Nýjustu fréttir á Edinborgarhátíðinni 30. júlí 2013 12:00 Sló í gegn Sýningin Nýjustu fréttir vakti einróma hrifningu íslenskra gagnrýnenda og var tilnefnd til tvennra Grímuverðlauna. Sýning VaVaVoom leikhópsins, Nýjustu fréttir, var valin inn í Summerhall Theatre í Edinborg þar sem hún verður hluti af leiklistarhátíðinni Edinburgh Fringe Festival 2. til 26. ágúst. Þetta er í fyrsta sinn sem hópurinn ferðast út fyrir landsteinana með verkið en það var frumsýnt í Þjóðleikhúsinu síðastliðið haust. Sýningin hlaut mikið lof gagnrýnenda hérlendis og tvær Grímutilnefningar í flokkunum Tónlist ársins og Sproti ársins. Nýjustu fréttir er án orða og hentar vel til að ferðast með erlendis og vonast aðstandendur sýningarinnar til að Skotlandsförin verði stökkpallur fyrir frekari ferðalög og lengi framhaldslíf verksins. Edinborgarhátíðin er ein stærsta listahátíð í Evrópu og stendur yfir í þrjár vikur. Þátttaka í hátíðinni getur skipt sköpum fyrir leikhópa sem vilja kynna sig á Bretlandseyjum og víðar í Evrópu, þar sem allir helstu leikhúsgagnrýnendur, framleiðendur og bókarar mæta á hátíðina til að kynna sér framboð nýrra verka. Leikhópar gera samstarfssamning við leikhús í borginni um sýningarrými en fjármagna þátttöku alfarið sjálfir. VaVaVoom opnaði því svæði á Karolina Fund. Þar er hægt að styrkja hópinn með frjálsum framlögum og fá margvíslegt góðgæti tengt sýningunni sem þakkarvott í staðinn, allt frá handskrifuðum póstkortum frá hópnum í Edinborg til handgerðra pop-up húsa úr sýningunni og tónlistar úr verkinu – en hún hefur ekki verið fáanleg fram til þessa. Menning Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Arnar og Sara gáfu syninum nafn Lífið Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Sýning VaVaVoom leikhópsins, Nýjustu fréttir, var valin inn í Summerhall Theatre í Edinborg þar sem hún verður hluti af leiklistarhátíðinni Edinburgh Fringe Festival 2. til 26. ágúst. Þetta er í fyrsta sinn sem hópurinn ferðast út fyrir landsteinana með verkið en það var frumsýnt í Þjóðleikhúsinu síðastliðið haust. Sýningin hlaut mikið lof gagnrýnenda hérlendis og tvær Grímutilnefningar í flokkunum Tónlist ársins og Sproti ársins. Nýjustu fréttir er án orða og hentar vel til að ferðast með erlendis og vonast aðstandendur sýningarinnar til að Skotlandsförin verði stökkpallur fyrir frekari ferðalög og lengi framhaldslíf verksins. Edinborgarhátíðin er ein stærsta listahátíð í Evrópu og stendur yfir í þrjár vikur. Þátttaka í hátíðinni getur skipt sköpum fyrir leikhópa sem vilja kynna sig á Bretlandseyjum og víðar í Evrópu, þar sem allir helstu leikhúsgagnrýnendur, framleiðendur og bókarar mæta á hátíðina til að kynna sér framboð nýrra verka. Leikhópar gera samstarfssamning við leikhús í borginni um sýningarrými en fjármagna þátttöku alfarið sjálfir. VaVaVoom opnaði því svæði á Karolina Fund. Þar er hægt að styrkja hópinn með frjálsum framlögum og fá margvíslegt góðgæti tengt sýningunni sem þakkarvott í staðinn, allt frá handskrifuðum póstkortum frá hópnum í Edinborg til handgerðra pop-up húsa úr sýningunni og tónlistar úr verkinu – en hún hefur ekki verið fáanleg fram til þessa.
Menning Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Arnar og Sara gáfu syninum nafn Lífið Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira