Nú þurfa þeir ungu að stíga upp Stefán Árni Pálsson skrifar 7. júní 2013 06:30 Ólafur Gústafsson verður í lykilhlutverki með íslenska landsliðinu í næstu verkefnum. fréttablaðið/Vilhelm Aron Kristjánsson, landsliðsþjálfari í handknattleik, valdi í gær 17 manna landsliðshóp fyrir leikina gegn Hvíta-Rússlandi og Rúmeníu sem fara fram 12. og 16. júní næstkomandi. Um er að ræða tvo síðustu leiki í undankeppni Evrópumótsins sem fer fram í Danmörku á næsta ári. Ísland hefur nú þegar tryggt sér sæti á mótinu en þjálfarinn vill samt sem áður fara í alla leiki til að vinna. Margir lykilleikmenn eru utan hópsins vegna meiðsla og því fá ungir strákar tækifæri til að láta ljós sitt skína. Bjarki Már Gunnarsson, leikmaður HK, var valinn í landsliðshópinn en þar er á ferðinni framtíðarvarnarmaður landsliðsins. Ólafur Gústafsson mun spila stórt hlutverk með liðinu í sókn sem og í vörn, en Aron þjálfari lítur einnig á hann sem framtíðarmann í hjarta varnarinnar. Það er því spurning hvort nýtt varnarpar sé að fæðast í liðinu. „Bjarki Már hefur verið valinn áður í úrtakshópinn og þar hefur hann staðið sig virkilega vel. Vonandi fær hann einhverjar mínútur í leikjunum og getur þá sýnt hvað í honum býr. Ólafur Gústafsson mun aftur á móti vera í stóru hlutverki með liðinu og spilar líklega töluvert, bæði í vörn og sókn,“ segir Aron Kristjánsson. „Fyrir okkur skiptir miklu máli að ná hópnum saman og að leikmenn finni taktinn sem ein liðsheild. Það mun mæða mikið á ungu strákunum og þeir verða bara að taka áskoruninni og standa í lappirnar,“ segir Aron. Rúnar Kárason kemur inn í hópinn en hann hefur verið að glíma við meiðsli í hendi. Í fyrstu var talið að leikmaðurinn væri brotinn en hann virðist vera klár í slaginn. „Það verður frábært að fá Rúnar aftur í liðið eftir þó nokkra fjarveru. Læknar landsliðsins og sérfræðingar hjá Grosswallstadt hafa myndað Rúnar og eins og staðan er í dag er leikmaðurinn alveg heill.“ Ólafur Guðmundsson fær annað tækifæri í liðinu eftir dapra frammistöðu á heimsmeistaramótinu á Spáni í janúar á þessu ári. Það gekk ekkert hjá skyttunni á mótinu, sem endaði með því að hann var sendur heim. Nú kemur Hafnfirðingurinn aftur inn í hópinn en hann þarf að sanna sig, og rúmlega það. „Ólafur er efnilegur leikmaður sem stóð sig ágætlega í úrtakshópnum sem ég valdi á dögunum. Hann þarf samt sem áður að vinna í ákveðnum þáttum í sínum leik til að verða virkilega góður. Núna fær hann tækifærið á nýjan leik og vonandi nýtir hann það vel.“ Þann 16. júní fer leikurinn gegn Rúmeníu fram en það verður sérstakur kveðjuleikur fyrir Ólaf Stefánsson sem kemur aftur inn í landsliðshópinn. „Við ætlum okkur að sjálfsögðu að kveðja Ólaf með sigri og það verður allt lagt undir fyrir þann leik,“ segir Aron. Íslenski handboltinn Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Kansas frá Kansas til Kansas Sport Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Glódís framlengir samninginn við Bayern Fótbolti Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Körfubolti Fleiri fréttir Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Sjá meira
Aron Kristjánsson, landsliðsþjálfari í handknattleik, valdi í gær 17 manna landsliðshóp fyrir leikina gegn Hvíta-Rússlandi og Rúmeníu sem fara fram 12. og 16. júní næstkomandi. Um er að ræða tvo síðustu leiki í undankeppni Evrópumótsins sem fer fram í Danmörku á næsta ári. Ísland hefur nú þegar tryggt sér sæti á mótinu en þjálfarinn vill samt sem áður fara í alla leiki til að vinna. Margir lykilleikmenn eru utan hópsins vegna meiðsla og því fá ungir strákar tækifæri til að láta ljós sitt skína. Bjarki Már Gunnarsson, leikmaður HK, var valinn í landsliðshópinn en þar er á ferðinni framtíðarvarnarmaður landsliðsins. Ólafur Gústafsson mun spila stórt hlutverk með liðinu í sókn sem og í vörn, en Aron þjálfari lítur einnig á hann sem framtíðarmann í hjarta varnarinnar. Það er því spurning hvort nýtt varnarpar sé að fæðast í liðinu. „Bjarki Már hefur verið valinn áður í úrtakshópinn og þar hefur hann staðið sig virkilega vel. Vonandi fær hann einhverjar mínútur í leikjunum og getur þá sýnt hvað í honum býr. Ólafur Gústafsson mun aftur á móti vera í stóru hlutverki með liðinu og spilar líklega töluvert, bæði í vörn og sókn,“ segir Aron Kristjánsson. „Fyrir okkur skiptir miklu máli að ná hópnum saman og að leikmenn finni taktinn sem ein liðsheild. Það mun mæða mikið á ungu strákunum og þeir verða bara að taka áskoruninni og standa í lappirnar,“ segir Aron. Rúnar Kárason kemur inn í hópinn en hann hefur verið að glíma við meiðsli í hendi. Í fyrstu var talið að leikmaðurinn væri brotinn en hann virðist vera klár í slaginn. „Það verður frábært að fá Rúnar aftur í liðið eftir þó nokkra fjarveru. Læknar landsliðsins og sérfræðingar hjá Grosswallstadt hafa myndað Rúnar og eins og staðan er í dag er leikmaðurinn alveg heill.“ Ólafur Guðmundsson fær annað tækifæri í liðinu eftir dapra frammistöðu á heimsmeistaramótinu á Spáni í janúar á þessu ári. Það gekk ekkert hjá skyttunni á mótinu, sem endaði með því að hann var sendur heim. Nú kemur Hafnfirðingurinn aftur inn í hópinn en hann þarf að sanna sig, og rúmlega það. „Ólafur er efnilegur leikmaður sem stóð sig ágætlega í úrtakshópnum sem ég valdi á dögunum. Hann þarf samt sem áður að vinna í ákveðnum þáttum í sínum leik til að verða virkilega góður. Núna fær hann tækifærið á nýjan leik og vonandi nýtir hann það vel.“ Þann 16. júní fer leikurinn gegn Rúmeníu fram en það verður sérstakur kveðjuleikur fyrir Ólaf Stefánsson sem kemur aftur inn í landsliðshópinn. „Við ætlum okkur að sjálfsögðu að kveðja Ólaf með sigri og það verður allt lagt undir fyrir þann leik,“ segir Aron.
Íslenski handboltinn Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Kansas frá Kansas til Kansas Sport Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Glódís framlengir samninginn við Bayern Fótbolti Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Körfubolti Fleiri fréttir Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Sjá meira