Harmsaga í Kennedy Center í Washington Friðrika Benónýsdóttir skrifar 8. október 2013 08:00 Leikarar í Harmsögu eru Snorri Engilbertsson og Elma Stefanía Ágústsdóttir. Sýningu Þjóðleikhússins, Harmsögu eftir Mikael Torfason, hefur verið boðið á alþjóðlegu leiklistarhátíðina World Stages í Washington í mars. „Þetta er aðallega stórkostlegur heiður fyrir sýninguna og Þjóðleikhúsið,“ segir Una Þorleifsdóttir, leikstjóri Harmsögu. „Útsendarar Kennedy Center voru staddir hérlendis í öðrum erindagjörðum en var boðið á frumsýninguna og heilluðust svona gjörsamlega.“ Hátíðin sem um ræðir nefnist World Stages: International Theater Festival 2014 og verður haldin dagana 10. til 30. mars. Þar verða sýndar leiksýningar sem þykja skara fram úr víðs vegar að úr heiminum. Harmsaga verður sýnd tvisvar, 15. og 16. mars, og í sömu vikunni verður leikritið Rupert eftir eitt þekktasta leikskáld Ástrala, Lee Lewis, frumsýnt í Bandaríkjunum. Það fjallar um fjölmiðlamógúlinn Rupert Murdoch. Strax á eftir Harmsögu verður svo franskt leikrit með Emmanuelle Riva, aðalleikkonunni í Amour, frumsýnt í Bandaríkjunum.Una ÞorleifsdóttirHugmyndin er að leika á ensku og verður verkið þýtt og æft upp á nýtt á næsta ári. Ekki er ráðið hver muni sjá um þýðinguna, enda segir Una að samningar hafi verið undirritaðir á föstudaginn var og því ekki búið að ganga frá smáatriðum. Leikarar í Harmsögu eru Snorri Engilbertsson og Elma Stefanía Ágústsdóttir. Menning Mest lesið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Sýningu Þjóðleikhússins, Harmsögu eftir Mikael Torfason, hefur verið boðið á alþjóðlegu leiklistarhátíðina World Stages í Washington í mars. „Þetta er aðallega stórkostlegur heiður fyrir sýninguna og Þjóðleikhúsið,“ segir Una Þorleifsdóttir, leikstjóri Harmsögu. „Útsendarar Kennedy Center voru staddir hérlendis í öðrum erindagjörðum en var boðið á frumsýninguna og heilluðust svona gjörsamlega.“ Hátíðin sem um ræðir nefnist World Stages: International Theater Festival 2014 og verður haldin dagana 10. til 30. mars. Þar verða sýndar leiksýningar sem þykja skara fram úr víðs vegar að úr heiminum. Harmsaga verður sýnd tvisvar, 15. og 16. mars, og í sömu vikunni verður leikritið Rupert eftir eitt þekktasta leikskáld Ástrala, Lee Lewis, frumsýnt í Bandaríkjunum. Það fjallar um fjölmiðlamógúlinn Rupert Murdoch. Strax á eftir Harmsögu verður svo franskt leikrit með Emmanuelle Riva, aðalleikkonunni í Amour, frumsýnt í Bandaríkjunum.Una ÞorleifsdóttirHugmyndin er að leika á ensku og verður verkið þýtt og æft upp á nýtt á næsta ári. Ekki er ráðið hver muni sjá um þýðinguna, enda segir Una að samningar hafi verið undirritaðir á föstudaginn var og því ekki búið að ganga frá smáatriðum. Leikarar í Harmsögu eru Snorri Engilbertsson og Elma Stefanía Ágústsdóttir.
Menning Mest lesið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira