Smíðar Flying V fyrir Rokkjötna Freyr Bjarnason skrifar 12. september 2013 09:15 Gunnar Örn Sigurðsson er að smíða svokallaðan Flying V-gítar sem verður boðinn upp á Rokkjötnum. fréttablaðið/stefán „Það er heiður að fá að taka þátt í þessu og gaman að láta gott af sér leiða,“ segir Gunnar Örn Sigurðsson. Hann er að smíða svokallaðan Flying V-gítar sem verður boðinn upp á tónlistarhátíðinni Rokkjötnar í Kaplakrika 5. október. Allur ágóði rennur til Neistans, styrktarfélags hjartveikra barna. Aðspurður segir Gunnar Örn að gítarinn taki mið af þeim sem Addi í Sólstöfum notar á tónleikum. „Ég ætla að reyna að hafa þetta í svipuðum dúr. Hendrix spilaði á svona held ég á einhverjum tímapunkti. Fleiri voru með þetta á sínum tíma eins og Albert King blúsari.“ Gunnar Örn þarf að ljúka við gítarinn um næstu mánaðamót. „Ég er um það bil hálfnaður og þarf aldeilis að halda rétt á spöðunum til að geta klárað hann í tæka tíð,“ segir hann og viðurkennir að gítarinn sé ekki auðveldur í smíðum. „Þetta er gítar sem er gerður úr mahóní. Hálsinn er límdur í vasa, ólíkt Fender-gíturum, og hann þarf að halla út frá endanum á búknum um tvær gráður, þannig að þetta krefst nákvæmni.“ Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Superstore-leikari látinn Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
„Það er heiður að fá að taka þátt í þessu og gaman að láta gott af sér leiða,“ segir Gunnar Örn Sigurðsson. Hann er að smíða svokallaðan Flying V-gítar sem verður boðinn upp á tónlistarhátíðinni Rokkjötnar í Kaplakrika 5. október. Allur ágóði rennur til Neistans, styrktarfélags hjartveikra barna. Aðspurður segir Gunnar Örn að gítarinn taki mið af þeim sem Addi í Sólstöfum notar á tónleikum. „Ég ætla að reyna að hafa þetta í svipuðum dúr. Hendrix spilaði á svona held ég á einhverjum tímapunkti. Fleiri voru með þetta á sínum tíma eins og Albert King blúsari.“ Gunnar Örn þarf að ljúka við gítarinn um næstu mánaðamót. „Ég er um það bil hálfnaður og þarf aldeilis að halda rétt á spöðunum til að geta klárað hann í tæka tíð,“ segir hann og viðurkennir að gítarinn sé ekki auðveldur í smíðum. „Þetta er gítar sem er gerður úr mahóní. Hálsinn er límdur í vasa, ólíkt Fender-gíturum, og hann þarf að halla út frá endanum á búknum um tvær gráður, þannig að þetta krefst nákvæmni.“
Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Superstore-leikari látinn Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira