Erum að minnka aðdráttarafl borgarinnar Friðrika Benónýsdóttir skrifar 30. júlí 2013 11:00 Svavar Knútur segir lokun tónleikastaða minnka aðdráttarafl borgarinnar í augum ferðamanna. Fréttablaðið/GVA Það er svona þegar maður gengur að einhverju sem gefnu. Ég gerði bara ráð fyrir því að Faktorý yrði á sínum stað og ég ætti eftir að spila þar oft,“ segir Svavar Knútur um ástæðu þess að hann hefur aldrei fyrr spilað á Faktorý. „Svo veit maður ekki fyrr en það á að fara að byggja eitt hótelið enn og það þarf að loka staðnum. Ég bara varð að fá að spila á þessum rómaða og flotta tónleikastað svo ég bókaði kveðjutónleika þar í kvöld.“ Svavar hefur sterkar skoðanir á lokun tónleikastaða í miðbænum. „Það sem fólk fattar ekki er að margir ferðamenn koma hingað einmitt út af menningunni sem skapast í kringum þessa staði. Með því að eyðileggja þá senu minnkum við um leið aðdráttarafl borgarinnar. Það er ótrúlega sorglegt.“ Ókeypis er inn á tónleikana og segir Svavar annað ekki hafa komið til greina. „Mig langaði bara að fagna þessum stað,“ segir hann. „Þetta verða fyrstu og einu tónleikar mínir á Faktorý.“ Tónleikarnir byrja klukkan 21 og er Svavar harður á því að standa við þá tímasetningu. „Ég hef alltaf haft það sem reglu að byrja að spila á þeim tíma sem tónleikarnir eru auglýstir. Ég þoli ekki þennan móral að auglýsa tónleika klukkan níu og byrja svo ekki fyrr en klukkan ellefu af því það er alltaf verið að bíða eftir einhverju. Það er hrikalegur dónaskapur.“ Menning Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Arnar og Sara gáfu syninum nafn Lífið Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Það er svona þegar maður gengur að einhverju sem gefnu. Ég gerði bara ráð fyrir því að Faktorý yrði á sínum stað og ég ætti eftir að spila þar oft,“ segir Svavar Knútur um ástæðu þess að hann hefur aldrei fyrr spilað á Faktorý. „Svo veit maður ekki fyrr en það á að fara að byggja eitt hótelið enn og það þarf að loka staðnum. Ég bara varð að fá að spila á þessum rómaða og flotta tónleikastað svo ég bókaði kveðjutónleika þar í kvöld.“ Svavar hefur sterkar skoðanir á lokun tónleikastaða í miðbænum. „Það sem fólk fattar ekki er að margir ferðamenn koma hingað einmitt út af menningunni sem skapast í kringum þessa staði. Með því að eyðileggja þá senu minnkum við um leið aðdráttarafl borgarinnar. Það er ótrúlega sorglegt.“ Ókeypis er inn á tónleikana og segir Svavar annað ekki hafa komið til greina. „Mig langaði bara að fagna þessum stað,“ segir hann. „Þetta verða fyrstu og einu tónleikar mínir á Faktorý.“ Tónleikarnir byrja klukkan 21 og er Svavar harður á því að standa við þá tímasetningu. „Ég hef alltaf haft það sem reglu að byrja að spila á þeim tíma sem tónleikarnir eru auglýstir. Ég þoli ekki þennan móral að auglýsa tónleika klukkan níu og byrja svo ekki fyrr en klukkan ellefu af því það er alltaf verið að bíða eftir einhverju. Það er hrikalegur dónaskapur.“
Menning Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Arnar og Sara gáfu syninum nafn Lífið Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira