Sumarlegar frumsýningar Ólöf Skaftadóttir skrifar 15. ágúst 2013 08:00 Stilla úr kvikmyndinni The Way, Way Back Paradise: Love (Paradies: Liebe) verður frumsýnd á morgun í Bíó Paradís. Hún er fyrsta myndin í Paradísar-trílógíu leikstjórans Ulrichs Seidl sem segir sögu 50 ára gamallar konu, Teresu, sem ferðast til Kenía sem kynlífsferðamaður. Þar eru konur eins og Teresa þekktar sem „sykur-mömmur“, en í myndinni er ýmsum áleitnum spurningum varpað fram og ólíkir menningarheimar mátaðir saman.The Way, Way Back verður sýnd í Háskólabíói, Laugarásbíói og Borgarbíói og hófust sýningar á þriðjudaginn. Myndin fjallar um Duncan, feiminn en kláran fjórtán ára strák sem fer í sumarfrí með móður sinni, Pam. Með í för er nýi kærastinn hennar, Trent, leikinn af Steve Carrell, og dóttir hans, Steph. Duncan kemur ekki vel saman við Trent, er mjög feiminn við dóttur hans, og til að bæta gráu ofan á svart er hann hægt og hægt að fjarlægjast móður sína. Í sumarfríinu kynnist hann starfsmanni vatnsskemmtigarðs, Owen, sem nálgast lífið á óhefðbundinn hátt.We are the Millers er sýnd í Sambíóunum og var frumsýnd í gær. Myndin fjallar um marijúanasala sem fær bláókunnugt fólk til að þykjast vera fjölskylda hans og fær það til að hjálpa sér að smygla farmi af marijúana yfir landamæri Mexíkó til Bandaríkjanna. We're the Millers er eftir handritshöfundana Bob Fisher og Steve Faber sem skrifuðu meðal annars The Wedding Crashers. Mest lesið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Lífið Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Paradise: Love (Paradies: Liebe) verður frumsýnd á morgun í Bíó Paradís. Hún er fyrsta myndin í Paradísar-trílógíu leikstjórans Ulrichs Seidl sem segir sögu 50 ára gamallar konu, Teresu, sem ferðast til Kenía sem kynlífsferðamaður. Þar eru konur eins og Teresa þekktar sem „sykur-mömmur“, en í myndinni er ýmsum áleitnum spurningum varpað fram og ólíkir menningarheimar mátaðir saman.The Way, Way Back verður sýnd í Háskólabíói, Laugarásbíói og Borgarbíói og hófust sýningar á þriðjudaginn. Myndin fjallar um Duncan, feiminn en kláran fjórtán ára strák sem fer í sumarfrí með móður sinni, Pam. Með í för er nýi kærastinn hennar, Trent, leikinn af Steve Carrell, og dóttir hans, Steph. Duncan kemur ekki vel saman við Trent, er mjög feiminn við dóttur hans, og til að bæta gráu ofan á svart er hann hægt og hægt að fjarlægjast móður sína. Í sumarfríinu kynnist hann starfsmanni vatnsskemmtigarðs, Owen, sem nálgast lífið á óhefðbundinn hátt.We are the Millers er sýnd í Sambíóunum og var frumsýnd í gær. Myndin fjallar um marijúanasala sem fær bláókunnugt fólk til að þykjast vera fjölskylda hans og fær það til að hjálpa sér að smygla farmi af marijúana yfir landamæri Mexíkó til Bandaríkjanna. We're the Millers er eftir handritshöfundana Bob Fisher og Steve Faber sem skrifuðu meðal annars The Wedding Crashers.
Mest lesið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Lífið Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira