Jeppar voru aflgjafar innan túngarðsins Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 26. september 2013 10:00 Bókarhöfundurinn Bjarni á Herkúles-hestasláttuvél. Mynd/Ásdís Helga Bjarnadóttir „Það er kannski dálítið skrýtið að skrifa hlutina aftur á bak en bókin Frá hestum til hestafla, sem er að koma út hjá Uppheimum núna, lýsir tímanum áður en dráttarvélarnar komu til sögunnar,“ segir Bjarni Guðmundsson, verkefnisstjóri á Landbúnaðarsafni Íslands á Hvanneyri, sem áður hefur skrifað dráttarvélabækurnar Og svo kom Ferguson og Alltaf er Farmal fremstur. Þar með hefur hann gert skil tímanum frá því menn hófu að nota dráttarhesta við túnrækt og heyskap fram til nútímans, þar sem allt er í raun gert með vélum. Nú er hægt að fá bækurnar þrjár í einni öskju sem ber titilinn Vinnur meira vit en strit. „Hugsunin á bak við þetta er að halda til haga sögulegum fróðleik og vekja athygli á tækniþróunarsögu landbúnaðarins, sem er í raun sagan um það hvernig losað var um vinnuafl sem vaxandi sérhæfingarsamfélag þurfti á að halda,“ segir höfundurinn. Bjarni rekur fyrstu kynni bænda af vélaraflinu til „hins sæla þúfnabana“ sem kom til landsins árið 1921. Nýja bókin endar á því hvernig jeppar voru notaðir sem aflgjafar innan túngarðsins, við plægingu, heyskap og fleira, að sögn Bjarna. Hann kveðst ala með sér þá kenningu að Íslendingar eigi heimsmet í jeppanotkun við jarðvinnslu og slátt. „Jepparnir voru sterkur samkeppnisaðili hefðbundinna dráttarvéla á tímabili en svo tóku þær yfir bústörfin en jepparnir urðu samgöngutæki og síðan leiktæki.“ Bjarni kveðst hafa verið kennari á Hvanneyri frá því í fornöld! Tengsl við fyrrverandi nemendur hafi nýst honum vel við efnisöflun vegna bókanna og töluvert hafi streymt til hans bæði af fróðleik og myndum. „Um 30 manns hafa líka lagt mér til minningarkafla til að varpa ljósi á hvernig samfélagið tók tæknibreytingunum. Það efni er ekki síður merkilegt en það sem ég hef verið að tína saman,“ segir hann.Útgáfuhóf vegna nýju bókarinnar verður í Árbæjarsafni í dag klukkan tvö. Á staðnum verða gamlir jeppar eins og fjallað er um í nýju bókinni. Menning Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Arnar og Sara gáfu syninum nafn Lífið Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
„Það er kannski dálítið skrýtið að skrifa hlutina aftur á bak en bókin Frá hestum til hestafla, sem er að koma út hjá Uppheimum núna, lýsir tímanum áður en dráttarvélarnar komu til sögunnar,“ segir Bjarni Guðmundsson, verkefnisstjóri á Landbúnaðarsafni Íslands á Hvanneyri, sem áður hefur skrifað dráttarvélabækurnar Og svo kom Ferguson og Alltaf er Farmal fremstur. Þar með hefur hann gert skil tímanum frá því menn hófu að nota dráttarhesta við túnrækt og heyskap fram til nútímans, þar sem allt er í raun gert með vélum. Nú er hægt að fá bækurnar þrjár í einni öskju sem ber titilinn Vinnur meira vit en strit. „Hugsunin á bak við þetta er að halda til haga sögulegum fróðleik og vekja athygli á tækniþróunarsögu landbúnaðarins, sem er í raun sagan um það hvernig losað var um vinnuafl sem vaxandi sérhæfingarsamfélag þurfti á að halda,“ segir höfundurinn. Bjarni rekur fyrstu kynni bænda af vélaraflinu til „hins sæla þúfnabana“ sem kom til landsins árið 1921. Nýja bókin endar á því hvernig jeppar voru notaðir sem aflgjafar innan túngarðsins, við plægingu, heyskap og fleira, að sögn Bjarna. Hann kveðst ala með sér þá kenningu að Íslendingar eigi heimsmet í jeppanotkun við jarðvinnslu og slátt. „Jepparnir voru sterkur samkeppnisaðili hefðbundinna dráttarvéla á tímabili en svo tóku þær yfir bústörfin en jepparnir urðu samgöngutæki og síðan leiktæki.“ Bjarni kveðst hafa verið kennari á Hvanneyri frá því í fornöld! Tengsl við fyrrverandi nemendur hafi nýst honum vel við efnisöflun vegna bókanna og töluvert hafi streymt til hans bæði af fróðleik og myndum. „Um 30 manns hafa líka lagt mér til minningarkafla til að varpa ljósi á hvernig samfélagið tók tæknibreytingunum. Það efni er ekki síður merkilegt en það sem ég hef verið að tína saman,“ segir hann.Útgáfuhóf vegna nýju bókarinnar verður í Árbæjarsafni í dag klukkan tvö. Á staðnum verða gamlir jeppar eins og fjallað er um í nýju bókinni.
Menning Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Arnar og Sara gáfu syninum nafn Lífið Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira