Tónlist er atvinna en ekki sjálfboðavinna Gunnar Leó Pálsson skrifar 4. október 2013 08:00 Tónlist er atvinnugrein, segir Björn Th. Árnason, formaður FÍH. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR „Ef það bilar klósett er píparinn ekki að fara að gera við það fyrir kaffi og kleinur. Við viljum virðingu fyrir starfi okkar og að tónlistarmenn fái greitt fyrir vinnu sína eins og aðrir,“ segir Björn Th. Árnason, formaður Félags íslenskra hljómlistarmanna, um kjaramál tónlistarmanna. Töluvert hefur verið um það að skemmtistaðir og veitingahús á Íslandi óski eftir tónlistarmönnum til að koma fram launalaust eða bjóða laun í formi veitinga. „Við reynum að hjálpa en það er erfitt að gera eitthvað í þessu, oft eru þetta ekki meðlimir stéttarfélagsins, heldur mest í grasrótinni.“ Alltof algengt er að tónlistarmenn fái ekki greidd réttmæt laun fyrir vinnu sína og mæti fordómum þegar talað er um tónlistarmenn sem starfsstétt. „Með skerðingu fjárframlaga til lista- og menningarmála má með sanni segja að verið sé að ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur, þetta er ekki hátekjufólk eða hátekjubransi,“ bætir Björn við. Samkvæmt samningi FÍH við Samband veitinga- og gistihúsa, kemur fram að ef tónlistarmaður er einn að spila, greiðist að lágmarki 40.300 krónur fyrir vinnu hans.Ef fjögurra manna hljómsveit er að spila greiðst að lágmarki 26.000 krónur fyrir hvern hljómlistarmann. Innifalin eru launatengd gjöld þar sem þeir eru yfirleitt verktakar. Þá er miðað við, um tveggja klukkustunda vinnu. Tónlistarmenn vinna þó gjarnan sjálfboðastarf. „Við fáum oft ekki mikið kredit fyrir sjálfboðastörf okkar, þegar við komum fram á styrktartónleikum og öðrum góðgerðarviðburðum,“ segir Björn að lokum og hvetur tónlistarmenn til að hugsa sig vel um áður en þeir gerast sjálfboðaliðar á veitinga- og skemmtistöðum. Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Fleiri fréttir Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
„Ef það bilar klósett er píparinn ekki að fara að gera við það fyrir kaffi og kleinur. Við viljum virðingu fyrir starfi okkar og að tónlistarmenn fái greitt fyrir vinnu sína eins og aðrir,“ segir Björn Th. Árnason, formaður Félags íslenskra hljómlistarmanna, um kjaramál tónlistarmanna. Töluvert hefur verið um það að skemmtistaðir og veitingahús á Íslandi óski eftir tónlistarmönnum til að koma fram launalaust eða bjóða laun í formi veitinga. „Við reynum að hjálpa en það er erfitt að gera eitthvað í þessu, oft eru þetta ekki meðlimir stéttarfélagsins, heldur mest í grasrótinni.“ Alltof algengt er að tónlistarmenn fái ekki greidd réttmæt laun fyrir vinnu sína og mæti fordómum þegar talað er um tónlistarmenn sem starfsstétt. „Með skerðingu fjárframlaga til lista- og menningarmála má með sanni segja að verið sé að ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur, þetta er ekki hátekjufólk eða hátekjubransi,“ bætir Björn við. Samkvæmt samningi FÍH við Samband veitinga- og gistihúsa, kemur fram að ef tónlistarmaður er einn að spila, greiðist að lágmarki 40.300 krónur fyrir vinnu hans.Ef fjögurra manna hljómsveit er að spila greiðst að lágmarki 26.000 krónur fyrir hvern hljómlistarmann. Innifalin eru launatengd gjöld þar sem þeir eru yfirleitt verktakar. Þá er miðað við, um tveggja klukkustunda vinnu. Tónlistarmenn vinna þó gjarnan sjálfboðastarf. „Við fáum oft ekki mikið kredit fyrir sjálfboðastörf okkar, þegar við komum fram á styrktartónleikum og öðrum góðgerðarviðburðum,“ segir Björn að lokum og hvetur tónlistarmenn til að hugsa sig vel um áður en þeir gerast sjálfboðaliðar á veitinga- og skemmtistöðum.
Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Fleiri fréttir Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira