Stjórnin útilokar ekki Eurovision Gunnar Lárus Pálsson skrifar 16. september 2013 09:15 „Við vildum ná öllum mannskapnum saman í tilefni afmælisins,“ segir Sigríður Beinteinsdóttir, söngkona Stjórnarinnar. Á afmælistónleikum í Háskólabíói í október koma margir fyrrverandi Stjórnarmeðlimir fram en liðskipan sveitarinnar hefur verið breytileg á milli tímabila. „Þetta verður í fyrsta skipti sem gamla Stjórnin kemur saman síðan árið 1991, Stjórnin sem vann Landslagið árið 1989 með laginu Við eigum samleið og fór í Eurovision árið 1990 með lagið Eitt lag enn,“ segir Sigríður um tónleikana. Stjórnin hefur gefið út sjö plötur og geisladiska á ferlinum. „Fyrsta platan okkar, Eitt lag enn, kom út um vorið 1990, rétt eftir Eurovision. Það þótti ekki gáfulegt að gefa út plötu að vori, því jólin höfðu alltaf verið besti tíminn í plötuútgáfu og -sölu. Salan gekk samt mjög vel og varð hún ein af söluhæstu plötum ársins,“ segir Sigríður um fyrstu plötuna. Stjórnin hefur tvisvar farið fyrir hönd Íslands í Eurovision, árið 1991 og 1992. „Það er aldrei að vita hvað gerist,“ svarar Sigríður þegar spurt er hvort Stjórnin fari aftur í Eurovision. „Við erum að vinna í nýju lagi sem mun líta dagsins ljós fljótlega. Þetta er ekta stuðlag, eftir Grétar Örvarsson og Friðrik Karlsson,“ bætir Sigríður við. Óhætt er að segja að mikið stuð verði í Háskólabíói 25. október, þar sem saga Stjórnarinnar verður rakin og öll vinsælustu lögin verða leikin. Mest lesið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Lífið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
„Við vildum ná öllum mannskapnum saman í tilefni afmælisins,“ segir Sigríður Beinteinsdóttir, söngkona Stjórnarinnar. Á afmælistónleikum í Háskólabíói í október koma margir fyrrverandi Stjórnarmeðlimir fram en liðskipan sveitarinnar hefur verið breytileg á milli tímabila. „Þetta verður í fyrsta skipti sem gamla Stjórnin kemur saman síðan árið 1991, Stjórnin sem vann Landslagið árið 1989 með laginu Við eigum samleið og fór í Eurovision árið 1990 með lagið Eitt lag enn,“ segir Sigríður um tónleikana. Stjórnin hefur gefið út sjö plötur og geisladiska á ferlinum. „Fyrsta platan okkar, Eitt lag enn, kom út um vorið 1990, rétt eftir Eurovision. Það þótti ekki gáfulegt að gefa út plötu að vori, því jólin höfðu alltaf verið besti tíminn í plötuútgáfu og -sölu. Salan gekk samt mjög vel og varð hún ein af söluhæstu plötum ársins,“ segir Sigríður um fyrstu plötuna. Stjórnin hefur tvisvar farið fyrir hönd Íslands í Eurovision, árið 1991 og 1992. „Það er aldrei að vita hvað gerist,“ svarar Sigríður þegar spurt er hvort Stjórnin fari aftur í Eurovision. „Við erum að vinna í nýju lagi sem mun líta dagsins ljós fljótlega. Þetta er ekta stuðlag, eftir Grétar Örvarsson og Friðrik Karlsson,“ bætir Sigríður við. Óhætt er að segja að mikið stuð verði í Háskólabíói 25. október, þar sem saga Stjórnarinnar verður rakin og öll vinsælustu lögin verða leikin.
Mest lesið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Lífið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira