Gullnir dagar í Safamýrinni Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 7. maí 2013 07:00 Mynd/Valli Einar Jónsson þjálfari Fram sveif á skýi eftir sigurinn á Haukum í gær. Hann hafði fengið silfur fimm ár í röð með kvennalið félagsins og var staðráðinn í að láta það ekki endurtaka sig nú þegar hann yfirgefur félagið. „Þetta rétt slapp fyrir horn. Þetta er ótrúleg tilfinning og ótrúlega gaman. Ég held að við höfum átt þetta skilið. Þetta var svakaleg barátta,“ sagði Einar skömmu eftir að hafa fengið gullpeninginn um hálsinn.Tíundi titilinn hjá Fram „Haukar eru með frábært lið og frábæran þjálfara sem ég ber mikla virðingu fyrir og gaman að kljást við. Við unnum og erum besta lið á Íslandi í dag.“ Framarar fögnuðu þarna Íslandsmeistaratitlinum annan daginn í röð því stelpurnar urðu Íslandsmeistarar í fyrsta sinn í 23 ár á sunnudaginn. Framkarlarnir fylgdu því eftir með því að vinna sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í sjö ár en þetta er tíuundi Íslandsmeistaratitill félagsins í karlaflokki. Fram lagði grunninn að sigrinum með frábærum fyrri hálfleik en liðið var sjö mörkum yfir í hálfleik 14-7. Magnús Erlendsson varði 65 prósent skota Haukanna í fyrri hálfleik og Jóhann Gunnar Einarsson skoraði 7 mörk úr 8 skotum í hálfleiknum.Frábærir í fyrri hálfleiknum „Við spiluðum frábærlega í fyrri hálfleik, nánast óaðfinnanlega. Ég átti svo sem von á því að við myndum ekki spila eins vel í seinni hálfleik en þetta hafðist og ég nenni ekki að spá í það hvernig seinni hálfleikurinn var. Haukar voru í bölvuðum vandræðum með að skora allan leikinn og á meðan leit þetta þokkalega út,“ sagði Einar. Fram var spáð sjötta sætinu fyrir tímabilið og er því óhætt að segja að liðið hafi komið verulega á óvart í vetur. „Okkur var spáð fallbaráttu og okkar fyrsta markmið var að falla ekki um deild. Svo fór að glitta í úrslitakeppni eftir áramót og við náðum upp mjög góðum leik og takti og sjálfstrausti í okkar leik. Við töpuðum örfáum leikjum og erum heilsteyptir í okkar leik og það skilaði þessu sem menn sjá í dag,“ sagði Einar sem er á leiðinni út í þjálfun.Kveður liðið með titli „Það er algjörlega frábært að kveðja liðið með titli. Þetta hefur verið frábær vetur og frábær ár undanfarið hér í Fram. Ég er stoltur að hafa fengið að starfa hérna og þakklátur. Það er gaman að enda þetta á þessum nótum. Það gæti ekki verið betra,“ sagði Einar sem kveður félagið sáttur. „Ég var og er bærilega sáttur við mitt starf hér undanfarin ár og þó það hafi ekki skilað Íslandsmeistaratitlum þá höfum við verið nálægt því og auðvitað hefði verið svekkjandi að ná því ekki núna en að sama skapi er það ennþá skemmtilegra að ná því þegar maður er kveðja,“ sagði Einar að lokum. Olís-deild karla Olís-deild kvenna Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Leik lokið: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Sjá meira
Einar Jónsson þjálfari Fram sveif á skýi eftir sigurinn á Haukum í gær. Hann hafði fengið silfur fimm ár í röð með kvennalið félagsins og var staðráðinn í að láta það ekki endurtaka sig nú þegar hann yfirgefur félagið. „Þetta rétt slapp fyrir horn. Þetta er ótrúleg tilfinning og ótrúlega gaman. Ég held að við höfum átt þetta skilið. Þetta var svakaleg barátta,“ sagði Einar skömmu eftir að hafa fengið gullpeninginn um hálsinn.Tíundi titilinn hjá Fram „Haukar eru með frábært lið og frábæran þjálfara sem ég ber mikla virðingu fyrir og gaman að kljást við. Við unnum og erum besta lið á Íslandi í dag.“ Framarar fögnuðu þarna Íslandsmeistaratitlinum annan daginn í röð því stelpurnar urðu Íslandsmeistarar í fyrsta sinn í 23 ár á sunnudaginn. Framkarlarnir fylgdu því eftir með því að vinna sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í sjö ár en þetta er tíuundi Íslandsmeistaratitill félagsins í karlaflokki. Fram lagði grunninn að sigrinum með frábærum fyrri hálfleik en liðið var sjö mörkum yfir í hálfleik 14-7. Magnús Erlendsson varði 65 prósent skota Haukanna í fyrri hálfleik og Jóhann Gunnar Einarsson skoraði 7 mörk úr 8 skotum í hálfleiknum.Frábærir í fyrri hálfleiknum „Við spiluðum frábærlega í fyrri hálfleik, nánast óaðfinnanlega. Ég átti svo sem von á því að við myndum ekki spila eins vel í seinni hálfleik en þetta hafðist og ég nenni ekki að spá í það hvernig seinni hálfleikurinn var. Haukar voru í bölvuðum vandræðum með að skora allan leikinn og á meðan leit þetta þokkalega út,“ sagði Einar. Fram var spáð sjötta sætinu fyrir tímabilið og er því óhætt að segja að liðið hafi komið verulega á óvart í vetur. „Okkur var spáð fallbaráttu og okkar fyrsta markmið var að falla ekki um deild. Svo fór að glitta í úrslitakeppni eftir áramót og við náðum upp mjög góðum leik og takti og sjálfstrausti í okkar leik. Við töpuðum örfáum leikjum og erum heilsteyptir í okkar leik og það skilaði þessu sem menn sjá í dag,“ sagði Einar sem er á leiðinni út í þjálfun.Kveður liðið með titli „Það er algjörlega frábært að kveðja liðið með titli. Þetta hefur verið frábær vetur og frábær ár undanfarið hér í Fram. Ég er stoltur að hafa fengið að starfa hérna og þakklátur. Það er gaman að enda þetta á þessum nótum. Það gæti ekki verið betra,“ sagði Einar sem kveður félagið sáttur. „Ég var og er bærilega sáttur við mitt starf hér undanfarin ár og þó það hafi ekki skilað Íslandsmeistaratitlum þá höfum við verið nálægt því og auðvitað hefði verið svekkjandi að ná því ekki núna en að sama skapi er það ennþá skemmtilegra að ná því þegar maður er kveðja,“ sagði Einar að lokum.
Olís-deild karla Olís-deild kvenna Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Leik lokið: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Sjá meira