Rómantík, glettni, fjör og leyndarmál Friðrika Benónýsdóttir skrifar 24. september 2013 11:00 Ármann og Peter hafa aldrei áður spilað heila dagskrá saman en Ármann segir samstarfið hafa verið skemmtilegt og gjöfult. Við verðum dálítið á rómantísku nótunum en það er líka mikið fjör og glettni í þessum verkum,“ segir Ármann Helgason klarinettuleikari, sem í kvöld heldur tónleika í Norræna húsinu ásamt píanóleikaranum Peter Maté. Tónleikarnir eru hluti af tónleikaröðinni Klassík í Vatnsmýrinni, tónleikaröð Félags íslenskra tónlistarmanna – klassískrar deildar FÍH í samvinnu við Norræna húsið. Á efnisskránni eru þrjár sónötur eftir Brahms, Poulenc og Jón Þórarinsson, auk tveggja stemningsverka fyrir klarinett og píanó; Fantasíu eftir Carl Nielsen og Ristum eftir Jón Nordal. „Sónötur þeirra Brahms og Poulenc eru báðar samdar skömmu fyrir andlát tónskáldanna,“ segir Ármann. „Það er stundum sagt í gríni að þegar tónskáld hafi samið sín stórkostlegustu verk deyi þau fljótlega, þeirra hlutverki sé lokið, en ég sel það ekki dýrar en ég keypti. Það er líka gaman að flytja sónötuna eftir Jón Þórarinsson, ekki síst þar sem hann lést í fyrra.“ Yfirskrift tónleikanna er Þrjár sónötur og leyndarmál og Ármann segir leyndarmálin tengjast verkinu Ristur eftir Jón Nordal, enda hafi forfeður okkar rist sín leyndarmál í stein. „Svo leikum við líka Fantasíu eftir danska tónskáldið Carl Nielsen sem er feikiskemmtilegt verk. Þannig að ég vona að við náum að blása á lægðirnar og að okkur takist spila inn litríki haustsins.“ Menning Mest lesið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Við verðum dálítið á rómantísku nótunum en það er líka mikið fjör og glettni í þessum verkum,“ segir Ármann Helgason klarinettuleikari, sem í kvöld heldur tónleika í Norræna húsinu ásamt píanóleikaranum Peter Maté. Tónleikarnir eru hluti af tónleikaröðinni Klassík í Vatnsmýrinni, tónleikaröð Félags íslenskra tónlistarmanna – klassískrar deildar FÍH í samvinnu við Norræna húsið. Á efnisskránni eru þrjár sónötur eftir Brahms, Poulenc og Jón Þórarinsson, auk tveggja stemningsverka fyrir klarinett og píanó; Fantasíu eftir Carl Nielsen og Ristum eftir Jón Nordal. „Sónötur þeirra Brahms og Poulenc eru báðar samdar skömmu fyrir andlát tónskáldanna,“ segir Ármann. „Það er stundum sagt í gríni að þegar tónskáld hafi samið sín stórkostlegustu verk deyi þau fljótlega, þeirra hlutverki sé lokið, en ég sel það ekki dýrar en ég keypti. Það er líka gaman að flytja sónötuna eftir Jón Þórarinsson, ekki síst þar sem hann lést í fyrra.“ Yfirskrift tónleikanna er Þrjár sónötur og leyndarmál og Ármann segir leyndarmálin tengjast verkinu Ristur eftir Jón Nordal, enda hafi forfeður okkar rist sín leyndarmál í stein. „Svo leikum við líka Fantasíu eftir danska tónskáldið Carl Nielsen sem er feikiskemmtilegt verk. Þannig að ég vona að við náum að blása á lægðirnar og að okkur takist spila inn litríki haustsins.“
Menning Mest lesið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira