Grillmatur og cachaça í Brasilíu Freyr Bjarnason skrifar 25. september 2013 08:00 Rithöfundurinn Eiríkur Örn Norðdahl hefur verið á ferð og flugi að undanförnu. fréttablaðið/gva „Ég hef verið að ferðast óvenjumikið síðustu vikur. Þetta vindur alltaf meira og meira upp á sig,“ segir rithöfundurinn Eiríkur Örn Norðdahl, sem hefur verið á bókmenntaferðalagi erlendis síðan í lok júlí. Nýlega lauk hann vikudvöl sinni í Brasilíu. Þar áður ferðaðist hann til Svíþjóðar, Finnlands og Póllands. „Þetta var mjög gaman. Ég var aðallega í smábænum Tiradentes á tónlistar-, leiklistar- og bókmenntahátíð sem heitir Artes Vertentes. Þarna var nóg af grillmat, sætindum og cachaça,“ segir Eiríkur Örn, spurður út í Brasilíuförina en cachaça er vinsælt áfengi þar í landi. Rithöfundurinn hefur verið að vinna mikið með „performans“-ljóðlist og hljóðaljóðlist og kemst þess vegna upp með að lesa á íslensku á bókmenntahátíðunum þrátt fyrir að fólkið skilji ekki tungumálið. Eiríkur Örn er núna kominn til Freiburg í Þýskalandi þar sem hann tekur þátt í skandinavískri hátíð. Að henni lokinni kemur hann heim en fer svo aftur á flakk um Wales, London, Kraká, Varsjá, Osló og Bonn, þar sem hann vinnur með listamönnum sem kalla sig Bonn Fringe Ensemble. Verðlaunabók Eiríks Arnar, Illska, kemur út í Frakklandi, Þýskalandi og Svíþjóð á næsta ári. Ný ljóðabók hans, Hnefi eða vitstola orð, kemur út hérlendis á næstunni. Menning Mest lesið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
„Ég hef verið að ferðast óvenjumikið síðustu vikur. Þetta vindur alltaf meira og meira upp á sig,“ segir rithöfundurinn Eiríkur Örn Norðdahl, sem hefur verið á bókmenntaferðalagi erlendis síðan í lok júlí. Nýlega lauk hann vikudvöl sinni í Brasilíu. Þar áður ferðaðist hann til Svíþjóðar, Finnlands og Póllands. „Þetta var mjög gaman. Ég var aðallega í smábænum Tiradentes á tónlistar-, leiklistar- og bókmenntahátíð sem heitir Artes Vertentes. Þarna var nóg af grillmat, sætindum og cachaça,“ segir Eiríkur Örn, spurður út í Brasilíuförina en cachaça er vinsælt áfengi þar í landi. Rithöfundurinn hefur verið að vinna mikið með „performans“-ljóðlist og hljóðaljóðlist og kemst þess vegna upp með að lesa á íslensku á bókmenntahátíðunum þrátt fyrir að fólkið skilji ekki tungumálið. Eiríkur Örn er núna kominn til Freiburg í Þýskalandi þar sem hann tekur þátt í skandinavískri hátíð. Að henni lokinni kemur hann heim en fer svo aftur á flakk um Wales, London, Kraká, Varsjá, Osló og Bonn, þar sem hann vinnur með listamönnum sem kalla sig Bonn Fringe Ensemble. Verðlaunabók Eiríks Arnar, Illska, kemur út í Frakklandi, Þýskalandi og Svíþjóð á næsta ári. Ný ljóðabók hans, Hnefi eða vitstola orð, kemur út hérlendis á næstunni.
Menning Mest lesið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira