Íslensk plaköt fyrir erlendar kvikmyndir Kjartan Guðmundsson skrifar 3. maí 2013 07:00 Sunna Ben var mjög ánægð með að fá að hanna plakat fyrir myndina Repulsion eftir Roman Polanski. Það verður til sýnis og sölu ásamt fleiri veggspjöldum í Bíó Paradís á morgun. Mynd/Pjetur „Ég sá minnst á þetta framtak í einhverri teiknigrúppu á Facebook og ákvað að bjóða mig fram. Sem betur fer fékk ég mynd sem ég þekki,“ segir Sunna Ben, einn rúmlega tuttugu listamanna sem sýna kvikmyndaplaköt eftir sig í Bíó Paradís á morgun, laugardag, klukkan 16. Sýningin er haldin í tengslum við Svarta sunnudaga, vikulegar kvikmyndasýningar sem haldnar hafa verið í Bíó Paradís í vetur. Hugleikur Dagsson, Sigurjón Kjartansson og Sjón standa að baki Svörtum sunnudögum og hafa sígildar myndir, svokallaðar „költ“-myndir eins og Beyond the Valley of the Dolls eftir Russ Meyer, Psycho eftir Alfred Hitchcock, Ferris Bueller‘s Day Off í leikstjórn John Hughes og margar fleiri verið á boðstólum fyrir íslenskt kvikmyndaáhugafólk í vetur. Enn fremur fengu skipuleggjendur Svartra sunnudaga íslenskt listafólk til að gera plaköt til að auglýsa myndirnar á sinn hátt. Kvikmyndin sem Sunna myndskreytti er hryllingsmyndin Repulsion eftir leikstjórann Roman Polanski frá árinu 1965. „Hugleikur bað mig um að myndskreyta Repulsion og ég var ýkt til í það enda finnst mér hún skemmtileg,“ segir Sunna og viðurkennir að hún sé óforbetranleg áhugamanneskja um óhugnalegar kvikmyndir. „Þegar ég var unglingur horfði ég eingöngu á japanskar og kóreskar hryllingsmyndir og eyddi miklum peningum í versluninni Nexus í þá iðju. Svo hef ég haldið áfram að horfa á slíkar myndir því mér finnst svo spennandi að verða skelkuð og myrkfælin. Myndir á borð við The Shining, Rosemary‘s Baby og The Omen eru í miklu uppáhaldi hjá mér.“ Við undirbúning plakatsins horfði Sunna aftur á Repulsion, tók skjámyndir af áhugaverðum atriðum og rissaði niður á meðan áhorfinu stóð. „Svo valdi ég mjög sjónrænt atriði úr myndinni og vann út frá því. Myndin er svarthvít svo ég gat valið litina sjálf sem var mjög gaman. Ég skoðaði líka gömul plaköt sem gerð höfðu verið fyrir myndina á sínum tíma og tók þá ákvörðun að létta aðeins yfirbragðið. Ég geri það oftast, enda er vel hægt að vera „krípí“ án þess að vera yfirþyrmandi,“ útskýrir Sunna og bætir við að henni finnist öll plakötin á sýningunni í Bíó Paradís mjög flott. Þau verða prentuð eftir pöntun í stærðinni 70x100 cm og seld á staðnum. Alls eru plakötin 27. Hér má skoða allt úrvalið sem er í boði. Menning Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Lífið Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Lífið Ný hugsun í heimi brúnkuvara Lífið samstarf „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
„Ég sá minnst á þetta framtak í einhverri teiknigrúppu á Facebook og ákvað að bjóða mig fram. Sem betur fer fékk ég mynd sem ég þekki,“ segir Sunna Ben, einn rúmlega tuttugu listamanna sem sýna kvikmyndaplaköt eftir sig í Bíó Paradís á morgun, laugardag, klukkan 16. Sýningin er haldin í tengslum við Svarta sunnudaga, vikulegar kvikmyndasýningar sem haldnar hafa verið í Bíó Paradís í vetur. Hugleikur Dagsson, Sigurjón Kjartansson og Sjón standa að baki Svörtum sunnudögum og hafa sígildar myndir, svokallaðar „költ“-myndir eins og Beyond the Valley of the Dolls eftir Russ Meyer, Psycho eftir Alfred Hitchcock, Ferris Bueller‘s Day Off í leikstjórn John Hughes og margar fleiri verið á boðstólum fyrir íslenskt kvikmyndaáhugafólk í vetur. Enn fremur fengu skipuleggjendur Svartra sunnudaga íslenskt listafólk til að gera plaköt til að auglýsa myndirnar á sinn hátt. Kvikmyndin sem Sunna myndskreytti er hryllingsmyndin Repulsion eftir leikstjórann Roman Polanski frá árinu 1965. „Hugleikur bað mig um að myndskreyta Repulsion og ég var ýkt til í það enda finnst mér hún skemmtileg,“ segir Sunna og viðurkennir að hún sé óforbetranleg áhugamanneskja um óhugnalegar kvikmyndir. „Þegar ég var unglingur horfði ég eingöngu á japanskar og kóreskar hryllingsmyndir og eyddi miklum peningum í versluninni Nexus í þá iðju. Svo hef ég haldið áfram að horfa á slíkar myndir því mér finnst svo spennandi að verða skelkuð og myrkfælin. Myndir á borð við The Shining, Rosemary‘s Baby og The Omen eru í miklu uppáhaldi hjá mér.“ Við undirbúning plakatsins horfði Sunna aftur á Repulsion, tók skjámyndir af áhugaverðum atriðum og rissaði niður á meðan áhorfinu stóð. „Svo valdi ég mjög sjónrænt atriði úr myndinni og vann út frá því. Myndin er svarthvít svo ég gat valið litina sjálf sem var mjög gaman. Ég skoðaði líka gömul plaköt sem gerð höfðu verið fyrir myndina á sínum tíma og tók þá ákvörðun að létta aðeins yfirbragðið. Ég geri það oftast, enda er vel hægt að vera „krípí“ án þess að vera yfirþyrmandi,“ útskýrir Sunna og bætir við að henni finnist öll plakötin á sýningunni í Bíó Paradís mjög flott. Þau verða prentuð eftir pöntun í stærðinni 70x100 cm og seld á staðnum. Alls eru plakötin 27. Hér má skoða allt úrvalið sem er í boði.
Menning Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Lífið Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Lífið Ný hugsun í heimi brúnkuvara Lífið samstarf „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira