Kvenmannslausir karlar ávíttir Friðrika Benónýsdóttir skrifar 25. júní 2013 06:00 Þremenningar af Alþingi gerðu hálfgerða sneypuför á sumarþing Evrópuráðsins í Strassborg eins og fram kom í fréttum í gær. Engin kona er með í för og er það klárt brot á reglum um kynjakvóta í sendinefndum landanna sem þingið sækja. Sendinefnd Íslands er því í raun ólögleg og verður úr því skorið á morgun hvort hún fái að taka fullan þátt í þinginu, en þingskapa- og stofnananefnd þess hefur málið til umfjöllunar og hefur boðað úrskurð í málinu á miðvikudag. Þangað til fá fulltrúar íslensku sendinefndarinnar að taka þátt í störfum þingsins, en alls óvíst er á hvorn veginn sá úrskurður fellur. Í reglum Evrópuráðsins er kveðið á um að hlutfall kvenna í sendinefndum eigi að endurspegla hlutfall þeirra á þjóðþingum, eða í versta falli verði að vera að minnsta kosti ein kona í hverri sendinefnd. Þetta virðist hafa farið fram hjá þeim stjórnmálaflokkum sem fulltrúa eiga á Alþingi Íslendinga. Þrír þeirra eiga fulltrúa í nefndinni; Framsóknarflokkur, Sjálfstæðisflokkur og Vinstri græn og enginn þeirra tilnefndi konu í aðalsendinefndina. Það virðast því ekki bara vera íslensk lög og reglugerðir sem stjórnmálaflokkunum þykir sjálfsagt að hunsa. Karl Garðarsson, formaður íslensku sendinefndarinnar, lét hafa eftir sér í fréttum í gær að það hefði „aðeins verið vegna mistaka“ sem engin kona var valin í nefndina. Í hverju þau mistök fólust kemur ekki fram, en hafi þingmenn kynnt sér reglur Evrópuráðsins fyrir val í nefndina hefði ekki átt að fara á milli mála að með því að velja tóma karla væri verið að brjóta þær reglur. Mistök koma varla við þá sögu. Hunsunin á reglum Evrópuráðsins er kannski liður í þeirri yfirlýstu stefnu ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs að láta ekki „einhverja útlendinga“ segja sér fyrir verkum, en hverju slíkt á að skila er vandséð. Hreinlegra væri þá að senda enga sendinefnd á slík þing og ganga alla leið með það að fara alfarið eftir eigin reglum innan landsteinanna. Skilaboðin sem svona klúður sendir umheiminum eru nefnilega eingöngu þau að Íslendingar séu dónar sem kunna sig ekki og láta sig engu varða hvaða reglur gilda í þeim fjölþjóðlegu samtökum sem þeir þó ennþá eru meðlimir í. Kynjakvóti er umdeilt mál, bæði hérlendis og erlendis, og hafa til dæmis Danir og Svíar verið tregir til að setja slíkar reglur í sinni stjórnsýslu. Þeir láta sér þó ekki til hugar koma að senda hreinræktaðar karlasendinefndir á þing Evrópuráðsins, enda slíkt fullkomlega tilgangslaust í baráttunni gegn kvótanum heimafyrir. Slíkt er heldur ekki gert í neinu ógáti og því hlýtur þessi skipan íslensku nefndarinnar að vekja upp spurningar um það hvað vaki fyrir Alþingi með þessari ráðstöfun. Er það vilji ríkisstjórnarinnar að sendinefndin verði send heim með skottið á milli fótanna? Og ef svo fer hvað hefur hún hugsað sér að gera í framhaldinu? Gætum við kannski fengið svör við því, eða kemur okkur það ekkert við frekar en aðrar furðuráðstafanir þessarar stjórnar? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Friðrika Benónýsdóttir Mest lesið Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson Skoðun
Þremenningar af Alþingi gerðu hálfgerða sneypuför á sumarþing Evrópuráðsins í Strassborg eins og fram kom í fréttum í gær. Engin kona er með í för og er það klárt brot á reglum um kynjakvóta í sendinefndum landanna sem þingið sækja. Sendinefnd Íslands er því í raun ólögleg og verður úr því skorið á morgun hvort hún fái að taka fullan þátt í þinginu, en þingskapa- og stofnananefnd þess hefur málið til umfjöllunar og hefur boðað úrskurð í málinu á miðvikudag. Þangað til fá fulltrúar íslensku sendinefndarinnar að taka þátt í störfum þingsins, en alls óvíst er á hvorn veginn sá úrskurður fellur. Í reglum Evrópuráðsins er kveðið á um að hlutfall kvenna í sendinefndum eigi að endurspegla hlutfall þeirra á þjóðþingum, eða í versta falli verði að vera að minnsta kosti ein kona í hverri sendinefnd. Þetta virðist hafa farið fram hjá þeim stjórnmálaflokkum sem fulltrúa eiga á Alþingi Íslendinga. Þrír þeirra eiga fulltrúa í nefndinni; Framsóknarflokkur, Sjálfstæðisflokkur og Vinstri græn og enginn þeirra tilnefndi konu í aðalsendinefndina. Það virðast því ekki bara vera íslensk lög og reglugerðir sem stjórnmálaflokkunum þykir sjálfsagt að hunsa. Karl Garðarsson, formaður íslensku sendinefndarinnar, lét hafa eftir sér í fréttum í gær að það hefði „aðeins verið vegna mistaka“ sem engin kona var valin í nefndina. Í hverju þau mistök fólust kemur ekki fram, en hafi þingmenn kynnt sér reglur Evrópuráðsins fyrir val í nefndina hefði ekki átt að fara á milli mála að með því að velja tóma karla væri verið að brjóta þær reglur. Mistök koma varla við þá sögu. Hunsunin á reglum Evrópuráðsins er kannski liður í þeirri yfirlýstu stefnu ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs að láta ekki „einhverja útlendinga“ segja sér fyrir verkum, en hverju slíkt á að skila er vandséð. Hreinlegra væri þá að senda enga sendinefnd á slík þing og ganga alla leið með það að fara alfarið eftir eigin reglum innan landsteinanna. Skilaboðin sem svona klúður sendir umheiminum eru nefnilega eingöngu þau að Íslendingar séu dónar sem kunna sig ekki og láta sig engu varða hvaða reglur gilda í þeim fjölþjóðlegu samtökum sem þeir þó ennþá eru meðlimir í. Kynjakvóti er umdeilt mál, bæði hérlendis og erlendis, og hafa til dæmis Danir og Svíar verið tregir til að setja slíkar reglur í sinni stjórnsýslu. Þeir láta sér þó ekki til hugar koma að senda hreinræktaðar karlasendinefndir á þing Evrópuráðsins, enda slíkt fullkomlega tilgangslaust í baráttunni gegn kvótanum heimafyrir. Slíkt er heldur ekki gert í neinu ógáti og því hlýtur þessi skipan íslensku nefndarinnar að vekja upp spurningar um það hvað vaki fyrir Alþingi með þessari ráðstöfun. Er það vilji ríkisstjórnarinnar að sendinefndin verði send heim með skottið á milli fótanna? Og ef svo fer hvað hefur hún hugsað sér að gera í framhaldinu? Gætum við kannski fengið svör við því, eða kemur okkur það ekkert við frekar en aðrar furðuráðstafanir þessarar stjórnar?
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun