Tilnefning Láru Hönnu sögð hafa breytt RÚV-samkomulagi Jakob Bjarnar skrifar 15. júlí 2013 07:00 Stjórn RÚV er skipuð af Alþingi. Píratar ætluðu Láru Hönnu Einarsdóttur, þýðanda og bloggara, sem aðalmann sinn í stjórn RÚV. Pétur Gunnarsson rithöfundur átti að vera til vara. Píratar víxluðu þegar þeir fréttu af meintri rógsherð gegn Láru Hönnu. „Tveir úr minnihlutanum vöruðu okkur við. Orðið á göngunum væri að það ætti að hjóla í Láru og mannorðsmyrða hana uppi í þingsal,“ segir Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata. „Málsvörn meirihlutans átti að vera sá að fulltrúi okkar væri vanhæfur. Þess vegna svissuðum við. Við vildum ekki gefa þeim tækifæri til að réttlæta þennan hryllilega gjörning svika,“ heldur Birgitta áfram. Á síðustu dögum sumarþings taldi minnihlutinn samkomulag liggja fyrir; hann fengi fjóra fulltrúa í stjórn RÚV og stjórnarflokkarnir fimm. Upphaflega stóð til að Lára Hanna Einarsdóttir, þýðandi og bloggari, yrði fulltrúi Pírata en Pétur Gunnarsson yrði varamaður. Óvænt og skyndilega var þetta meinta samkomulag að engu orðið og fyrir þinginu lá tillaga þess efnis að fulltrúar stjórnarflokka í stjórn væru sex en minnihlutinn væri með þrjá. Birgitta segist ekki hafa sannanir en hún telur að það sé vegna þess að fulltrúi Pírata var Lára Hanna. „Eftir skrítinn fund þingflokksformanna, en þar var þessum svikum varpað yfir á Sigmund Davíð Gunnlaugsson, fórum við Katrín Jakobsdóttir á fund Sigmundar. Hann vísaði í fyrstu á Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, en sagði svo að fulltrúi Pírata væri vanhæfur,“ segir Birgitta, sem telur það einkennilegt á þessu stigi. Meint vanhæfi Láru Hönnu byggi á því að hún starfi fyrir 365, samkeppnisaðila RÚV. „En staðreynd málsins er sú að þar þýðir hún sem verktaki þættina Bold and the Beautiful.“ Láru Hönnu, einum tilnefndra fulltrúa í stjórn RÚV, hefur borist bréf frá lögmanni menntamálaráðuneytisins þar sem henni er sem varamanni gert að sanna hæfi sitt. Þetta telur Birgitta meðal annars eitt þess sem bendi til þess að viðsnúningurinn sé vegna þess að menn innan ríkisstjórnarinnar geti ekki hugsað sér hana í stjórn RÚV. Sigrún Magnúsdóttir, þingflokksformaður Framsóknar, telur þetta af og frá: „Neineineinei. Þetta er söguburður og útskýring úr lausu lofti gripin. Við vissum ekkert hvaða fólk var tilnefnt fyrr en eftir á. Það var aldrei um neitt samkomulag að ræða. Bara eitthvað sem við höfðum sagt á göngunum. Í lögum um RÚV segir að í stjórn skuli skipað samkvæmt hlutfallskosningu. Það var ekkert samkomulag rofið. Bara alls ekki.“ Mest lesið Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Fleiri fréttir Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Sjá meira
Píratar ætluðu Láru Hönnu Einarsdóttur, þýðanda og bloggara, sem aðalmann sinn í stjórn RÚV. Pétur Gunnarsson rithöfundur átti að vera til vara. Píratar víxluðu þegar þeir fréttu af meintri rógsherð gegn Láru Hönnu. „Tveir úr minnihlutanum vöruðu okkur við. Orðið á göngunum væri að það ætti að hjóla í Láru og mannorðsmyrða hana uppi í þingsal,“ segir Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata. „Málsvörn meirihlutans átti að vera sá að fulltrúi okkar væri vanhæfur. Þess vegna svissuðum við. Við vildum ekki gefa þeim tækifæri til að réttlæta þennan hryllilega gjörning svika,“ heldur Birgitta áfram. Á síðustu dögum sumarþings taldi minnihlutinn samkomulag liggja fyrir; hann fengi fjóra fulltrúa í stjórn RÚV og stjórnarflokkarnir fimm. Upphaflega stóð til að Lára Hanna Einarsdóttir, þýðandi og bloggari, yrði fulltrúi Pírata en Pétur Gunnarsson yrði varamaður. Óvænt og skyndilega var þetta meinta samkomulag að engu orðið og fyrir þinginu lá tillaga þess efnis að fulltrúar stjórnarflokka í stjórn væru sex en minnihlutinn væri með þrjá. Birgitta segist ekki hafa sannanir en hún telur að það sé vegna þess að fulltrúi Pírata var Lára Hanna. „Eftir skrítinn fund þingflokksformanna, en þar var þessum svikum varpað yfir á Sigmund Davíð Gunnlaugsson, fórum við Katrín Jakobsdóttir á fund Sigmundar. Hann vísaði í fyrstu á Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, en sagði svo að fulltrúi Pírata væri vanhæfur,“ segir Birgitta, sem telur það einkennilegt á þessu stigi. Meint vanhæfi Láru Hönnu byggi á því að hún starfi fyrir 365, samkeppnisaðila RÚV. „En staðreynd málsins er sú að þar þýðir hún sem verktaki þættina Bold and the Beautiful.“ Láru Hönnu, einum tilnefndra fulltrúa í stjórn RÚV, hefur borist bréf frá lögmanni menntamálaráðuneytisins þar sem henni er sem varamanni gert að sanna hæfi sitt. Þetta telur Birgitta meðal annars eitt þess sem bendi til þess að viðsnúningurinn sé vegna þess að menn innan ríkisstjórnarinnar geti ekki hugsað sér hana í stjórn RÚV. Sigrún Magnúsdóttir, þingflokksformaður Framsóknar, telur þetta af og frá: „Neineineinei. Þetta er söguburður og útskýring úr lausu lofti gripin. Við vissum ekkert hvaða fólk var tilnefnt fyrr en eftir á. Það var aldrei um neitt samkomulag að ræða. Bara eitthvað sem við höfðum sagt á göngunum. Í lögum um RÚV segir að í stjórn skuli skipað samkvæmt hlutfallskosningu. Það var ekkert samkomulag rofið. Bara alls ekki.“
Mest lesið Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Fleiri fréttir Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Sjá meira