Tríó Sunnu Gunnlaugs túrar um landið Friðrika Benónýsdóttir skrifar 26. september 2013 11:00 Áfangastaðirnir í túrnum eru Reykjavík, Grindavík, Akureyri og Ísafjörður .Mynd/Hörður Sveinsson Diskurinn kom reyndar út í júlí en við vorum öll úti um hvippinn og hvappinn þannig að við náðum ekki að halda neina tónleika þá,“ útskýrir Sunna Gunnlaugs spurð hvað valdi því að tríó hennar er að leggja upp í tónleikaferð um landið til að kynna diskinn Distilled, sem hlotið hefur mikið lof í erlendum tónlistartímaritum undanfarið. Fyrstu tónleikarnir eru í Hannesarholti í kvöld og þar verður tríóið aftur annað kvöld, en síðan liggur leiðin út á land og viðkomustaðirnir eru Grindavík, Akureyri og Ísafjörður. „Við spilum svo sjaldan hér heima,“ segir Sunna. „Ég man ekki einu sinni hvenær tríóið var seinast með tónleika á Íslandi, þannig að það var kominn tími til að leyfa fólki að heyra í okkur.“ Sunna bjó lengi í New York, en flutti heim fyrir nokkrum árum ásamt manni sínum Scott McLemore, sem er trommuleikari tríósins. Með þeim í tríóinu er Þorgrímur Jónsson bassaleikari. Þið eruð samt alltaf með annan fótinn úti, ekki satt? „Jú, við spilum miklu meira úti heldur en hérna heima. Við erum einmitt að fara til Þýskalands og Danmerkur í mars til að kynna nýja diskinn og svo erum við að vinna í að komast á kanadískar djasshátíðir næsta sumar.“ Distilled hefur eins og áður sagði hlotið einróma lof gagnrýnenda, til dæmis valdi djassgagnrýnandi Rhapsody hann sem einn af tíu bestu diskum septembermánaðar. Diskurinn fékk einnig nýlega umfjöllun hjá London Jazz News sem segir Sunnu vera „sérlega smekklegan píanista“ og diskinn vera „ferskan og óaðfinnanlega fram settan af þéttu tríói, stútfullu af hugmyndum.“ Jazznytt í Noregi mælir með Distilled í nýjasta tölublaði sínu og Jazz Japan gefur honum einnig frábæra dóma og segir „stemningu disksins ná hæðum sem einungis topp-tónlist nær.“ Áheyrendur á væntanlegum tónleikum ættu því að eiga von á góðu. Menning Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Arnar og Sara gáfu syninum nafn Lífið Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Diskurinn kom reyndar út í júlí en við vorum öll úti um hvippinn og hvappinn þannig að við náðum ekki að halda neina tónleika þá,“ útskýrir Sunna Gunnlaugs spurð hvað valdi því að tríó hennar er að leggja upp í tónleikaferð um landið til að kynna diskinn Distilled, sem hlotið hefur mikið lof í erlendum tónlistartímaritum undanfarið. Fyrstu tónleikarnir eru í Hannesarholti í kvöld og þar verður tríóið aftur annað kvöld, en síðan liggur leiðin út á land og viðkomustaðirnir eru Grindavík, Akureyri og Ísafjörður. „Við spilum svo sjaldan hér heima,“ segir Sunna. „Ég man ekki einu sinni hvenær tríóið var seinast með tónleika á Íslandi, þannig að það var kominn tími til að leyfa fólki að heyra í okkur.“ Sunna bjó lengi í New York, en flutti heim fyrir nokkrum árum ásamt manni sínum Scott McLemore, sem er trommuleikari tríósins. Með þeim í tríóinu er Þorgrímur Jónsson bassaleikari. Þið eruð samt alltaf með annan fótinn úti, ekki satt? „Jú, við spilum miklu meira úti heldur en hérna heima. Við erum einmitt að fara til Þýskalands og Danmerkur í mars til að kynna nýja diskinn og svo erum við að vinna í að komast á kanadískar djasshátíðir næsta sumar.“ Distilled hefur eins og áður sagði hlotið einróma lof gagnrýnenda, til dæmis valdi djassgagnrýnandi Rhapsody hann sem einn af tíu bestu diskum septembermánaðar. Diskurinn fékk einnig nýlega umfjöllun hjá London Jazz News sem segir Sunnu vera „sérlega smekklegan píanista“ og diskinn vera „ferskan og óaðfinnanlega fram settan af þéttu tríói, stútfullu af hugmyndum.“ Jazznytt í Noregi mælir með Distilled í nýjasta tölublaði sínu og Jazz Japan gefur honum einnig frábæra dóma og segir „stemningu disksins ná hæðum sem einungis topp-tónlist nær.“ Áheyrendur á væntanlegum tónleikum ættu því að eiga von á góðu.
Menning Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Arnar og Sara gáfu syninum nafn Lífið Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira