Spila bestu lög Dire Straits í Hörpu Freyr Bjarnason skrifar 5. september 2013 09:30 „Þetta verða frábærir tónleikar,“ segir tónleikahaldarinn Guðbjartur Finnbjörnsson. Hljómsveitin The Straits, sem er skipuð tveimur fyrrverandi meðlimum hinnar heimsfrægu Dire Straits, spilar í Eldborgarsal Hörpu 25. nóvember. Í hljómsveitinni eru Alan Clark, fyrrverandi hljómborðsleikari Dire Straits, og saxófónleikarinn Chris White, sem spilaði með sveitinni á tónleikum í tíu ár. Terence Reis stendur vaktina í staðinn fyrir söngvarann og gítarleikarann Mark Knopfler, sem lagði hljómsveitina niður árið 1995 og ákvað að einbeita sér að sólóferli sínum. „Rödd stráksins er ótrúlega lík rödd Marks Knopfler, þú heyrir varla mun,“ segir Guðbjartur. Einnig eru í The Straits þeir Steve Ferrone, sem hefur spilað með Tom Petty, Mickey Féat, Adam Philips og Jamie Squire. Saman flytja þeir öll bestu lög Dire Straits á borð við Sultans of Swing, Romeo and Juliet, Brothers in Arms og Money For Nothing. The Straits spilaði fyrst opinberlega í Royal Albert Hall í London fyrir um tveimur árum. „Ég er búinn að kíkja á umsagnir fólks á hljómleikum sem þeir hafa verið að halda og fólk bara tárast yfir því hvað þetta er flott hjá þeim,“ segir Guðbjartur. Miðasala á tónleikana hefst á miðvikudaginn í næstu viku. Mest lesið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Lífið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
„Þetta verða frábærir tónleikar,“ segir tónleikahaldarinn Guðbjartur Finnbjörnsson. Hljómsveitin The Straits, sem er skipuð tveimur fyrrverandi meðlimum hinnar heimsfrægu Dire Straits, spilar í Eldborgarsal Hörpu 25. nóvember. Í hljómsveitinni eru Alan Clark, fyrrverandi hljómborðsleikari Dire Straits, og saxófónleikarinn Chris White, sem spilaði með sveitinni á tónleikum í tíu ár. Terence Reis stendur vaktina í staðinn fyrir söngvarann og gítarleikarann Mark Knopfler, sem lagði hljómsveitina niður árið 1995 og ákvað að einbeita sér að sólóferli sínum. „Rödd stráksins er ótrúlega lík rödd Marks Knopfler, þú heyrir varla mun,“ segir Guðbjartur. Einnig eru í The Straits þeir Steve Ferrone, sem hefur spilað með Tom Petty, Mickey Féat, Adam Philips og Jamie Squire. Saman flytja þeir öll bestu lög Dire Straits á borð við Sultans of Swing, Romeo and Juliet, Brothers in Arms og Money For Nothing. The Straits spilaði fyrst opinberlega í Royal Albert Hall í London fyrir um tveimur árum. „Ég er búinn að kíkja á umsagnir fólks á hljómleikum sem þeir hafa verið að halda og fólk bara tárast yfir því hvað þetta er flott hjá þeim,“ segir Guðbjartur. Miðasala á tónleikana hefst á miðvikudaginn í næstu viku.
Mest lesið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Lífið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira