Fögnuðum í sautján klukkutíma rútuferð Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 14. maí 2013 13:45 Þórey Rósa og Rut fögnuðu titlinum vel og innilega. mynd/úr einkasafni Ísland eignaðist tvo nýja Evrópumeistara í handbolta um helgina er danska liðið Team Tvis Holstebro fagnaði sigri í EHF-bikarkeppninni. Landsliðskonurnar Þórey Rósa Stefánsdóttir og Rut Jónsdóttir leika báðar með liðinu. „Ég náði varla að sofa í nótt,“ sagði Þórey Rósa í samtali við Fréttablaðið en hún var þá komin heim til sín til Danmerkur eftir sautján tíma rútuferð frá Frakklandi, þar sem síðari úrslitaleikurinn fór fram. „Þetta var löng og skemmtileg ferð – algjör partírúta. Það var tekið í gítar, þó svo að það hafi verið erfitt að púsla saman dönskum, þýskum og íslenskum lögum. En það var gaman hjá okkur,“ bætir hún við í léttum dúr. Sigur Team Tvis var dramatískur. Liðið tapaði fyrri leiknum á heimavelli með fjögurra marka mun og var því ekki líklegt til afreka í Frakklandi. „Það höfðu fáir trú á okkur nema við sjálfar. Við spiluðum illa í fyrri leiknum en sigurinn varð bara enn sætari fyrir vikið.“ Hún neitar því ekki að þær frönsku hafi virst ansi sigurvissar fyrir seinni leikinn. „Þær fögnuðu sigrinum í Danmörku eins og þetta væri klappað og klárt. Svo töluðu þær í blöðunum í Frakklandi um að þetta væri aðeins spurning um hversu stór sigurinn yrði í seinni leiknum,“ segir Þórey Rósa og segir að það hafi hvatt leikmenn Team Tvis til dáða. „Við höfum sjálfar lent í því að vinna fyrri leikinn en tapa svo þeim síðari. Við vorum komnar með blóð á tennurnar og ætluðum ekki að gefast upp. Enda fann maður það á þeim að þær voru í hálfgerðu sjokki í seinni hálfleik. Það var hræðsla í augunum þeirra.“ Nú eru fram undan tveir úrslitaleikir gegn Midtjylland um danska meistaratitilinn en fyrir fram reikna flestir með sigri Midtjylland. „Þær hafa unnið áður og þekkja það vel. Nú þurfum við að koma okkur niður á jörðina en ég er viss um það að svona góður árangur í Evrópukeppni gefur manni sjálfstraust fyrir þessa leiki. Það er ekkert gefið í þessu.“ Íslenski handboltinn Mest lesið Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Íslenski boltinn Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Sjá meira
Ísland eignaðist tvo nýja Evrópumeistara í handbolta um helgina er danska liðið Team Tvis Holstebro fagnaði sigri í EHF-bikarkeppninni. Landsliðskonurnar Þórey Rósa Stefánsdóttir og Rut Jónsdóttir leika báðar með liðinu. „Ég náði varla að sofa í nótt,“ sagði Þórey Rósa í samtali við Fréttablaðið en hún var þá komin heim til sín til Danmerkur eftir sautján tíma rútuferð frá Frakklandi, þar sem síðari úrslitaleikurinn fór fram. „Þetta var löng og skemmtileg ferð – algjör partírúta. Það var tekið í gítar, þó svo að það hafi verið erfitt að púsla saman dönskum, þýskum og íslenskum lögum. En það var gaman hjá okkur,“ bætir hún við í léttum dúr. Sigur Team Tvis var dramatískur. Liðið tapaði fyrri leiknum á heimavelli með fjögurra marka mun og var því ekki líklegt til afreka í Frakklandi. „Það höfðu fáir trú á okkur nema við sjálfar. Við spiluðum illa í fyrri leiknum en sigurinn varð bara enn sætari fyrir vikið.“ Hún neitar því ekki að þær frönsku hafi virst ansi sigurvissar fyrir seinni leikinn. „Þær fögnuðu sigrinum í Danmörku eins og þetta væri klappað og klárt. Svo töluðu þær í blöðunum í Frakklandi um að þetta væri aðeins spurning um hversu stór sigurinn yrði í seinni leiknum,“ segir Þórey Rósa og segir að það hafi hvatt leikmenn Team Tvis til dáða. „Við höfum sjálfar lent í því að vinna fyrri leikinn en tapa svo þeim síðari. Við vorum komnar með blóð á tennurnar og ætluðum ekki að gefast upp. Enda fann maður það á þeim að þær voru í hálfgerðu sjokki í seinni hálfleik. Það var hræðsla í augunum þeirra.“ Nú eru fram undan tveir úrslitaleikir gegn Midtjylland um danska meistaratitilinn en fyrir fram reikna flestir með sigri Midtjylland. „Þær hafa unnið áður og þekkja það vel. Nú þurfum við að koma okkur niður á jörðina en ég er viss um það að svona góður árangur í Evrópukeppni gefur manni sjálfstraust fyrir þessa leiki. Það er ekkert gefið í þessu.“
Íslenski handboltinn Mest lesið Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Íslenski boltinn Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Sjá meira