Smíðar Flying V fyrir Rokkjötna Freyr Bjarnason skrifar 12. september 2013 09:15 Gunnar Örn Sigurðsson er að smíða svokallaðan Flying V-gítar sem verður boðinn upp á Rokkjötnum. fréttablaðið/stefán „Það er heiður að fá að taka þátt í þessu og gaman að láta gott af sér leiða,“ segir Gunnar Örn Sigurðsson. Hann er að smíða svokallaðan Flying V-gítar sem verður boðinn upp á tónlistarhátíðinni Rokkjötnar í Kaplakrika 5. október. Allur ágóði rennur til Neistans, styrktarfélags hjartveikra barna. Aðspurður segir Gunnar Örn að gítarinn taki mið af þeim sem Addi í Sólstöfum notar á tónleikum. „Ég ætla að reyna að hafa þetta í svipuðum dúr. Hendrix spilaði á svona held ég á einhverjum tímapunkti. Fleiri voru með þetta á sínum tíma eins og Albert King blúsari.“ Gunnar Örn þarf að ljúka við gítarinn um næstu mánaðamót. „Ég er um það bil hálfnaður og þarf aldeilis að halda rétt á spöðunum til að geta klárað hann í tæka tíð,“ segir hann og viðurkennir að gítarinn sé ekki auðveldur í smíðum. „Þetta er gítar sem er gerður úr mahóní. Hálsinn er límdur í vasa, ólíkt Fender-gíturum, og hann þarf að halla út frá endanum á búknum um tvær gráður, þannig að þetta krefst nákvæmni.“ Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Fleiri fréttir Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
„Það er heiður að fá að taka þátt í þessu og gaman að láta gott af sér leiða,“ segir Gunnar Örn Sigurðsson. Hann er að smíða svokallaðan Flying V-gítar sem verður boðinn upp á tónlistarhátíðinni Rokkjötnar í Kaplakrika 5. október. Allur ágóði rennur til Neistans, styrktarfélags hjartveikra barna. Aðspurður segir Gunnar Örn að gítarinn taki mið af þeim sem Addi í Sólstöfum notar á tónleikum. „Ég ætla að reyna að hafa þetta í svipuðum dúr. Hendrix spilaði á svona held ég á einhverjum tímapunkti. Fleiri voru með þetta á sínum tíma eins og Albert King blúsari.“ Gunnar Örn þarf að ljúka við gítarinn um næstu mánaðamót. „Ég er um það bil hálfnaður og þarf aldeilis að halda rétt á spöðunum til að geta klárað hann í tæka tíð,“ segir hann og viðurkennir að gítarinn sé ekki auðveldur í smíðum. „Þetta er gítar sem er gerður úr mahóní. Hálsinn er límdur í vasa, ólíkt Fender-gíturum, og hann þarf að halla út frá endanum á búknum um tvær gráður, þannig að þetta krefst nákvæmni.“
Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Fleiri fréttir Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira