Risaháhýsi frá 2007 Guðni Th. Jóhannesson og Dögg Hjaltalín skrifar 6. maí 2013 08:00 Gangi áform verktaka eftir hefjast senn framkvæmdir við nær 150 íbúða fjölbýlishús á allt að níu hæðum á Lýsisreitnum svokallaða í Vesturbæ Reykjavíkur. Íbúar í nágrenninu reyna nú af veikum mætti að koma í veg fyrir að þessi risastóra bygging verði reist innan um gömul timburhús og lágreistar íbúablokkir. Fólk hefur ekkert á móti fjölbýlishúsi á reitnum en flykki af þessu tagi verður ekki í neinu samræmi við umhverfið og mun skapa margvísleg vandamál fyrir íbúa hverfisins. Þessi sjónarmið komu m.a. fram á fjölmennum íbúafundi í lok síðasta mánaðar.Viðkvæm ásýnd Bráðræðisholtsins Lýsisreiturinn ber nafn sitt af því að Lýsi rak þar verksmiðju um árabil. Reiturinn er á Bráðræðisholtinu en á því standa einkum gömul og aðflutt timburhús auk steinbæjar, eins örfárra sem enn er að finna í Reykjavík. Í skýrslu Minjasafns Reykjavíkur um byggðina á holtinu frá 2004 segir að flest hafi húsin menningarsögulegt gildi og mikilvægt sé að vernda yfirsýn hverfisins. Það verður ekki gert með níu hæða nýbyggingu.Grandavegi breytt í botnlanga Á Bráðræðisholtinu eins og annars staðar í Vesturbæ skortir mjög bílastæði. Ökumenn neyðast til að leggja þvers og kruss, við gular línur og uppi á gangstéttum ef því er að skipta, til ama fyrir íbúa og gangandi fólk. Ekki verður séð að gert sé ráð fyrir nægilegum fjölda bílastæða í bílakjallara sem til stendur að hafa undir nýbyggingunni. Óleyst vandamál verður enn erfiðara viðureignar. Þá má hafa áhyggjur af þeirri þungu umferð sem verður óumflýjanlega um Grandaveg, fari svo sem horfir. Á fundi sínum lýstu íbúar þeirri kröfu að komið yrði í veg fyrir að umferð vegna nýbyggingarinnar fari öll eða nær öll um Grandaveginn, til dæmis með því að loka honum miðjum og breyta í botnlanga. Íbúahverfi verður aldrei friðsælt með umferðaræð sem sker það í sundur.Vindstrengir Bitur reynsla er af snörpum vindhviðum við háhýsi á höfuðborgarsvæðinu. Allir vita að hætta verður á slíkum ófögnuði við níu hæða fjölbýlishús niðri við sjó í Vesturbænum. Þrátt fyrir þá vitneskju hefur engin rannsókn farið fram á vindstrengjum vegna nýbyggingarinnar og hugsanlegum leiðum til að lágmarka þá. Íbúar í nágrenninu vænta þess að slíkar rannsóknir fari fram áður en hafist verður handa, í stað þess að það komi bara í ljós hvort það verður yfirleitt stætt við háhýsið þegar vind hreyfir í framtíðinni.Deiliskipulag frá 2007 Núverandi deiliskipulag á Lýsisreitnum var samþykkt í borgarráði í febrúar 2007 (fimm dögum áður en bygging Höfðatorgs var samþykkt). Á því herrans ári þótti sniðugast að byggja sem hæst, mest og hraðast. Við hefðum haldið að valdhafar hefðu eitthvað lært síðan þá, ekki síst þeir sem voru kjörnir á grundvelli loforða um breytta tíma. Blokkir eru ekki betri, því hærri sem þær eru, og það er ekki íbúalýðræði í reynd sem snýst bara um að leyfa okkar að velja hvort gert verður við rólur eða göngustíg þetta árið. Við biðjum okkar lýðræðislega kjörnu fulltrúa að koma í veg fyrir að fín áform um þéttingu byggðar í borginni leiði þá ekki út í það feigðarflan að fara einfaldlega alltaf eftir ítrustu kröfum verktaka og fjárfestingarfyrirtækja. Hugsið líka um okkur hin.Núverandi deiliskipulag á Lýsisreitnum var samþykkt í borgarráði í febrúar 2007 (fimm dögum áður en bygging Höfðatorgs var samþykkt). