávarútvegurinn á í rauninni óendanlega vaxtarmöguleika. Það er áhugavert að velta fyrir sér hvaða kröfur slík atvinnugrein mun gera til rekstrarumhverfis síns. Hún mun til dæmis gera allt aðrar kröfur um menntun og þjálfun en sjávarútvegurinn gerir í dag. Nýi sjávarútvegurinn mun þurfa á að halda háskólamenntuðum raunvísindamönnum og markaðs- og sölufólki af annarri sort en sjávarútveginn hefur hingað til vantað. Hann mun líka gera kröfu til umhverfis sem styður við vísindarannsóknir og þróunarstarf. Greinin mun vissulega áfram leggja áherzlu á skilvirka og hagkvæma auðlindastjórnun, en hún mun líka gera aðrar kröfur til hagstjórnarinnar. Það er til dæmis líklegt að lyfja- og heilsubransinn sem sprettur innan sjávarútvegsins hafi meiri þörf bæði fyrir áhættufé og þekkingu og þar af leiðandi miklu meiri áhuga á erlendri fjárfestingu en greinin eins og hún er í dag. Þar af leiðandi mun hún líka sækjast eftir stöðugra fjárfestingarumhverfi og traustum gjaldmiðli sem þarf ekki höft til að haldast á floti. Nýi sjávarútvegurinn er líklegur til að haga sér frekar eins og hátækni- og sprotaiðnaðurinn gerir í dag. Honum mun þykja það slæm hugmynd að sjávarútvegurinn hafi verið skilinn aftur frá iðnaðinum í skipulagi stjórnarráðsins. Og hann mun leggja minni áherzlu á að sjávarútvegurinn fái sérmeðhöndlun; hann mun leggja mest upp úr því að íslenzkt atvinnulíf á heildina litið búi við samkeppnishæfar aðstæður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Það sem Njáll sagði ykkur ekki Inga Lind Karlsdóttir Skoðun
Íslenzkur sjávarútvegur mun að líkindum taka miklum breytingum á næstu árum. Í viðtali í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti, í gær lýsti Þór Sigfússon, framkvæmdastjóri Sjávarklasans, því hvernig sjávarútvegurinn væri að breytast úr frumframleiðslugrein í þekkingargrein. Þór bendir á að vöxtur í fullvinnslu aukaafurða, líftækni og tæknifyrirtækjum sem framleiða tækni- eða hugbúnað fyrir sjávarútveg hafi verið á bilinu 13 til 17 prósent undanfarin tvö ár. Það geti þýtt að „innan fimmtán ára verði útflutningsverðmæti þekkingar frá þessum fyrirtækjum orðið svipað og útflutningsverðmæti hefðbundinna sjávarafurða“. Framkvæmdastjóri Sjávarklasans spáir því að innan áratugar verði stóru útgerðarfyrirtækin orðin öflugir aðilar á heilsu- og lyfjamarkaði. „Stjórnendur íslenskra útgerðarfyrirtækja geta orðið forystumenn í nýjum sjávarútvegi þar sem aukaafurðir verða að heilsubótarefnum eða lyfjum. Ég er sannfærður um að nýi sjávarútvegurinn sé að ná fótfestu og það sést í öllum tölum.“ Þetta er spennandi framtíðarsýn og alls ekki ólíkleg. Vaxtarmöguleikar sjávarútvegsins liggja ekki í því að veiða meira – þar erum við að öllum líkindum komin að endamörkum – heldur að nýta auðlindina betur með rannsóknum og vöruþróun. Til þess að það gangi eftir munu sjávarútvegsfyrirtækin ekki gera eingöngu út á sjávarauðlindina, heldur í hraðvaxandi mæli á mannauðinn, sem verður forsenda árangurs í þessari nýju verðmætasköpun. Nýi sjávarútvegurinn á í rauninni óendanlega vaxtarmöguleika. Það er áhugavert að velta fyrir sér hvaða kröfur slík atvinnugrein mun gera til rekstrarumhverfis síns. Hún mun til dæmis gera allt aðrar kröfur um menntun og þjálfun en sjávarútvegurinn gerir í dag. Nýi sjávarútvegurinn mun þurfa á að halda háskólamenntuðum raunvísindamönnum og markaðs- og sölufólki af annarri sort en sjávarútveginn hefur hingað til vantað. Hann mun líka gera kröfu til umhverfis sem styður við vísindarannsóknir og þróunarstarf. Greinin mun vissulega áfram leggja áherzlu á skilvirka og hagkvæma auðlindastjórnun, en hún mun líka gera aðrar kröfur til hagstjórnarinnar. Það er til dæmis líklegt að lyfja- og heilsubransinn sem sprettur innan sjávarútvegsins hafi meiri þörf bæði fyrir áhættufé og þekkingu og þar af leiðandi miklu meiri áhuga á erlendri fjárfestingu en greinin eins og hún er í dag. Þar af leiðandi mun hún líka sækjast eftir stöðugra fjárfestingarumhverfi og traustum gjaldmiðli sem þarf ekki höft til að haldast á floti. Nýi sjávarútvegurinn er líklegur til að haga sér frekar eins og hátækni- og sprotaiðnaðurinn gerir í dag. Honum mun þykja það slæm hugmynd að sjávarútvegurinn hafi verið skilinn aftur frá iðnaðinum í skipulagi stjórnarráðsins. Og hann mun leggja minni áherzlu á að sjávarútvegurinn fái sérmeðhöndlun; hann mun leggja mest upp úr því að íslenzkt atvinnulíf á heildina litið búi við samkeppnishæfar aðstæður.
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun