Helgarmaturinn-Eggaldin með mozzarella og parmesan Marín Manda skrifar 8. júlí 2013 13:00 Angantýr Einarsson er hrifinn af ítölskum mat. Angantýr Einarsson skrifstofustjóri fjármálaráðuneytisins er mikill áhugamaður um mat og eldamennsku og deilir hér uppskrift þar sem öllum helstu ítölsku hráefnunum er blandað saman svo úr verður sérlega bragðgóður og þjóðlegur ítalskur réttur.Hráefni5 tómatar1 lítill laukur2 hvítlauksgeirar100 ml rauðvínGrænmetiskrafturSalt og piparÓreganó-þurrkrydd1 meðalstórt eggaldin1 stór kúla mozzarella-osturFersk basilikulauf (hálf askja)Rifinn parmesanostur (u.þ.b. hálfur)TómatsósaSaxið lauk og hvítlauk og léttsteikið á pönnu. Skerið tómatana í litla bita og bætið út í, ásamt rauðvíni, grænmetiskrafti og matskeið af óreganói. Saltið og piprið eftir eigin bragðlaukum. Látið malla í um 5 mínútur og hellið í eldfast mót. Skerið eggaldin í 0,5 til 1 cm þykkar sneiðar og steikið upp úr ólífuolíu í um hálfa mínútu á hvorri hlið. Leyfið aldininu að draga í sig olíuna. Saltið og piprið (ekki nauðsynlegt). Leggið sneiðarnar ofan á tómatsósuna. Ostar og basilika. Skerið mozzarella-ostinn í þunnar sneiðar og leggið ofan á eggaldinið. Stráið parmesanostinum yfir og bakið í 200 gráðu heitum ofni þar til osturinn er orðinn fallega brúnn. Saxið basilikulauf og stráið yfir eftir að rétturinn hefur verið tekinn úr ofninum. Berið fram með fallegu salati. Grænmetisréttir Uppskriftir Mest lesið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Lífið Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Lífið „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Stjörnum prýtt afmæli Nínu Lífið 48% aukið áhorf á sjónvarpsstöðvar Sýnar Lífið samstarf Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Lífið Deila fyrstu myndunum af hvort öðru Lífið Jólagjafahugmyndir sem hitta í mark Lífið samstarf Fleiri fréttir Þakkargjörðarveisla að hætti Evu Laufeyjar Retinól-salat tekur yfir TikTok Mongólsk kjötsúpa Ása: „Þetta er bara alveg eins og íslensk kjötsúpa“ Mac n' cheese frá grunni „Foodporn í boði Adams“ Stökkir ostabitar í pistasíuhjúp Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Létt og ljúffengt eplasalat Tiramisu-brownie að hætti Höllu Sjá meira
Angantýr Einarsson skrifstofustjóri fjármálaráðuneytisins er mikill áhugamaður um mat og eldamennsku og deilir hér uppskrift þar sem öllum helstu ítölsku hráefnunum er blandað saman svo úr verður sérlega bragðgóður og þjóðlegur ítalskur réttur.Hráefni5 tómatar1 lítill laukur2 hvítlauksgeirar100 ml rauðvínGrænmetiskrafturSalt og piparÓreganó-þurrkrydd1 meðalstórt eggaldin1 stór kúla mozzarella-osturFersk basilikulauf (hálf askja)Rifinn parmesanostur (u.þ.b. hálfur)TómatsósaSaxið lauk og hvítlauk og léttsteikið á pönnu. Skerið tómatana í litla bita og bætið út í, ásamt rauðvíni, grænmetiskrafti og matskeið af óreganói. Saltið og piprið eftir eigin bragðlaukum. Látið malla í um 5 mínútur og hellið í eldfast mót. Skerið eggaldin í 0,5 til 1 cm þykkar sneiðar og steikið upp úr ólífuolíu í um hálfa mínútu á hvorri hlið. Leyfið aldininu að draga í sig olíuna. Saltið og piprið (ekki nauðsynlegt). Leggið sneiðarnar ofan á tómatsósuna. Ostar og basilika. Skerið mozzarella-ostinn í þunnar sneiðar og leggið ofan á eggaldinið. Stráið parmesanostinum yfir og bakið í 200 gráðu heitum ofni þar til osturinn er orðinn fallega brúnn. Saxið basilikulauf og stráið yfir eftir að rétturinn hefur verið tekinn úr ofninum. Berið fram með fallegu salati.
Grænmetisréttir Uppskriftir Mest lesið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Lífið Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Lífið „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Stjörnum prýtt afmæli Nínu Lífið 48% aukið áhorf á sjónvarpsstöðvar Sýnar Lífið samstarf Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Lífið Deila fyrstu myndunum af hvort öðru Lífið Jólagjafahugmyndir sem hitta í mark Lífið samstarf Fleiri fréttir Þakkargjörðarveisla að hætti Evu Laufeyjar Retinól-salat tekur yfir TikTok Mongólsk kjötsúpa Ása: „Þetta er bara alveg eins og íslensk kjötsúpa“ Mac n' cheese frá grunni „Foodporn í boði Adams“ Stökkir ostabitar í pistasíuhjúp Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Létt og ljúffengt eplasalat Tiramisu-brownie að hætti Höllu Sjá meira