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dögg Hjaltalín Mest lesið Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Gangi áform verktaka eftir hefjast senn framkvæmdir við nær 150 íbúða fjölbýlishús á allt að níu hæðum á Lýsisreitnum svokallaða í Vesturbæ Reykjavíkur. Íbúar í nágrenninu reyna nú af veikum mætti að koma í veg fyrir að þessi risastóra bygging verði reist innan um gömul timburhús og lágreistar íbúablokkir. Fólk hefur ekkert á móti fjölbýlishúsi á reitnum en flykki af þessu tagi verður ekki í neinu samræmi við umhverfið og mun skapa margvísleg vandamál fyrir íbúa hverfisins. Þessi sjónarmið komu m.a. fram á fjölmennum íbúafundi í lok síðasta mánaðar.Viðkvæm ásýnd Bráðræðisholtsins Lýsisreiturinn ber nafn sitt af því að Lýsi rak þar verksmiðju um árabil. Reiturinn er á Bráðræðisholtinu en á því standa einkum gömul og aðflutt timburhús auk steinbæjar, eins örfárra sem enn er að finna í Reykjavík. Í skýrslu Minjasafns Reykjavíkur um byggðina á holtinu frá 2004 segir að flest hafi húsin menningarsögulegt gildi og mikilvægt sé að vernda yfirsýn hverfisins. Það verður ekki gert með níu hæða nýbyggingu.Grandavegi breytt í botnlanga Á Bráðræðisholtinu eins og annars staðar í Vesturbæ skortir mjög bílastæði. Ökumenn neyðast til að leggja þvers og kruss, við gular línur og uppi á gangstéttum ef því er að skipta, til ama fyrir íbúa og gangandi fólk. Ekki verður séð að gert sé ráð fyrir nægilegum fjölda bílastæða í bílakjallara sem til stendur að hafa undir nýbyggingunni. Óleyst vandamál verður enn erfiðara viðureignar. Þá má hafa áhyggjur af þeirri þungu umferð sem verður óumflýjanlega um Grandaveg, fari svo sem horfir. Á fundi sínum lýstu íbúar þeirri kröfu að komið yrði í veg fyrir að umferð vegna nýbyggingarinnar fari öll eða nær öll um Grandaveginn, til dæmis með því að loka honum miðjum og breyta í botnlanga. Íbúahverfi verður aldrei friðsælt með umferðaræð sem sker það í sundur.Vindstrengir Bitur reynsla er af snörpum vindhviðum við háhýsi á höfuðborgarsvæðinu. Allir vita að hætta verður á slíkum ófögnuði við níu hæða fjölbýlishús niðri við sjó í Vesturbænum. Þrátt fyrir þá vitneskju hefur engin rannsókn farið fram á vindstrengjum vegna nýbyggingarinnar og hugsanlegum leiðum til að lágmarka þá. Íbúar í nágrenninu vænta þess að slíkar rannsóknir fari fram áður en hafist verður handa, í stað þess að það komi bara í ljós hvort það verður yfirleitt stætt við háhýsið þegar vind hreyfir í framtíðinni.Deiliskipulag frá 2007 Núverandi deiliskipulag á Lýsisreitnum var samþykkt í borgarráði í febrúar 2007 (fimm dögum áður en bygging Höfðatorgs var samþykkt). Á því herrans ári þótti sniðugast að byggja sem hæst, mest og hraðast. Við hefðum haldið að valdhafar hefðu eitthvað lært síðan þá, ekki síst þeir sem voru kjörnir á grundvelli loforða um breytta tíma. Blokkir eru ekki betri, því hærri sem þær eru, og það er ekki íbúalýðræði í reynd sem snýst bara um að leyfa okkar að velja hvort gert verður við rólur eða göngustíg þetta árið. Við biðjum okkar lýðræðislega kjörnu fulltrúa að koma í veg fyrir að fín áform um þéttingu byggðar í borginni leiði þá ekki út í það feigðarflan að fara einfaldlega alltaf eftir ítrustu kröfum verktaka og fjárfestingarfyrirtækja. Hugsið líka um okkur hin.Núverandi deiliskipulag á Lýsisreitnum var samþykkt í borgarráði í febrúar 2007 (fimm dögum áður en bygging Höfðatorgs var samþykkt).
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun