Halda leiklistarnámskeið ætlað innflytjendum Sara McMahon skrifar 20. ágúst 2013 10:15 Aude Busson er meðlimur í hópnum Við og við sem stendur fyrir námskeiðinu. Fréttablaðið/arnþór „Þetta er námskeið ætlað innflytjendum og Íslendingum af erlendum uppruna. Hugmyndin er að skapa vettvang fyrir innflytjendur þar sem þeir geta látið ljós sitt skína án þess að gera kröfu um íslenskukunnáttu,“ segir Aude Busson um leiklistarnámskeið sem sviðslistahópurinn Við og við stendur fyrir í vetur. Námskeiðið, sem er sérstaklega ætlað innflytjendum og er styrkt af velferðarráðuneytinu, hefst þann 11. september. Sviðslistahópurinn Við og við hefur starfað frá árinu 2011 og samanstendur af Aude, Alexander Roberts og Sigurði Arent Jónssyni. Hópurinn hefur meðal annars sett upp sýningarnar Assassinating the Foreigner og Encountering the Foreign Body. „Við unnum með innflytjendum að þessum verkefnum og þau heppnuðust svo vel að við ákváðum að gera meira úr þessu. Námskeiðið stendur í allan vetur og fer fram í Borgarleikhúsinu á hverjum miðvikudegi,“ segir Aude og bætir við: „Hópurinn á námskeiðinu ræður svo sjálfur hvort sýning verði sett upp að námskeiðinu loknu.“Öll með mikla reynslu Sigurður Arent Jónsson starfar sem dansari og danshöfundur. Hann hefur meðal annars sett upp dansverkið Blóðeik. Alexander Roberts kemur meðal annars að skipulagningu danshátíðarinnar Reykjavík Dance Festival og viðburðinum Lunch Beat. Aude Busson hefur lengi starfað sem dramatúrg bæði hér á landi og í föðurlandi sínu, Frakklandi. Hægt er að skrá sig á námskeiðið með því að senda póst á netfangið aude@borgarleikhus.is og kostar þátttaka tíu þúsund krónur. Menning Mest lesið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Halla á hátíðarsýningu Attenborough Lífið Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
„Þetta er námskeið ætlað innflytjendum og Íslendingum af erlendum uppruna. Hugmyndin er að skapa vettvang fyrir innflytjendur þar sem þeir geta látið ljós sitt skína án þess að gera kröfu um íslenskukunnáttu,“ segir Aude Busson um leiklistarnámskeið sem sviðslistahópurinn Við og við stendur fyrir í vetur. Námskeiðið, sem er sérstaklega ætlað innflytjendum og er styrkt af velferðarráðuneytinu, hefst þann 11. september. Sviðslistahópurinn Við og við hefur starfað frá árinu 2011 og samanstendur af Aude, Alexander Roberts og Sigurði Arent Jónssyni. Hópurinn hefur meðal annars sett upp sýningarnar Assassinating the Foreigner og Encountering the Foreign Body. „Við unnum með innflytjendum að þessum verkefnum og þau heppnuðust svo vel að við ákváðum að gera meira úr þessu. Námskeiðið stendur í allan vetur og fer fram í Borgarleikhúsinu á hverjum miðvikudegi,“ segir Aude og bætir við: „Hópurinn á námskeiðinu ræður svo sjálfur hvort sýning verði sett upp að námskeiðinu loknu.“Öll með mikla reynslu Sigurður Arent Jónsson starfar sem dansari og danshöfundur. Hann hefur meðal annars sett upp dansverkið Blóðeik. Alexander Roberts kemur meðal annars að skipulagningu danshátíðarinnar Reykjavík Dance Festival og viðburðinum Lunch Beat. Aude Busson hefur lengi starfað sem dramatúrg bæði hér á landi og í föðurlandi sínu, Frakklandi. Hægt er að skrá sig á námskeiðið með því að senda póst á netfangið aude@borgarleikhus.is og kostar þátttaka tíu þúsund krónur.
Menning Mest lesið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Halla á hátíðarsýningu Attenborough Lífið Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira