Pressa III tilnefnd til Prix Europa Friðrika Benónýsdóttir skrifar 14. september 2013 11:00 Óskar Jónasson leikstýrði Pressu III og var jafnframt einn handritshöfunda. Hann segir tilnefninguna staðfesta gæði seríunnar. réttablaðið/ Fréttablaðið/GVA Sjónvarpsserían Pressa III er tilnefnd til evrópsku sjónvarpsverðlaunanna Prix Europa 2013 sem besta evrópska dramaserían. Óskar Jónasson leikstýrði þáttaröðinni. "Þetta er bara mjög jákvæð tilfinning,“ segir Óskar Jónasson, leikstjóri og einn handritshöfundur Pressu III, spurður hvernig þessi tilnefning leggist í hann. „Það hefur verið mín tilfinning að hver sería af Pressu hafi verið sterkari en sú á undan og mér finnst þetta vera staðfesting á því.“ Í ár bárust dómnefnd Prix Europa rúmlega 670 innsendingar frá 35 löndum í Evrópu og Óskar segir rjómann af evrópsku sjónvarpsefni vera tilnefndan til þessara virtu verðlauna. „Þetta eru nokkurs konar Emmy-verðlaun Evrópu, stór og virt hátíð og það er mikill heiður að vera meðal þeirra tilnefndu.“ Spurður hvort vinna sé hafin við fjórðu seríu Pressu segir Óskar að það séu farnar af stað vangaveltur og bollaleggingar en ekki sé búið að taka ákvörðun um framleiðslu. „Þessi tilnefning ýtir væntanlega undir það að hún verði framleidd og við stefnum auðvitað að því að hún verði enn betri en Pressa III,“ segir hann. Pressa III var framleidd af Sagafilm og frumsýnd á Stöð 2 haustið 2012. Serían var tilnefnd til tíu Edduverðlauna árið 2013 og hlaut verðlaun í flokknum Leikið sjónvarpsefni ársins. Þá fékk aðalleikkonan Sara Dögg Ásgeirsdóttir verðlaun fyrir bestu frammistöðu leikkonu í aðalhlutverki. Óskar leikstýrði og skrifaði jafnframt handritið ásamt Jóhanni Ævari Grímssyni, Margréti Örnólfsdóttur og Sigurjóni Kjartanssyni. Menning Mest lesið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Nígerskt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Sjónvarpsserían Pressa III er tilnefnd til evrópsku sjónvarpsverðlaunanna Prix Europa 2013 sem besta evrópska dramaserían. Óskar Jónasson leikstýrði þáttaröðinni. "Þetta er bara mjög jákvæð tilfinning,“ segir Óskar Jónasson, leikstjóri og einn handritshöfundur Pressu III, spurður hvernig þessi tilnefning leggist í hann. „Það hefur verið mín tilfinning að hver sería af Pressu hafi verið sterkari en sú á undan og mér finnst þetta vera staðfesting á því.“ Í ár bárust dómnefnd Prix Europa rúmlega 670 innsendingar frá 35 löndum í Evrópu og Óskar segir rjómann af evrópsku sjónvarpsefni vera tilnefndan til þessara virtu verðlauna. „Þetta eru nokkurs konar Emmy-verðlaun Evrópu, stór og virt hátíð og það er mikill heiður að vera meðal þeirra tilnefndu.“ Spurður hvort vinna sé hafin við fjórðu seríu Pressu segir Óskar að það séu farnar af stað vangaveltur og bollaleggingar en ekki sé búið að taka ákvörðun um framleiðslu. „Þessi tilnefning ýtir væntanlega undir það að hún verði framleidd og við stefnum auðvitað að því að hún verði enn betri en Pressa III,“ segir hann. Pressa III var framleidd af Sagafilm og frumsýnd á Stöð 2 haustið 2012. Serían var tilnefnd til tíu Edduverðlauna árið 2013 og hlaut verðlaun í flokknum Leikið sjónvarpsefni ársins. Þá fékk aðalleikkonan Sara Dögg Ásgeirsdóttir verðlaun fyrir bestu frammistöðu leikkonu í aðalhlutverki. Óskar leikstýrði og skrifaði jafnframt handritið ásamt Jóhanni Ævari Grímssyni, Margréti Örnólfsdóttur og Sigurjóni Kjartanssyni.
Menning Mest lesið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Nígerskt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira