Vinafátt grískt goð Sigríður Dögg skrifar 27. júní 2013 08:00 Hvert er hlutverk fantasía? Sigga Dögg veltir fyrir sér tilgangi fantasíubókmennta. Nordicphotos/getty Nú sem áður hafa fantasíur kvenna verið mér hugleiknar. Það eru ekki mínar eigin fantasíur sem hringsnúast í kollinum á mér heldur þessar sem „rómantískar ástarsögur“ eru skrifaðar um. Fantasía er í formi sínu tilbúningur sem krefst engrar tengingar við raunveruleikann né löngunar um að slíkar hugsanir verði að raunveruleika. Þær geta verið hvað sem er, með hverjum sem er og hvernig sem er. Niðurstöður rannsókna hafa sýnt fram á að konur sem fantasera lifa betra kynlífi. Eins og hefur komið fram í öðrum pistli les ég erótík á sumrin. Söluhæstu bækurnar eru með skuggalega líkt þema; gaur er tilfinningalega heftur, einfari og vinafár, ógeðslega ríkur, myndarlegri en grískt goð, yfirnáttúrulega gáfaður, sver eins og stóðhestur og með óseðjandi kynþörf, en stelpan er týnd og í stöðugu tilfinningalegu ójafnvægi. Hún fær fullnægingu við minnstu áreynslu og verður ástfangin af hundleiðinlegri frekjudollu við það eitt að ganga framhjá henni. Rómansinn er flóknari en grískur harmleikur og þau hætta saman á einni síðu en sofa svo saman á þeirri næstu. Ég set einlægt spurningarmerki við þessa fléttu. Nú eru þessar bækur oft titlaðar sem konubækur en ég velti fyrir mér: viljum við svona mikið drama? Ætli ástina, og lausn frá fortíðardraugum, sé ávallt að finna djúpt í skauti okkar? Og ef stungið er nógu oft í samband, og nógu djúpt, verður viðkomandi betri maður og við öðlumst hjarta(f)ró? Vissulega er þetta langt í frá eina þemað sem hægt væri að vinna með og auðvitað eru skrifaðar fleiri bækur, en ég miða pistilinn út frá mest seldu bókunum. Mér finnst leiðinlegt að þetta þema stuðar mig og pirrar. Ég vildi að ég gæti bara lesið þessar ofsafengnu kynlífslýsingar og skundað í rosa stuði upp í rúm, en því miður er það ekki svo. Ég skil að góð skáldsaga er fantasía sem getur fært mann langt frá raunveruleikanum, en kveikir letilegt og rólegt kynlíf með manni í meðalstærð ekki á neistanum? Stundum er bara erfitt að fara úr hlutverki kynfræðings sem vill nýta slíkar bókmenntir til hugmyndaauðgi innan sambanda samhliða því að fræða lesandann. Kannski tapar sagan líka sjarma sínum við raunveruleikatengingu enda vitum við að það er nógu erfitt að kveikja á greddunni í hversdagslegu sambandi þegar reikningar og uppvask bíða manns. Kannski er þetta bara bull í mér. Hvað segja strákarnir, hvað finnst þeim um svona bækur? Eru týndar stelpur sem þurfa á björgun að halda sexí? Sigga Dögg Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Fleiri fréttir Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sjá meira
Nú sem áður hafa fantasíur kvenna verið mér hugleiknar. Það eru ekki mínar eigin fantasíur sem hringsnúast í kollinum á mér heldur þessar sem „rómantískar ástarsögur“ eru skrifaðar um. Fantasía er í formi sínu tilbúningur sem krefst engrar tengingar við raunveruleikann né löngunar um að slíkar hugsanir verði að raunveruleika. Þær geta verið hvað sem er, með hverjum sem er og hvernig sem er. Niðurstöður rannsókna hafa sýnt fram á að konur sem fantasera lifa betra kynlífi. Eins og hefur komið fram í öðrum pistli les ég erótík á sumrin. Söluhæstu bækurnar eru með skuggalega líkt þema; gaur er tilfinningalega heftur, einfari og vinafár, ógeðslega ríkur, myndarlegri en grískt goð, yfirnáttúrulega gáfaður, sver eins og stóðhestur og með óseðjandi kynþörf, en stelpan er týnd og í stöðugu tilfinningalegu ójafnvægi. Hún fær fullnægingu við minnstu áreynslu og verður ástfangin af hundleiðinlegri frekjudollu við það eitt að ganga framhjá henni. Rómansinn er flóknari en grískur harmleikur og þau hætta saman á einni síðu en sofa svo saman á þeirri næstu. Ég set einlægt spurningarmerki við þessa fléttu. Nú eru þessar bækur oft titlaðar sem konubækur en ég velti fyrir mér: viljum við svona mikið drama? Ætli ástina, og lausn frá fortíðardraugum, sé ávallt að finna djúpt í skauti okkar? Og ef stungið er nógu oft í samband, og nógu djúpt, verður viðkomandi betri maður og við öðlumst hjarta(f)ró? Vissulega er þetta langt í frá eina þemað sem hægt væri að vinna með og auðvitað eru skrifaðar fleiri bækur, en ég miða pistilinn út frá mest seldu bókunum. Mér finnst leiðinlegt að þetta þema stuðar mig og pirrar. Ég vildi að ég gæti bara lesið þessar ofsafengnu kynlífslýsingar og skundað í rosa stuði upp í rúm, en því miður er það ekki svo. Ég skil að góð skáldsaga er fantasía sem getur fært mann langt frá raunveruleikanum, en kveikir letilegt og rólegt kynlíf með manni í meðalstærð ekki á neistanum? Stundum er bara erfitt að fara úr hlutverki kynfræðings sem vill nýta slíkar bókmenntir til hugmyndaauðgi innan sambanda samhliða því að fræða lesandann. Kannski tapar sagan líka sjarma sínum við raunveruleikatengingu enda vitum við að það er nógu erfitt að kveikja á greddunni í hversdagslegu sambandi þegar reikningar og uppvask bíða manns. Kannski er þetta bara bull í mér. Hvað segja strákarnir, hvað finnst þeim um svona bækur? Eru týndar stelpur sem þurfa á björgun að halda sexí?
Sigga Dögg Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Fleiri fréttir Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sjá meira