Ofurmennið mætir aftur til leiks Sara McMahon skrifar 19. júní 2013 21:30 Flestir kannast við söguna um Ofurmennið frá plánetunni Krypton. Stórmyndin Man of Steel, sem frumsýnd var í gær, segir frá því þegar Ofurmennið kemur fyrst til Jarðar. Þegar myndin hefst ríkir mikil ólga á plánetunni Krypton. Vísindamaðurinn Jor-El og eiginkona hans ákveða að senda nýfæddan son sinn, Kal-El, með geimflaug til Jarðar í þeirri von að hann lifi af. Jor-El er því næst myrtur af hinum illa Zod, sem er refsað með útlegð á annarri plánetu. Skömmu síðar springur Krypton í loft upp og láta foreldrar Kal-El báðir lífið. Á Jörðinni finna hjónin Jonathan og Martha Kent ungbarnið Kal-El og taka það að sér. Pilturinn fær nafnið Clark Kent og fljótlega kemur í ljós að hann býr yfir ofurmannlegum kröftum. Í fyrstu koma kraftarnir honum í mikið uppnám en með tíð og tíma lærir Clark að nýta þá til ýmissa góðverka. Þegar Clark kemst loks að sannleikanum um uppruna sinn er Zod kominn til jarðar og upphefst þá æsispennandi barátta milli góðs og ills. Man of Steel var frumsýnd í Bandaríkjunum um síðustu helgi og hlaut góðar viðtökur áhorfenda. Leikstjóri myndarinnar er Zack Sneyder sem er þaulreyndur þegar kemur að leikstjórn stórmynda sem eru stútfullar af tæknibrellum. Frumraun hans var kvikmyndin Dawn of the Dead frá árinu 2004, hann hefur einnig leikstýrt myndum á borð við 300, með Gerard Butler í aðalhlutverki, Watchmen og Sucker Punch. Breska nýstirnið Henry Cavill fer með hlutverk Supermans að þessu sinni og þurfti leikarinn að leggja mikið á sig fyrir hlutverkið. Snyder óskaði eftir því að Cavill liti út eins og fyrstu teikningar af Superman og það án liðsinnis tölvutækninnar og búningahönnuða. Amy Adams fer með hlutverk blaðakonunnar Lois Lane, Michael Shannon, sem sjónvarpsáhorfendur þekkja úr þáttunum Boardwalk Empire, leikur illmennið Zod. Kevin Costner og Diane Lane leika Jonathan og Mörthu Kent, Russell Crowe fer með hlutverk Jor-El og loks leikur Laurence Fishburne yfirmann Lois Lane. Mest lesið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Oft upplifir fólk leiða og depurð eftir gott sumarfrí Áskorun Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Lífið Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti Lífið Fleiri fréttir Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Flestir kannast við söguna um Ofurmennið frá plánetunni Krypton. Stórmyndin Man of Steel, sem frumsýnd var í gær, segir frá því þegar Ofurmennið kemur fyrst til Jarðar. Þegar myndin hefst ríkir mikil ólga á plánetunni Krypton. Vísindamaðurinn Jor-El og eiginkona hans ákveða að senda nýfæddan son sinn, Kal-El, með geimflaug til Jarðar í þeirri von að hann lifi af. Jor-El er því næst myrtur af hinum illa Zod, sem er refsað með útlegð á annarri plánetu. Skömmu síðar springur Krypton í loft upp og láta foreldrar Kal-El báðir lífið. Á Jörðinni finna hjónin Jonathan og Martha Kent ungbarnið Kal-El og taka það að sér. Pilturinn fær nafnið Clark Kent og fljótlega kemur í ljós að hann býr yfir ofurmannlegum kröftum. Í fyrstu koma kraftarnir honum í mikið uppnám en með tíð og tíma lærir Clark að nýta þá til ýmissa góðverka. Þegar Clark kemst loks að sannleikanum um uppruna sinn er Zod kominn til jarðar og upphefst þá æsispennandi barátta milli góðs og ills. Man of Steel var frumsýnd í Bandaríkjunum um síðustu helgi og hlaut góðar viðtökur áhorfenda. Leikstjóri myndarinnar er Zack Sneyder sem er þaulreyndur þegar kemur að leikstjórn stórmynda sem eru stútfullar af tæknibrellum. Frumraun hans var kvikmyndin Dawn of the Dead frá árinu 2004, hann hefur einnig leikstýrt myndum á borð við 300, með Gerard Butler í aðalhlutverki, Watchmen og Sucker Punch. Breska nýstirnið Henry Cavill fer með hlutverk Supermans að þessu sinni og þurfti leikarinn að leggja mikið á sig fyrir hlutverkið. Snyder óskaði eftir því að Cavill liti út eins og fyrstu teikningar af Superman og það án liðsinnis tölvutækninnar og búningahönnuða. Amy Adams fer með hlutverk blaðakonunnar Lois Lane, Michael Shannon, sem sjónvarpsáhorfendur þekkja úr þáttunum Boardwalk Empire, leikur illmennið Zod. Kevin Costner og Diane Lane leika Jonathan og Mörthu Kent, Russell Crowe fer með hlutverk Jor-El og loks leikur Laurence Fishburne yfirmann Lois Lane.
Mest lesið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Oft upplifir fólk leiða og depurð eftir gott sumarfrí Áskorun Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Lífið Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti Lífið Fleiri fréttir Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira