Leggur undir sig Gilið Bergsteinn Sigurðsson skrifar 22. júní 2013 12:00 Á bóndadag. „Það er auðvitað mjög gott að sjá fyrir endann á þessu. Þegar maður setur sér stór markmið og nær þeim má leyfa sér að vera svolítið ánægður með sig,“ segir Aðalheiður S. Eysteinsdóttir myndlistarmaður, sem opnar sýningu í Flóru í Hafnarstræti á Akureyri í dag. Á sama tíma opnar hún alls tíu sýningar í Listagilinu á Akureyri, það er í öllum sýningarsölum Sjónlistamiðstöðvarinnar, í sal Myndlistarfélagsins, Populus Tremula, Mjólkurbúðinni. Sýningarnar marka lokin á verkefninu Réttardagur, 50 sýninga röð sem staðið hefur yfir síðan júní 2008 og verið sett upp víða um land og utan landsteinanna. Útgangspunktur sýninganna er sauðkindin og sú menning sem skapast um og út frá sauðkindinni. Þetta er risavaxið verkefni og telja verkin á sýningunum – skúlptúrar og lágmyndir – nú mörg hundruð.Aðalheiður EysteinsdóttirVar hún aldrei nálægt því að fallast hendur? „Nei, en það hvarflaði vissulega nokkrum sinnum að mér hvað ég hefði eiginlega verið að hugsa að ráðast í svona stórt verkefni,“ segir hún og hlær. En hvað er næst á dagskrá? „Ég ætla að leyfa mér að vera í lausu lofti í nokkra mánuði. Það er kærkomið að sjá öll verkin samankomin, þá áttar maður sig betur á hvað þetta er og hvort maður vilji halda áfram á sömu nótum. Verkefninu Réttardegi er lokið, ég hef fengið nægju mína af þessu þema, en á hugsanlega eftir að vinna áfram með svipuð efnistök.“ En hvað verður um öll verkin sem urðu til? „Ég er ekki einu sinni farin að hugsa út í það. Það er seinni tíma vandamál.“ Menning Mest lesið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
„Það er auðvitað mjög gott að sjá fyrir endann á þessu. Þegar maður setur sér stór markmið og nær þeim má leyfa sér að vera svolítið ánægður með sig,“ segir Aðalheiður S. Eysteinsdóttir myndlistarmaður, sem opnar sýningu í Flóru í Hafnarstræti á Akureyri í dag. Á sama tíma opnar hún alls tíu sýningar í Listagilinu á Akureyri, það er í öllum sýningarsölum Sjónlistamiðstöðvarinnar, í sal Myndlistarfélagsins, Populus Tremula, Mjólkurbúðinni. Sýningarnar marka lokin á verkefninu Réttardagur, 50 sýninga röð sem staðið hefur yfir síðan júní 2008 og verið sett upp víða um land og utan landsteinanna. Útgangspunktur sýninganna er sauðkindin og sú menning sem skapast um og út frá sauðkindinni. Þetta er risavaxið verkefni og telja verkin á sýningunum – skúlptúrar og lágmyndir – nú mörg hundruð.Aðalheiður EysteinsdóttirVar hún aldrei nálægt því að fallast hendur? „Nei, en það hvarflaði vissulega nokkrum sinnum að mér hvað ég hefði eiginlega verið að hugsa að ráðast í svona stórt verkefni,“ segir hún og hlær. En hvað er næst á dagskrá? „Ég ætla að leyfa mér að vera í lausu lofti í nokkra mánuði. Það er kærkomið að sjá öll verkin samankomin, þá áttar maður sig betur á hvað þetta er og hvort maður vilji halda áfram á sömu nótum. Verkefninu Réttardegi er lokið, ég hef fengið nægju mína af þessu þema, en á hugsanlega eftir að vinna áfram með svipuð efnistök.“ En hvað verður um öll verkin sem urðu til? „Ég er ekki einu sinni farin að hugsa út í það. Það er seinni tíma vandamál.“
Menning Mest lesið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira